Fréttablaðið - 16.04.2003, Side 17
Breski skvísustrengjakvartettinnBond, sem harðir aðdáendur
klassískrar tónlistar hafa sakað
um að sverta ímynd stefnunnar,
hefur verið tilnefndur til klass-
ískra tónlistarverðlauna. Stúlkurn-
ar hafa ekki fengið inni á sölulist-
um yfir klassíska tónlistar þar
sem tónlist þeirra þykir of poppuð.
Fólk skiptist í tvo hópa um það
hvort stúlkurnar séu að reyna að
selja út á ímynd sína eða hvort
þær séu í raun að brjóta ísinn í
nýjum markaðsaðferðum fyrir
klassíska tónlist.
Bandaríski gamanleikarinn Rod-ney Dangerfield er nú að jafna
sig eftir 12 klukkustunda langan
heilauppskurð. Jálkurinn, sem er
orðinn 81 árs gamall, er sagður í
besta skapi. Hann er þó ekki sagð-
ur úr allri hættu enn.
Eftir að Michael Jackson tapaðimálinu gegn fyrrum umboðs-
manni sínum, sem sakaði stjörn-
una að hafa komið sér undan fram-
komu á tvennum tónleikum sem
hann hafði þegar fengið greitt fyr-
ir, hefur verið orðrómur á kreiki
um að „Neverland“-búgarður hans
hafi verið settur á sölu. Þessu neit-
uðu talsmenn
Jacksons alfarið í
spjalli við BBC á
mánudag. Orðrómar
um hina ótrúlegustu
hluti hafa alla tíð
sveimað í kringum
stjörnuna. Nú er
hann sagður vera í
hugleiðingum að kaupa gamalt
smáþorp á Ítalíu sem á rætur sín-
ar að rekja til miðalda.
16. apríl 2003 MIÐVIKUDAGUR22
CONFESSIONS. kl. 8 og 10.40 bi 14MAID IN MANHATTAN kl. 8 og 10.20 SKÓGARLÍF 2 m/ísl.tali kl. 4
TWO WEEKS NOTICE kl. 8
THE HUNTED b.i. 16 kl. 5.50, 8, 10.10
Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10
Sýnd kl. 5, 8 og 10.40 - bi 14
Sýnd í lúxus kl. 9.30
Sýnd kl. 8
kl. 6 og 8NÓI ALBINÓI
kl. 5.508 FEMMES
kl. 5.45 og 10THE CORE
kl. 10.05ADAPTATION
kl. 10NOWHERE IN AFRICA
Sýnd kl. 4, 5, 6, 7, 8, 9 og 10.10
Sýnd í lúxus kl. 4, 6, 8 og 10.10 Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10 b.i. 16 ára
THUNDERPANTS kl. 4
25th HOUR kl. 10.10
4 og 6DIDDA OG DAUÐI KÖTTURINN
Sýnd kl. 6, 8 og 10
NATIONAL SECURITY bi 12 kl. 4 og 6
Magnús Jónsson, eða Blake einsog hann birtist landsmönnum
nú, varð fyrstur til þess að stökkva
af borði Gusgus-skútunnar þegar
sveitin sigldi í gegnum „uppgjörið
mikla“ fyrir þremur árum síðan.
Síðan þá hefur hann unnið hægt og
rólega að því að koma fyrstu sóló-
plötu sinni af hugmyndastiginu yfir
í áþreifanlegra form.
Blake er enn góðvinur Gusgus-
manna og segir það ánægjulega þró-
un að loksins sé hægt að tala um
sveitina sem, ja... hljómsveit.
„Þegar ég var í Gusgus vissi
enginn af okkur almennilega hvað
þetta var,“ útskýrir Blake frekar.
„Við virkuðum mjög vel á tónleikum
og þá leið okkur mjög vel saman.
Svo þegar við fórum að vinna og ná-
kvæmnin kom í spilið var ekki eins
gaman að þessu. Það var samt alltaf
rosalega gaman á tónleikaferðum.
Eftir að hafa unnið svona lengi sam-
an vildi fólk fara að gera hlutina
sjálft. Í Gusgus voru haldnir fundir
um það hvort millikaflar ættu að
fara í D eða C. Það var frekar leiðin-
legt. Það varð aldrei neitt svigrúm til
þess að gera sitt. Þetta tók allan
manns tíma.“
Blake hefur alla tíð samið sína
eigin tónlist og lagabunkinn því orð-
inn töluverður eftir áralangt sam-
starf Gusgus. Hann hafði þannig
haft það á bak við eyrað lengi að
færa sig á bak við stjórnvölinn sjálf-
ur. Bæði af forvitni, til þess að sjá
hvort hann gæti það, og af áralöngu
listrænu svelti.
„Mig langaði samt ekki til þess að
gefa út persónulega plötu sem
„Maggi Jóns“. Mér finnst þetta líka
vera hluti af því að eftir tónleika sem
þetta „alter-egó“ vil ég geta fengið að
vera ég aftur. Ég vil fá að eiga mitt
nafn sjálfur. Það var svolítið hug-
myndin að gera plötu sem yrði ekki
markaðsheild. Mig langaði ekki til
þess að fylgja neinum lögmálum
heldur bara gera plötuna algjörlega
eftir mínu eigin nefi. Aðalatriðið var
að gera plötuna nægilega fjölbreytta
þannig að hún gæti verið af alls kyns
stefnum,“ segir Blake að lokum.
Tónar plötunnar eru sambræð-
ingur fönks, popps, diskó og
klúbbatónlistar. Þessi lög ættu að
halda dansgólfinu líflegu vel fram
eftir klukkan þrjú um helgar og
fylgja svo þeim allra sprækustu upp
í rúm.
biggi@frettabladid.is
■ TÓNLIST
Ekki persónuleg plata
„Magga Jóns“
Tónlistarmaðurinn og leikarinn Magnús Jónsson, fyrrum söngvari Gusgus, sendi
frá sér sína fyrstu sólóplötu undir listamannsnafninu Blake á dögunum.
Fréttiraf fólki Bandaríska slúðurblaðið Globeheldur því fram að Ben Affleck
sé ástæðan fyrir skilnaði „Alias“-
leikkonunnar Jennifer Garner.
Blaðið hefur
það eftir
fólki sem
vann við
tökur
„Daredevil“
að leikar-
arnir hafi
átt afar
vingott
á með-
an á
tökum
þeirrar
mynd-
ar stóð. Garner hefði t.d. mætt til
þess að fylgjast með tökum Ben,
þrátt fyrir að vera ekki í tökum
sjálf, sem þykir víst óvenjulegt í
kvikmyndabransanum. Eftir að
tökum lauk hefðu leikararnir iðu-
lega farið í hjólhýsi Afflecks og
lokað að sér. Nú verður Jennifer
Lopez ekkert sérstaklega sátt við
lífið og tilveruna.
Titanic“-leikstjórinn JamesCameron hefur ákveðið að
næsta mynd hans verði gerð í þrí-
vídd. Hann hefur nýlokið við að
gera heimildarmyndina „Ghost of
the Abyss“ um Titanic þar sem
áhorfendur verða að horfa með
þrívíddargleraugu á höfðinu. Hann
heillaðist svo af forminu að hann
ákvað að gera hasarmynd með
sama hætti. Myndin á víst að koma
í bíó eftir um tvö ár.
Tveimur skartgripum sem vorueitt sinn í eigu Marilyn Monroe
var stolið á sýn-
ingunni „Marilyn
Monroe: Life of a
Legend“ í
London. Þar geta
aðdáendur henn-
ar séð áður óbirt-
ar ljósmyndir og
muni sem voru í
eigu kvikmynda-
stjörnunnar. Gullarmbandi og
demantshring úr gulli með stafinn
„M“ grafinn ofan í var stolið.
Stolnu skartgripirnir eru metnir
upp á tæpar 5 milljónir króna.
kl. 6 og 10THE PIANIST
BLAKE
Á tónleikum hefur Magnús hlaðið utan um
sig góðu fólki; Davíð Þór Jónssyni píanó-
leikara, Ómari Guðjónssyni gítarleikara,
Helga Svavari trommuleikara, Samúel Jóni
Samúelssyni básúnuleikara, Hlyns Sölva og
Ragnari „Funky Moses“ bassaleikara. Blake
kemur fram á Vegamótum þarnæstu helgi
í gleðskap sem haldinn verður af MTV.
Paul McCartney og eiginkonahans Heather Mills greindu frá
því á mánudag að þeim hafi verið
neituð þátttaka í spurningaþættin-
um „Who Wants to Be a Million-
aire?“. Þau vildu taka þátt í góð-
gerðarþætti sem par en var neitað
af stjórnandanum sem sagði að
þau myndu standa sig „hræði-
lega“. Heather segist fullviss um
að þau myndu standa sig vel þar
sem hún viti alltaf um helming
svaranna þegar hún horfi á þáttinn
og Paul hinn helminginn.