Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 4
4 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR Viltu að Guðjón Þórðarson verði næsti þjálfari Barnsley? Spurning dagsins í dag: Hefurðu keypt einhver hlutabréf á árinu? Niðurstöður gærdagsins á www.frett.is 10% 41% Nei Já 49%Alveg sama Kjörkassinn Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun frétt.is Landbúnaðarráðherra segir mjólkurkvótaverð ógnvænlegt: Boðar lægri styrki í framleiðslu LANDBÚNAÐUR Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segist enga trú hafa á að samningar ríkis og mjólkurframleiðenda verði fram- lengdir óbreyttir þegar núverandi samningur rennur út eftir tvö ár. Guðni segir í Bændablaðinu að Evrópulönd hafi ljáð máls á því í viðræðum um samninga Alþjóða viðskiptastofnunarinnar að minnka verulega framleiðslustuðning við landbúnað. Af því verði Íslendingar að taka mið: „Þess vegna óar mig við því að sjá bændur kaupa sér kvóta aðeins tveimur árum áður en núverandi mjólkursamningur rennur út á verði sem mér þykir ógnvænlega hátt. Ég hef margsagt bændum að ég hafi enga trú á að komandi samn- ingur verði eins og sá sem er að líða.“ Snorri Sigurðsson, formaður Landssambands kúabænda, segir hátt kvótaverð um skeið hafa end- urspeglað markaðsaðstæður sem nú séu breyttar. Verðið hafi því lækkað aftur. Snorri segir að taka verði mið af alþjóðasamningum en að þeim sé þó ólokið. „Það eina sem liggur fyrir er loforð stjórnarflokkanna um að komandi samningar byggi á því kerfi sem við höfum í dag,“ segir hann. Ekki náðist í landbúnaðarráð- herra, sem hefur verið erlendis. ■ Ungur maður dæmdur í 30 daga fangelsi: Olli umferðaróhappi af ásetningi DÓMSMÁL Rúmlega tvítugur mað- ur var dæmdur í 30 daga fang- elsi og til að greiða Íslandspósti rúmar 300.000 krónur í skaða- bætur fyrir tryggingasvik. Mað- urinn varð í mars 2001 af ásetn- ingi valdur að umferðaróhappi og tókst með því að svíkja 180.000 krónur út úr Sjóvá-Al- mennum. Annar maður var einnig ákærður þar sem hinn dæmdi hélt því fram að þeir hefðu sam- mælst um að fremja brotið. Mennirnir tveir höfðu nokkru áður starfað saman þar sem meðákærði var yfirmaður þess dæmda. Hafði meðákærði sagt hinum dæmda upp störfum vegna fíkniefnaneyslu og var því hugsanlega um hefnd að ræða að hálfu þess dæmda. Var hann því sýknaður af ákærunni. Auk þess að greiða Íslands- pósti skaðabætur vegna skemmda á bifreiðinni sem maðurinn ók var hann jafnframt dæmdur til þess að greiða allan sakarkostnað. ■ Svíþjóð: Syndsam- legur ís SVÍÞJÓÐ, AP Hvítasunnukirkjan í Umeå í Svíþjóð hefur rift samn- ingi við einn stærsta ísframleið- anda landsins. Ástæðan er sú að nokkrar ístegundir eru seldar undir nöfnum sem vísa til höfuð- syndanna sjö. Kirkjunnar mönn- um þótti óviðurkvæmilegt að bjóða upp á íspinna sem báru nöfn eins og öfund eða græðgi. Ísinn syndsamlegi verður því ekki á boðstólum í sumarbúðum kirkj- unnar. Ósagt skal látið hvort ákvörðunin hefur úrslitaþýðingu fyrir afkomu ísframleiðandans en um 50 börn dvelja í umræddum sumarbúðum hverju sinni. ■ DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi þrítugan Íslending, Rúnar Ben Maitsland, í fimm ára fangelsi og tæplega sextugan Þjóðverja, Claus Friehe, í tveggja ára og sex mánaða fangelsi fyrir stórfelld fíkniefnabrot. Friehe var tekinn á Keflavíkur- flugvelli með tæp 900 grömm af sterku amfetamíni og tæpt kíló af kannabisefnum. Hann sýndi lög- reglu sam- starfsvilja og af- henti Rúnari efnin, eins og til hafði staðið, í samráði við lögreglu. Það leiddi til hand- töku Rúnars. Málið tengist þýsk- um smyglhring sem upprættur var í Þýskalandi fyrir nokkru. Ís- lensk lögregla og þýsk hafa unnið saman að rannsókn málsins. Claus Friehe, sem var burðar- dýr, hlaut rúmlega tveggja og hálfs árs fangelsi. Við ákvörðun dómsins var litið til þess að hann var með hreint sakarvottorð. Hann játaði aðild að málinu og var samvinnufús við lögreglu. Það létti rannsóknina. Lögmaður Friehe sagði fyrir dómi að hann ætlaði að taka fjögurra vikna frest til að ákvarða hvort málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar. Rúnar Ben Maitsland var dæmdur fyrir þátttöku í innflutn- ingi fíkniefnanna með því að hafa tekið við þeim af Friehe. Lögregl- an hafði þá þegar lagt hald á efnin og sett gerviefni í þeirra stað. Ekki var tekið tillit til þess í dómnum að hann hafi ekki tekið við raunverulegum fíkniefnum, eins og lögmaður hans vildi að yrði gert. Rúnar neitaði sök að innflutningi, en játaði að hafa tek- ið við efnunum sem hann var grip- inn með. Hann sagði þau hafa verið ætluð til einkaneyslu. Þótti framburður og skýringar Rúnars í hæsta máta ótrúverðugar. Upp- tökur af símtölum og önnur gögn lögreglu auk framburðar Friehe þóttu sanna sekt Rúnars. Við ákvörðun dómsins var litið til þess að hann rauf skilorð. Hann hlaut fjögurra ára fangelsi árið 2000 fyrir hlutdeild í Stóra fíkni- efnamálinu, eins og það var kall- að. Hann hefur hlotið níu refsi- dóma frá árinu 1990. Ólafur Sigurgeirsson, lögmað- ur Rúnars, segir fimm ára fang- elsi allt of háan dóm og hafa þeir ákveðið að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Þeir segja aðild Rúnars ekki eins mikla og ákæru- valdið heldur fram og að Friehe sé aðalmaðurinn og hafi staðið í stanslausum innflutningi á milli landanna. Ólafur segir einkenni- legt að Friehe hafi fengið vægari dóm en Rúnar. Rúnar hafi tekið við gerviefnum og ekki hafi ver- ið hringt í hann til að láta vita af komu fíkniefnanna til landsins. Hringt hafi verið í bróður hans. „Þetta var ekki fullframið brot heldur tilraun til að taka við fíkniefnum. Ekki hefur sannast á hann innflutningur né dreifing efnisins til fjölda manna og því er harkalegt að dæma í svo þunga refsingu,“ segir Ólafur Sigurgeirsson. Saksóknari krafðist þess að Rúnar Ben sætti gæsluvarðhaldi á meðan mál hans yrði rekið fyr- ir Hæstarétti, til 24. september. Einnig krafðist hann gæsluvarð- halds yfir Claus Friehe til hádeg- is 24. júlí, á meðan ákvörðunar- tími til áfrýjunar stendur yfir. Til frádráttar dóma þeirra beggja kemur óslitið gæsluvarðhald síð- an 8. nóvember í fyrra. hrs@frettabladid.is Smáralind: Stórt tívolí kemur TÍVOLÍ „Þetta er stærsta tívolí sem komið hefur til Íslands,“ segir Helga Thors, markaðs- stjóri Smáralindar. Breska tívolíið Fun-Land er væntanlegt hingað til lands á ný og verður nú staðsett við Smára- lind. Tívolíið verður formlega opn- að klukkan 17 á föstudaginn og verður starfandi í mánuð, til 27. ágúst. Að sögn Helgu eru ný og spennandi tæki væntanleg með tívolíinu í ár, meðal annars tæk- ið „Freak out“, sem er stærsta tívolítæki sem komið hefur hingað til lands. ■ ROMANO PRODI Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins hvetur Breta til þess að taka upp evruna. Evran í Bretlandi: Pólitísk ákvörðun LUNDÚNIR, Ákvörðun bresku ríkis- stjórnarinnar um að fresta upp- töku evrunnar er fyrst og fremst pólitísk, að mati Romano Prodi, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Prodi dreg- ur í efa þá yfirlýsingu Breta að ákvörðunin hafi verið tekin með hliðsjón af efnahagslegri stöðu landsins. Í viðtali við BBC segist Prodi hafa beðið þess lengi að Bretar gengju í myntbandalagið. Hann hafi því orðið fyrir miklum von- brigðum þegar ljóst varð að ekki yrði af upptöku evrunnar á næst- unni. Prodi hvatti Breta til að taka skýra afstöðu í málinu til að veikja ekki stöðu sína innan Evr- ópusambandsins. ■ Byggðastyrkir í Noregi: Hafa áhyggj- ur af Íslandi NOREGUR, NRK Íslendingar geta komið í veg fyrir að Norðmenn beiti undanþáguákvæði í samn- ingum um Evrópska efnahags- svæðið vegna byggðamála í Norður-Noregi og veiti fyrir- tækjum þar skattaívilnanir. Þetta er fullyrt á fréttavef Norska ríkisútvarpsins, NRK. Eftirlitsstofnun EFTA hefur tekið ólíklega í óskir Norð- manna þess efnis að slíkum að- gerðum verði áfram beitt en ætlunin er að afnema alla byggðastyrki á næsta ári. Norð- menn vilja beita sérstöku und- anþáguákvæði en það er þó að- eins hægt ef öll EFTA-ríkin þrjú, Noregur, Sviss og Ísland, sammælast um það. Íslendingar eru andvígir byggðastyrkjum líkt og Norðmenn hafa beitt og því litlar líkur á að þeir fallist á undanþágur til handa Norð- mönnum. Að sögn NRK ætlar Ansgar Gabrielsen, atvinnumálaráð- herra Noregs, að taka málið upp við Íslendinga á ráðherrafundi EFTA í Kristiansand í Noregi í dag. ■ GUÐNI ÁGÚSTSSON Landbúnaðarráðherra segir viðræður Evr- ópulanda og Alþjóðaviðskiptastofnunarinn- ar benda til þess að draga þurfi úr ríkis- styrkjum við mjólkurframleiðendur. RÚNAR MAITSLAND OG ÓLAFUR SIGURGEIRSON, LÖGMAÐUR HANS Rúnar var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir hlutdeild sína í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða. ■ Lögreglan hafði þá þegar lagt hald á efnin og sett gerviefni í þeirra stað. Fimm ára fangelsi er harkaleg refsing Rúnar Ben Maitsland var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir þátttöku í innflutningi og móttöku fíkniefna. Lögmanni hans þykir það harkaleg refsing. Hann hefur ákveðið að áfrýja til Hæstarétt- ar. Ekki hefur verið ákveðið hvort tveggja ára og sex mánaða dómi yfir Claus Friehe verði áfrýjað. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI ÍSLANDSPÓSTUR Ungur maður var dæmdur til þess að greiða Íslandspósti rúmar 300.000 krónur í skaðabætur fyrir tjón sem hann olli á bif- reið fyrirtækisins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.