Fréttablaðið - 26.06.2003, Side 25
FIMMTUDAGUR 26. júní 2003
TÓNLIST Reykholtshátíð 2003 verð-
ur haldin í Reykholtskirkju dag-
ana 25. til 27. júlí. Hátíðin hefst á
opnunartónleikum föstudaginn
25. júlí klukkan 20.00 þar sem
flutt verður tónlist eftir Franz
Schubert. Á tónleikunum koma
fram Hulda Björk Garðarsdóttir
sópran, Steinunn Birna Ragnars-
dóttir píanóleikari og Ásdís Valdi-
marsdóttir víóluleikari. Auk þess
mun Eþos-kvartettinn flytja
strengjakvartett eftir meistarann.
Lokatónleikar hátíðarinnar
verða svo á sunnu-
daginn 27. júlí kl.
16.00 og verða þar
flutt verk eftir
Haydn, Dohnányi
og Brahms auk
þess sem frumflutt
verður verk eftir
Hildigunni Rún-
arsdóttur fyrir
sópran, píanó og
selló við texta
Snorra Sturluson-
ar. ■
MENNING LungA – Listahátíð ungs
fólks á Austurlandi, verður haldin
í fjórða sinn dagana 16.-20. júlí
2003 á Seyðisfirði. Hátíðin er ætl-
uð fólki á aldrinum 16 til 25 ára en
veitt er undanþága fyrir þá sem
eru orðnir 15 ára og eru mjög
áhugasamir, með því skilyrði að
þeir búi á Seyðisfirði eða gisti í
umsjón fullorðinna forráða-
manna.
Ýmis spennandi námskeið
verða á hátíðinni og þeir sem
vilja láta ljós sitt skína ættu að
fara að leggja hausinn i bleyti
þar sem keppt verður í fatahönn-
un og lagasmíðum. Hér eru á
ferðinni kjörin tækifæri til þess
að koma sér og sköpunarverkum
sínum á framfæri, bæði á Austur-
landi og í Reykjavík, þar sem sig-
urvegarar í báðum samkeppnun-
um fá að taka þátt í Unglist í
Reykjavík.
Námskeiðin á LungA eru æði
fjölbreytt en þannig munu þrír
kennarar frá sirkusskólanum
Cirkus Cirkör í Svíþjóð koma og
kynna leyndardóma nýja
sirkussins. Cirkus Cirkör skiptir
út ljónum, fílum og hefðbundnu
sneriltrommuþyrli fyrir rokktón-
list, dans og leiklist og er meira í
ætt við götuleikhús en hinn hefð-
bundna sirkus.
Helga Braga og Josy Zareen
kenna magadans en það er víst
mikilvægt að ná tökum á undir-
stöðuatriðunum til þess að ná
tignarlegum og fallegum dansi
síðar meir.
Goddur eða Guðmundur Oddur
Magnússon, prófessor og stuðkarl
með meiru, ætlar að leiða þá sem
þess óska í allan sannleika um
grafíska hönnun. Þetta er í annað
sinn sem boðið er upp á námskeið
í grafískri hönnun. Fáir mættu í
fyrra en mun fleiri hafa þegar
skráð sig í ár.
Sólveig Einarsdóttir, sem út-
skrifast úr LHÍ í vor, ætlar að fara
um frumskóg myndlistarinnar
með þeim sem það vilja. Skapalón
og spray verður þema námskeiðs-
ins.
Þá verður, samkvæmt venju,
boðið upp á stuttmyndanámskeið
og sem fyrr er það Óli Rögg sem
leiðbeinir. Kennt er að búa til
handrit, filma og hljóðsetja. Síð-
ast en ekki síst er kennt á klippi-
forrit og myndin síðan sýnd á upp-
skeruhátíðinni.
Fúsi trommari og Börkur gítar-
leikari í Jagúar verða svo með
fönknámskeið þar sem unnið
verður með basic og spuna,
míkrófóntækni, sviðsframkomu
og síðan verður að sjálfsögðu
troðið upp á uppskeruhátíðinni. ■
DAGSKRÁ LUNGA:
Miðvikudagur 16. júlí
21.00 Setningarathöfn, leiðbeinendur
verða með stutta kynningu
Fimmtudagur 17. júlí
08.00 Uppákomur á Ferjuhöfn
09.00 Líkaminn vakinn / Morgunleikfimi
18.00 - 20.00 Magadans fyrir alla
20.30 Hönnunarsamkeppni
Föstudagur 18. júlí
09.00 Líkaminn vakinn
18.00 - 20.00 Magadans fyrir alla
20.30 Tónleikar BRIS,
aðgangseyrir kr 500.
Laugardagur 19. júlí
09.00 Líkaminn vakinn
16.00 Lagasamkeppni
18.00 - 20.00 Magadans fyrir alla
23.00 Ball með „Í svörtum fötum“,
16 ára aldurstakmark.
Sunnudagur 20. júlí
15.00 Uppskeruhátíð. Sýning þátttak-
enda, Sýning listamanna frá
Cirkus Cirkör og magadans-
meyjanna Helgu Brögu og Josy
Zareen. Grafíksýningin „Og hvað
á barnið að heita?“ opnuð.
Hljómsveitin BRIS spilar.
STEINUNN
BIRNA RAGN-
ARSDÓTTIR
Hefur verið list-
rænn stjórnandi
Reykholtshátíð-
ar frá upphafi.
Reykholtshátíð:
Sígild tónlist í
sögulegu umhverfi
Listahátíð ungs fólks:
Sköpunarkrafturinn
virkjaður fyrir austan
LISTAHÁTÍÐ UNGS FÓLKS Á AUSTURLANDI
Var vel sótt í fyrra og ekki er von á öðru en ungt fólk fjölmenni á LungA á Seyðisfirði í júlí
enda verður margt áhugavert á seyði.