Fréttablaðið - 16.04.2003, Side 11

Fréttablaðið - 16.04.2003, Side 11
14 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR Mikill munur er á réttindumlaunafólks í veikindatilfell- um eftir því hvort það vinnur á al- mennum markaði eða í þágu ríkis- ins. Þannig hafa opinberir starfs- menn og emb- ættismenn ríkis- ins verulega meiri og betri réttindi en þeir sem eru í stétt- arfélögum innan A l þ ý ð u s a m - bands Íslands. Eftirfarandi dæmi sýna þann óeðlilega mun sem er á þessum lágmarks mannréttindum eftir því hvort viðkomandi launamaður er opinber starfsmaður eða í stétt- arfélagi innan Alþýðusambands Íslands: Launamaður á almennum markaði, t.d. í fiskvinnslu, á eftir eins árs samfellt starf hjá sama atvinnurekanda rétt á veikinda- launum í einn mánuð. Eftir 5 ára starf á hann rétt á einum mánuði á staðgengilslaunum, einum mánuði á fullu dagvinnukaupi og tveimur mánuðum á dagvinnutaxtalaun- um. Samtals fjóra mánuði. Meiri réttindum nær hann ekki. Opin- ber starfsmaður á hins vegar rétt á veikindalaunum í 4 mánuði eftir eins árs starf og 6 mánuði eftir 7 ára starf. Eftir 18 ára starf á hann rétt á 12 mánaða launum ef hann verður veikur. Þar að auki er hann frá fyrsta vinnudegi slysatryggð- ur í frítímum sínum á kostnað rík- isins. Hér er um áratuga misrétti að ræða sem fyrir löngu ætti að vera búið að leiðrétta en stjórnvöld líta framhjá og láta eins og ekkert sé. Þeir peningar sem ríkið hefur undir höndum koma ekki síst frá fólki í framleiðslu- og þjónustu- störfum á almennum markaði. Það er því vægast sagt ósvífið að láta það fólk vera skör lægra en opinbera starfsmenn með greiðsl- ur í veikindum. Það er alveg nóg að launafólk á almennum markaði er í störfum sem bæði eru ótrygg- ari og sveiflukenndari en hjá þeim sem vinna hjá ríkinu. Fram- koma stjórnvalda í þessu máli er siðlaus og óskast svör fyrir kos- ningar hvernig flokkarnir ætla að bregðast við þessu órétti. RÉTTINDI LAUNAFÓLKS „Hér er um áratuga misrétti að ræða sem fyrir löngu ætti að vera búið að leiðrétta en stjórnvöld líta framhjá og láta eins og ekkert sé,“ segir Sigurður. Kosningar maí 2003 SIGURÐUR T. SIGURÐSSON ■ starfsmaður Verka- lýðsfélagsins Hlífar skrifar um réttindi launafólks. Lögbundið misrétti „Allt íslenskt launafólk á að sitja við sama borð þegar veik- indi eða slys ber að hönd- um. Fram undan eru merkilegar ogspennandi kosningar. Í fyrsta sinn í sjö áratugi er möguleiki á því að nokkur flokkur geti fengið yfir 30% fylgi, utan Sjálfstæðis- flokksins. Í fyrsta sinn í sögunni er möguleiki á því að nokkur flokkur geti komist upp að hlið hans og í fyrsta sinn í 100 ár er möguleiki á því að kona geti orðið forsætisráðherra. Samfylkingin er þessi möguleiki. Breiður og frjálslyndur flokkur grundvallað- ur á jafnræði, sanngirni og rétt- læti. Það verður kosið um það í vor hvort kvótaflokkarnir stjórni áfram eða hvort Samfylkingin fái brautargengi til að breyta. Klaka- böndin gætu verið að bresta. Meðferð valdsins Alveg eins og það verður kosið um óréttlátt kvótakerfi, þjóðar- skömmina sem felst í fátæktinni, eitt velferðarkerfi fyrir alla, mannsæmandi aðbúnað aldraðra og markvissa menntasókn, verður kosið um meðferð valds. Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, forsætis- ráðherraefni Samfylkingarinnar, kom að kjarna málsins í frægri Borgarnesræðu sinni. Þar sagði hún m.a.; „Veturinn 1993-1994 lá líka eitthvað í loftinu. Það var al- menn krafa um breytt gildismat við stjórn borg- arinnar, öðruvísi stjórnarhætti, annað viðmót og betri þjónustu þar sem þarfir fólks væru í fyr- irrúmi en ekki m i n n i s v a r ð a - árátta stjórn- m á l a m a n n a . Þeir stjórnmála- flokkar sem þá voru í minni- hluta í borgar- stjórn báru sem betur fer gæfu til að verða við þessum kröfum og veita þeim farveg í Reykja- víkurlistanum. Og núna ligg- ur eitthvað í loftinu og það er okk- ar verkefni í Samfylkingunni að breyta því úr óræðum væntingum í orð og athafnir. En hvað er það sem liggur í loftinu? Er það valdþreytan í rík- isstjórninni? Mislíkar fólki hvernig gæðum og embættum ríkisins er úthlutað til flokks- félaga og gæðinga?“ Það liggur í loftinu Já, það liggur í loftinu þreyta á óréttlæti, valdhroka og mismun- un. Krafan er um sanngjarna stjórnarhætti, lýðræðislegar um- bætur og almennar leikreglur þar sem allir standa jafnir. Jöfn tæki- færi allra Íslendinga til atvinnu- frelsis og mannsæmandi lífs. Það hefur aldrei verið eins áríðandi og núna að fanga kröfuna um breyt- ingar. Til þess teflum við fram Samfylkingunni. Samfylkingu um réttlæti og þjóðfélagslegar um- bætur í smáu og stóru. Við ætlum að lýðræðisvæða samfélagið og færa valdið til fólksins. Við ætlum að stjórna í þágu almannahags- muna í einu og öllu. Við segjum forréttindum, fyrirgreiðslu og spillingu stríð á hendur. Við ætl- um að berjast fyrir jafnrétti og réttlæti fyrir fólk og fyrirtæki á öllum sviðum samfélagsins. Tækifærið er núna Við bjuggum Samfylkinguna til svo hægt væri að skapa betri kjör fyrir aldraða, fátæka, námsmenn, húsnæðislausa, láglaunafólk og alla þá sem þurfa á skjóli að halda. Við bjuggum Samfylking- una til svo að leikreglur frjálsrar samkeppni ríki á markaði en ekki leikreglur geðþóttans og gæðing- anna. Okkar er að gæða Samfylk- inguna inntaki og gera að kraft- miklum valkosti til að verða leið- andi afl í samfélaginu. Tækifærið er núna. ■ FÓLKIÐ Í LANDINU Jöfn tækifæri allra Íslendinga til atvinnu- frelsis og mannsæmandi lífs. Það hefur aldrei verið eins áríðandi og núna að fanga kröfuna um breytingar. Kosningar maí 2003 BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ■ frambjóðandi í 3. sæti á lista Samfylk- ingarinnar í Suðurkjör- dæmi skrifar um stefnu Samfylkingar- innar. Klaka- böndin bresta „Já, það liggur í loftinu þreyta á óréttlæti, valdhroka og mismunun. Krafan er um sanngjarna stjórnarhætti, lýðræðislegar umbætur og almennar leikreglur þar sem allir standa jafnir.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.