Fréttablaðið - 16.04.2003, Síða 14

Fréttablaðið - 16.04.2003, Síða 14
19MIÐVIKUDAGUR 16. apríl 2003 FÓTBOLTI Svissneska dagblaðið 24Heures greinir frá því að full- trúar svissnesku og austurrísku deildakeppninnar hafi hist í Vín- arborg til að ræða möguleikann á sameiningu efstu deilda landanna. Vinnan við sameininguna er á byrjunarstigi og vill Knattspyrnu- samband Evrópu ekki taka af- stöðu í málinu fyrr en fullmótaðar hugmyndir liggja fyrir. UEFA hefur hingað til ekki verið hrifið af viðleitni við að sameina deildir tveggja landa, eða hleypa félögum í deildir annarra landa. UEFA bendir einnig á að ráðstöfun sæta í Evrópukeppnum til einstakra landa gæti reynst flókin með þessu fyrirkomulagi. Norska dagblaðið Adresse- avisen tók upp þráðinn og spurði Åge Hareide, þjálfara Rosenborg- ar, um álit hans á skandinavískri deild með bestu félögum Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Hareidi sér marga kosti við slíka deild og segir að keppnin gæti fljótt orðið Meistaradeild Evrópu í smækk- aðri mynd. Aðsókn að leikjum ætti að verða góð og umfjöllun í sjónvarpi mikil en samanlagt eru sjónvarpsáhorfendur í Skandinav- íu um 18 milljónir. Hareide segir að það þurfi að vera einhver gul- rót í svona keppni, t.d. öruggt sæti í Meistaradeildinni fyrir sigur. Hareide sér einnig vankantana á hugmyndinni og hefur t.d. áhyggjur af stöðnun félaga sem standa utan skandinavísku deildar- innar. Hugmynd um skandinavíska deild hefur áður verið til umræðu í Noregi og tóku forsvarsmenn Ros- enborgar þá afstöðu gegn henni. ■ JORDAN KVEÐUR Michael Jordan, leikmaður Washington Wizards, veifar til áhorfenda eftir síðasta heimaleik sinn með liðinu í NBA-deildinni í körfubolta, en kappinn leggur skóna á hilluna eftir þessa leiktíð. Leikurinn var háður í fyrrakvöld þegar Wizards tóku á móti New York Knicks. Jordan og félagar töpuðu með 93 stigum gegn 79.  15.00 Stöð 2 Spænsku mörkin. Þáttur um leiki spæn- sku knattspyrnunnar um síðustu helgi.  17.45 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttavið- burði heima og erlendis.  18.15 Sýn Western World Soccer Show. Heimsfót- bolti West World.  18.45 Sýn Bein útsending frá leik Arsenal og Manchester United.  20.00 Reykjaneshöllin Haukar og Víkingur leika í Deildabikar- keppni karla.  20.30 Egilshöll Fylkir leikur gegn Grindavík í Deildabikar- keppni karla.  21.00 Sýn Manchester United: The Movie (Rauðu djöflarnir)  22.30 Sýn Olíssport. Fjallað er um helstu íþróttavið- burði heima og erlendis.  23.00 Sýn Bein útsending frá leik Philadelphia og Washington í NBA. FÓTBOLTI Ísland mætir Finnum í A- landsleik í knattspyrnu í Vantaa miðvikudaginn 30. apríl. Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálf- ari, tilkynnti leikmannahópinn í gær og er útlit fyrir að Ísland geti teflt fram sínu sterkasta liði. Her- mann Hreiðarsson og Heiðar Helguson koma að nýju inn í hóp- inn en þeir misstu af síðasta landsleik vegna meiðsla. Guðni Bergsson, sem leikur með Bolton á Englandi, er einnig í hópnum. Hann lék með landslið- inu í fyrsta sinn í fimm og hálft ár þegar Íslendingar léku gegn Skot- um. ■ hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 APRÍL Miðvikudagur Knattspyrnan í Evrópu: Alpadeild og skandinavísk deild? AUSTURRÍSK KNATTSPYRNA Andreas Herzog (Rapid Wien) og Ewald Brenner (SV Salzburg) í leik fé- laganna á sunnudag. Austurrísk félög keppa hugsanlega í deild með svissnesk- um félögum í fram- tíðinni. A-landsliðið valið: Guðni áfram í hópnum

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.