Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 15

Fréttablaðið - 16.04.2003, Page 15
■ ■ FUNDUR  20.30 Bókaútgáfan Bjartur stendur fyrir útgáfuhátíð á Súfistanum, Lauga- vegi 18, í tilefni af útkomu bókarinnar Ristavél eftir danska rithöfundinn Jan Sonnergaard í þýðingu Hjalta Rögn- valdssonar. ■ ■ TÓNLIST  19.30 Oslo Youth Representa- tion Band, sem er ein besta skóla- hljómsveit Noregs, heldur tónleika í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavík- urkirkju. Í hljómsveitinni eru 58 ungir hljóðfæraleikarar sem allir eru félagar í einhverjum hinna 86 skólahljómsveita í Osló.  20.00 Hanna Dóra Sturludóttir sópran, Finnur Bjarnason tenór og Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari flytja öll sönglög Páls Ísólfssonar í Salnum í Kópavogi. Ekki er vitað til þess að öll sönglög Páls hafi áður verið flutt opinberlega á einum tónleikum. ■ ■ LEIKLIST  19.00 Leikfélag Akureyrar sýnir Leyndarmál rósanna eftir Manuel Puig í Samkomuhúsinu á Akureyri.  20.00 Einleikurinn Hin smyrjandi jómfrú verður sýndur í Iðnó. Smur- brauðsverður er innifalinn.  Aukasýning á einleiknum Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur í Sjallanum á Akureyri.  Hugleikur sýnir í kvöld í síðasta sinn leikritið Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur í leikstjórn Ágústu Skúladóttur í Tjarnarbíói. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Smack spilar á Hard Rock.  Skítamórall spilar í Sjallanum, Ak- ureyri.  Á móti sól leikur í Miðgarði, Skaga- firði ásamt hljómsveitinni Von.  Hljómsveitin Hunang spilar á Players í Kópavogi.  Rally-Cross sér um fjörið á miðhæð- inni á Laugavegi 22.  Hljómsveitin Cadillac leikur fyrir dansi á Kringlukránni til klukkan þrjú.  Óskar Einarsson trúbador leikur á Ara í Ögri.  Hljómsveitin Í svörtum fötum skemmtir ásamt Páli Óskari í Stapan- um, Reykjanesbæ. ■ ■ SÝNINGAR  15.00 Í Listasafni Íslands stend- ur yfir yfirlitssýning á verkum Georgs Guðna. Einnig er í safninu sýning á landslagsmálverkum Ásgríms Jóns- sonar og vídeóinnsetning eftir Steinu Vasulka.  Helgi Þorgils Friðjónsson er með einkasýningu á Kjarvalsstöðum. Hann sýnir þar eingöngu ný málverk.  16.00 Þrjár sýningar hófust í Ný- listasafninu um síðustu helgi. Á annarri hæð safnsins er Sólveig Aðalsteins- dóttir með sýninguna Úr möttulholinu en á þeirri þriðju eru Hanne Nielsen og Birgit Johnsen með Stað-hæfingar eða Territorial Statements í suðursal. Í norð- ursal á sömu hæð er landi þeirra Kaj Nyborg með sýninguna Nágranni eða Next door neighbour.  Á Kjarvalsstöðum er Ilmur Stefáns- dóttir með sýningu er hún nefnir Mobiler. Þar sýnir hún umbreytt farar- tæki, vídeómyndir og örsögur.  Í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhús- inu, stendur yfir sýning á sovéskum veggspjöldum úr eigu safnsins, sem hafa ekki komið áður fyrir almennings- sjónir. Heilbrigði, hamingja og friður er yfirskrift sýningarinnar.  Sýningin Undir fíkjutré: Alþýðulistir og frásagnarhefðir Indlands stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Þetta er í fyrsta sinn sem indversk myndlist er kynnt með jafn víðfeðmum hætti hér á landi.  Himinn og jörð nefnist sýning Þor- gerðar Sigurðardóttur í Listasafni ASÍ, sem er til húsa í Ásmundarsal við Freyjugötu.  Sigurður Þórir sýnir málverk sín í Húsi málaranna við Eiðistorg.  G.ERLA sýnir í Listasafni ASÍ á Skólavörðuholti innsetningar í gryfju, stigum og á þaksvölum. Verkin eiga það sameiginlegt að nálin er notuð sem verkfæri í útsaum í ýmiss konar dúka, allt frá silki að jarðvegsdúk, sem á hafa verið máluð málverk.  Inger Helene Bóasson sýnir svart- hvítar ljósmyndir í Vínbarnum. Myndirn- ar kallar hún landslag líkamans. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. 20 16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 13 14 15 16 17 18 19 APRÍL Miðvikudagur Ég held að þetta sé í fyrsta sinnsem öll sönglögin hans Páls Ís- ólfssonar eru flutt saman á tón- leikum,“ segir Nína Margrét Grímsdóttir píanóleikari. „Þau eru 42 talsins og spanna allan feril hans.“ Hún hefur fengið þau Hönnu Dóru Sturludóttur sópran og Finn Bjarnason bassa til liðs við sig og saman stíga þau á svið í Salnum í Kópavogi nú í kvöld til þess að flytja bæði lög sem allir þekkja, svo sem Í dag skein sól og Sáuð þið hana systur mína, og líka lög sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst. „Tvö laga Páls verða frumflutt núna í fyrsta skipti opinber- lega. Þau voru samin 1964 og 1972 og hafa legið bara í handriti. Þuríður Pálsdóttir söngkona, dóttir hans, hljóðritaði þau reyndar með hon- um í útvarpinu, þar sem hann var tónlistarstjóri. En það var fyrst og fremst gert til þess að hann gæti heyrt hvernig þau hljómuðu.“ Einnig verður fluttur sex laga bálkur við texta úr Ljóðaljóðum Biblíunnar, sem sjaldan hefur heyrst opinberlega. „Það er Hanna Dóra sem syngur þau öll, því það er kona sem talar allan tím- ann. Þessi bálkur er saminn frekar seint á ævi hans, senni- lega á milli 1955 og 1966. Þetta er mjög spennandi tónlist og dálítil erótík í henni.“ Nína Mar- grét hefur sökkt sér ofan í tónlist Páls Ísólfssonar, sérstaklega pí- anóverk hans. Fyrir fáeinum misserum gaf hún út geisladisk þar sem hún lék alla píanótónlist Páls. Í framhaldi af þeirri vinnu fór hún að skoða sönglögin hans betur og þá ekki síst undirleikinn, sem Páll skrifaði fyrir píanó. „Mér fannst þetta mjög bita- stætt verkefni fyrir píanóleikara að takast á við. Ég gerði mér líka vonir um að söngvurun- um þætti þetta jafn bita- stætt fyrir sig, og það reyndist vera. Þessi lög eru svo stór partur af menningararfi okkar.“ gudsteinn@frettabladid.is ■ TÓNLEIKAR Öll lögin hans Páls Nýbý laveg i 14 , Kópavog i . S ím i 554 4443 . Fax 554 4102 . Lausnin á góðum merkingum ptouch 3600 smávara lager bókasafn einstök prentgæði • sterkir borðar • borðar í mörgum litum og breiddum fjölbreytt letur og tákn • prentar strikamerki • 360 dpi prentun usb tengi • prentflötur allt að 27 mm 13 90 .3 5 NÍNA MARGRÉT GRÍMSDÓTTIR OG HANNA DÓRA STURLUDÓTTIR Þær flytja ásamt Finni Bjarnasyni öll sönglög Páls Ísólfssonar á tónleikum í Salnum í Kópavogi klukkan átta í kvöld.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.