Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 26.06.2003, Blaðsíða 38
Þeir vakna stundvíslega klukk-an fimm á morgnana og vekja okkur hjónin með gargi,“ segir Pétur Einars- son, fiskverkandi í Vogum á Vatnsleysuströnd, um tvo hrafna sem haldnir eru í búri rétt fyrir utan svefn- herbergisgluggann hjá hon- um. Þar hafa þeir verið í tvo mánuði í stóru hænsnanets- búri og Pétri er sagt að til standi að nota þá í kvikmynd. Meira veit hann ekki en svefn- leysið er farið að setja mark sitt á fjölskyldulífið í Heiðargerði 4 í Vogum, þar sem Pétur býr ásamt eiginkonu sinni. Þau hjónin hafa reynt að fara hefðbundnar leiðir til að fá svefnfrið: „Ég hef látið lögregluna í Keflavík vita en þeir gera ekki neitt og benda á heilbrigðiseftir- litið. Þar fæ ég þau svör að hrafn- ar séu ekki meindýr og falli því ekki undir starfssvið eftirlitsins. Sem betur fer held ég til vinnu um hálfáttaleytið á morgnana þannig að ég þarf ekki að hlusta á gargið í hröfnunum allan daginn. Á kvöldin getum við hjónin sem betur fer horft á sjónvarp því stofan okkar er í öðrum enda hússins og sem betur fer fara hrafnar snemma að sofa eins og við,“ segir Pétur, sem telur að hrafnahald sem þetta brjóti í bága við dýraverndarlög: „Þar segir að bannað sé að hefta frelsi villtra fugla,“ segir hann. Á daginn sækja frjálsir hrafn- ar að búri hinna árrisulu hrafna í Heiðargerðinu og kankast á við þá með gamalkunnugu krunki, sem breytist þó í einhvers konar smelli þegar atgangurinn er hvað mestur: „Ég veit ekki mitt rjúk- andi ráð,“ segir Pétur. eir@frettabladid.is Hrósið 38 26. júní 2003 FIMMTUDAGUR Það er náttúrlega heilmikið aðbreyta svona til, en mér líst bara vel á það,“ segir Halldór Kristjáns- son, sem stendur upp úr stól inn- heimtustjóra hjá afnotadeild Ríkis- útvarpsins eftir sextán ára starf. Stefnan er tekin á Sauðárkrók, þar sem Halldór hefur ráðið sig á Þró- unarsvið Byggðastofnunar. „Eftir Verzlunarskólapróf vann ég lengi sem verslunarmaður. Það hefur verið reglan hjá mér að vera svona fimm til sex ár á hverjum stað,“ segir Halldór, sem braut þá reglu hjá útvarpinu. Áður en hann kom til Ríkisút- varpsins bjó hann ásamt eiginkonu sinni og þremur börnum í New York. „Ég var að vinna fyrir Sam- bandið og Álafoss og fór um allt að selja íslenska ull. Þetta gekk vel og það var gaman að þessu.“ Á starfstímanum í Ríkisútvarp- inu fór Halldór í nám og útskrifað- ist sem stjórnsýslufræðingur árið 1999. „Námið er auðvitað að hluta til ástæða þess að ég tek mig upp núna. Að ég fái tækifæri til að nota það sem ég lærði.“ Halldóri finnst ekki mikið mál að flytja frá Reykjavík út á land. „Þó maður fari út af malbikinu er það bara til að gera mann svolítið frjórri. Ég tel að ég geti gert ágætt gagn á landsbyggðinni. Þó að ég hafi búið á Manhattan, þá er ég landsbyggðarmaður. Ég sé voða lít- inn mun á Króknum og Manhattan.“ Félagsmál eru mikið áhugamál. Halldór er í stjórn Félagsfræðinga- félagsins. Hann er einnig mikill áhugamaður um fótbolta, spilaði með KS í gamla daga en er eitil- harður KR-ingur í dag. Flutti rétt við KR-völlinn þegar hann kom frá Bandaríkjunum og keppti með öldungunum í fyrra og er skráður í ár. ■ Persónan HALLDÓR KRISTJÁNSSON ■ Halldór Kristjánsson hættir nú sem innheimtustjóri Ríkisútvarpsins eftir sextán ára starf. Við taka flutningar til Sauðárkróks. Fuglasöngur PÉTUR EINARSSON ■ fiskverkandi í Vogum á Vatnsleysuströnd vaknar fyrir allar aldir með hrafnsgarg í eyrum. Hann veit ekki sitt rjúkandi ráð og vill það eitt að fá að sofa eins og aðrir. Imbakassinn ...fær Dorrit Moussaieff fyrir að gegna hlutverki eiginkonu forseta Íslands af stakri prýði. Enginn munur á Manhattan og Króknum Já, já...góði Guð, já! HALLDÓR KRISTJÁNSSON Lék fótbolta með Knattspyrnufélagi Siglu- fjarðar á árum áður. Nú er hann eldheitur KR-ingur. Sefur ekki fyrir hrafnagargi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M HRAFNINN Vaknar klukkan fimm á morgnana og byrj- ar að garga án afláts.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.