Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 35
50 ÁRA „Maður verður nú að gera sér einhvern dagamun þar sem vinir og ættingjar geta hist,“ seg- ir Kristján L. Möller, alþingismað- ur og varaþingflokksformaður Samfylkingarinnar sem er 50 ára í dag. „Ég mun hafa þetta tvískipt og halda smá samkvæmi á Siglu- firði laugardaginn 19. júlí í Síld- arminjasafninu, nánar tiltekið í Gránu. Þar er verið að byggja upp gamla síldarverksmiðju og mér finnst tilhlýðilegt að gera þetta þar vegna þess að ég rétt náði í skottið á síldarævintýrinu.“ Kristján bætir því svo við að þessa sömu helgi ætli Siglfirðing- ar sem fæddir eru árið 1953 að koma saman þannig að það má bú- ast við heilmiklu fjöri á Sigló í kringum afmælisveisluna. „Ég geri svo eitthvað hérna sunnan heiða með fjölskyldunni og mínum nánustu enda búa margir ættingjar mínir hérna. Annars hefur fjölskyldan gert mikið af því að koma saman í sumar og það er lítill skortur á til- efnum til þess en miðsonur minn var að útskrifast sem stúdent frá tölvubraut Iðnskólans, sá elsti var að klára viðskiptafræðina og syst- urdóttir mín var að útskrifast sem læknir. Þá er einn mágur nýorð- inn sextugur og móðir mín verður 80 ára í haust þannig að það er mikið um veisluhöld í familíunni um þessar mundir.“ Kristján segist reyna að vera sem mest á Siglufirði á sumrin. „Þetta er samt að breytast eftir að kjördæmið varð svona stórt og nú verður maður fleiri daga í burtu. Það felst nefnilega meira í þing- mannsstarfinu en það sem sést frá þinghúsinu og það er mikið um ferðalög, heimsóknir, viðtöl og viðræður við fólk.“ Þegar Kristján er spurður hvort einhverjir sérstakir afmæl- isdagar standi upp úr í minning- unni rifjar hann upp skemmtilega afmælisveislu þegar hann hélt upp á fertugsafmælið á Siglufirði fyrir tíu árum. „Sautján ára afmælisdagurinn er mér alltaf minnisstæður en þann dag fékk ég langþráð öku- skírteinið. Þá var átján ára af- mælið ekki síður spennandi en þá fékk maður loksins kosningarétt. Ég man nú ekki hvenær ég fékk að kjósa fyrst en ég hef kosið rétt síðan þá.“ thorarinn@frettabladid.is 35FIMMTUDAGUR 26. júní 2003 Pondus eftir Frode Øverli Afmæli KRISTJÁN L. MÖLLER ■ alþingismaður er 50 ára í dag. Hann gerir ráð fyrir að halda upp á tímamótin í tvennu lagi; með veislu á Siglufirði í júlí og með fjölskyldunni og nánustu ættingj- um sunnan heiða. 4,7 í einkunn af 5 mögulegum samkvæmt frétt Morgunblaðsins 24. júní sl. um könnun Neytendasamtakanna á 14 tegundum morgunkorns. Hollasta morgun- kornið! Hafðu það gott! KRISTJÁN L. MÖLLER „Ég ætla nú samt að vona að menn reyni að taka sér smá frí þó það sé ekki mjög auð- velt og ég stefni að því að skreppa aðeins til útlanda og fullhlaða batteríin eftir kosn- ingabaráttuna.“ Veisla í gamalli síldarvinnslu FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M ■ Jarðafarir 13.30 Borgþór Ómar Pétursson, Vest- urvangi 1, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Víðistaðakirkju. 13.30 Rögnvald Kjartansson, Víðigrund 35, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 14.00 Ingólfur Jónsson, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsung- inn frá Akraneskirkju. 15.00 Aðalheiður Halldóra Guðbjörns- dóttir verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði. Þýski leikarinn Horst Tappert, sem kunnur er úr Derrick-þáttunum, varð fyrir fólskulegri árás konu á sextugsaldri í München í gær! Konan hafði Tappert undir og veinaði: EKKI HÆTTA, DERRICK! EKKI LÁTA HARRY TAKA YFIR! Ó, DERRICK, DERRICK! Að lokum var hún yfir- buguð af lögreglu og mjög afbrýðisömum dverg! Haft var eftir Horst Tappert: „Mein Gott! Donnerwett- er!“ Mamma þín setur nýtt met! Ekki orð!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.