Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.04.2003, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 16.04.2003, Qupperneq 8
10 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR EFNAHAGSMÁL „Ég er bara að draga fram reynsluna. Það hefur farið framhjá mörgum hversu vel hefur gengið hjá smærri þjóðum innan ESB,“ segir Þorsteinn Þorgeirsson, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins. Þorsteinn ritar grein á vef sam- takanna þar sem hann rekur kosti ESB-aðildar. Reynsla smærri ríka hafi verið á einn veg: Minn vaxta- kostnaður, lægra verðlag og meiri stöðugleiki. Í Kastljósi Sjónvarps- ins á sunnudag var einna helst á forkólfum stjórnmálaflokkanna að skilja að aðild Íslands að Evrópu- sambandinu væri ekki einu sinni inni á kortinu í kosningabaráttu komandi. Þorsteinn vill ekki leggja mikið út af því, segir að stjórn- málamennirnir meti þetta út frá eigin forsendum. „Ég tel að það yrði til góðs fyrir Ísland að gerast aðili og taka upp evruna, þá fyrir atvinnulífið og sérstaklega samkeppnisgreinarn- ar: Iðnað, ferðaþjónustu, samgöng- ur og á sinn hátt fiskvinnsluna ein- nig. Því miður, meðan við erum utan ESB, er virðisauki í fisk- vinnslu að eiga sér stað að miklu leyti í Frakklandi og öðrum ESB löndum þar sem afurðirnar eru fullunnar. Við verðum þannig af verulegum launatekjum.“ Þorsteinn segir þetta langtíma- mál og á því margar hliðar sem verði að fjalla um og kanna. ■ ÞORSTEINN ÞORGEIRSSON Hagfræðingur Samtaka iðnaðarins er sann- færður um að það yrði til góðs fyrir Ísland að sækja um aðild að ESB. Samtök iðnaðarins vekja athygli á kostum ESB-aðildar: Háir vexir og hátt gengi brenna á iðnaði                       !" #$"%$"           ! "#$$%&%%'()(*+,-,./-,0- (1-.!+!-2..!2.3,.'4 5550-,0-6-'#7'  COLIN POWELL Utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefur gagnrýnt Sýrlandsstjórn harkalega. Ekki innrás WASHINGTON Bandaríkjastjórn hef- ur ekki uppi áætlanir um að ráð- ast á Sýrland þrátt fyrir harða gagnrýni hennar á sýrlensk stjórnvöld. Þetta hafa bresk og bandarísk dagblöð eftir heimild- armönnum innan bandaríska stjórnkerfisins. Breska blaðið The Guardian segir að Donald Rumsfeld, varn- armálaráðherra Bandaríkjanna, hafi á undanförnum vikum látið undirmenn sína vinna drög að hugsanlegri innrás. Hvíta húsið er sagt hafa stöðvað þá vinnu. ■ SVEITARSTJÓRNIR Minnihluti Neslist- ans í bæjarstjórn Seltjarnarness vill upplýsingar um sérfræðiálit sem bæjarstjóri sagði hafa verið unnið um fjármál bæjarins. Fyrirspurn Neslistans er sett fram í framhaldi síðari umræðu bæjarstjórnar um langtímafjár- hagsáætlun bæjarins fyrir árin 2004-2006. „Hvar er að finna það sérfræði- álit sem vísað er til í bókun bæjar- stjóra um trausta fjárhagsstöðu, áframhaldandi skilvirkni í rekstri, markvissa niðurgreiðslu lang- tímalána og metnaðarfulla þjón- ustu við íbúa á hagkvæmum skatt- kjörum? Af hverju var þessu sér- fræðiáliti ekki dreift til bæjarfull- trúa við framlagningu langtíma- fjárhagsáætlunar?“ spyr Neslist- inn. Þá vill Neslistinn fá upplýst hvaða sérfræðingar hafi unnið út- tekt á viðhaldsmati fasteigna bæj- arins til næstu fimm ára: „Bæjar- stjóri fullyrðir að í þeirri skýrslu komi fram að viðhaldsþörf fast- eigna sé 23 til 25 milljónir króna. á ári á næstu fimm árum. Af hverju hefur þessi skýrsla ekki verið lögð fram? Hvað kostaði þetta sér- fræðiálit? Hvar var sú ákvörðun tekin að láta vinna úttektina?“ ■ SELTJARNARNES „Af hverju hefur þessi skýrsla ekki verið lögð fram? Hvað kostaði þetta sérfræðiálit?“ spyr Neslistinn um sérfræðiúttekt sem bæjar- stjórinn á Seltjarnarnesi segir hafa verið unna um viðhald fasteigna bæjarins. Minnihlutinn á Seltjarnarnesi krefst aðgangs að sérfræðiáliti: Hvar eru sérfræðiálitin og hver vann þau? ■ Innrás í Írak/Sýrland

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.