Fréttablaðið - 01.07.2003, Side 1

Fréttablaðið - 01.07.2003, Side 1
TÓNLIST Engar langlokur bls. 12 KYNFERÐISBROT Umsjónarmaður unglingastarfs björgunarsveitar í meðalstóru bæjarfélagi á lands- byggðinni hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart ung- lingum sem voru í umsjón hans. Í ákærunni segir að í ágúst árið 2001 hafi maðurinn ýtt fimmtán ára stúlku inn í hunda- búr og læst hana nauðuga þar inni. Hann er einnig kærður fyrir að hafa kippt niður sundbuxum annarrar stúlku þar sem þau voru stödd í sundlaug staðarins ásamt fleiri unglingum. Árið 2001 á fundi hjá björgunarsveitinni mun hann hafa ýtt sömu stúlku niður í aftursæti á bíl, lagst ofan á hana og viðhaft samfarahreyfingar. Veturinn 2000 til 2001 hafði hann ítrekað klipið í geirvörtur ung- lingsdrengja sem voru undir hans umsjón, og snúið fast upp á þær samkvæmt kærunni og klipið um kynfæri í það minnsta eins drengjanna. Auk þess viðhafði hann niðurlægjandi og kynferðis- legt orðbragð við unglinga sem hann hafði umsjón með. Félagsmálafulltrúi á staðnum segir málið hafa uppgötvast þeg- ar börn og foreldrar leituðu til fé- lagsmálayfirvalda á staðnum. Upp frá því hafi komist á sam- starf félagsmályfirvalda og björgunarsveitarinnar vegna málsins og rætt hafi verið við þolendur. Fyrstu dagana og mán- uðina eftir að þetta kom upp hafi verið unnið í samstarfi við for- eldra og börn og fleiri en eitt at- vik hafi verið skoðað sérstaklega. „Þetta er hrein og klár hörm- ung, mjög leiðinlegt mál í alla staði. Það er mjög leitt til þess að vita að leiðtogi í æskulýðsstarfi hafi haft uppi slíkt framferði. Fólk eins og hann er ekki góðar fyrirmyndir fyrir börn og aðra í æskuliðsstarfi. Sem betur fer voru þetta það sterkir einstakling- ar í krakkahópnum að þau sögðu frá framferðinu og sættu sig ekki við það. Enda eiga hvorki börn eða nokkur maður að þurfa að þola svona framkomu,“ segir félags- málafulltrúinn. „Svona mál eru ömurleg,“ sagði sóknarpresturinn á staðn- um. Að öðru leyti sagðist hann ekki geta tjáð sig um málið þar sem hann gæti þurft að sinna bæði meintum geranda og þeim sem standa að ákærunni. Formaður björgunarsveitarinnar á staðnum vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. hrs@frettabladid.is MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 12 Leikhús 12 Myndlist 12 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 16 KVÖLDIÐ Í KVÖLD ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2003 – 146. tölublað – 3. árgangur ANDLÁT Hepburn kveður bls. 15 AFMÆLI Ár mæld í plötum bls. 20 STA Ð R EY N D UM A U K I N F O R YS TA Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003 29,1% 53,4% 65,9% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V Rútubílatónleikar TÓNLIST Maggi Eiríks og KK eru með útgáfutónleika fyrir nýju „rútubílaplötuna“ sína „Ferðalög“ klukkan 12:30 á umferðarmiðstöð BSÍ. Diskurinn samanstendur af 22 íslenskum sönglögum sem flestir þekkja, settum saman á geisladisk í fyrsta sinn. Annars hendis er til- gangur útgáfunnar að fá fólk til að syngja sjálft í sumar og því öllum guðvelkomið að raula með á BSÍ. Þýskalandsforseti í opinberri heimsókn HEIMSÓKN Johannes Rau, forseti Þýskalands, og Christina kona hans koma í þriggja daga opinbera heimsókn í dag. Hann hittir Ólaf Ragnar Grímsson forseta í dag og Davíð Oddsson forsætisráðherra á morgun. Fimm leikir í bikarnum FÓTBOLTI Fimm leikir fara fram í 16 liða úrslitum bikarkeppni karla í kvöld. FH-ingar taka á móti Þrótti, Þór fær Víking í heimsókn, Fram og Haukar eigast við í Laugardaln- um, Keflvíkingar sækja Skaga- menn heim og ÍBV og Grindavík etja kappi í Vestmannaeyjum. Leikirnir hefjast klukkan 19.15. Umsjónarmaður unglinga ákærður Maður á fertugsaldri er ákærður fyrir kynferðisbrot gagnvart unglingum í umsjá hans. Upp komst um framferði hans vegna fregna frá börnum og foreldrum. Félagsmálafulltrúi í byggðarlaginu segir þetta mál hreina og klára hörmung, hvorki börn né nokkur maður eigi að þola framkomu sem þessa. KÖNNUN Fréttablaðið eykur enn forskot sitt á hin dagblöðin sam- kvæmt nýrri fjölmiðlakönnun Gallup sem gerð var í júní. Meðal- lestur Fréttablaðsins á landinu mælist nú 65,9 prósent, 4,2 pró- sentustigum meiri en í mars síð- astliðnum. Meðallestur Frétta- blaðsins í könnuninni er meiri en mælst hefur áður hjá dagblaði á Íslandi. Meðallestur Fréttablaðs- ins er einnig meiri en meðallestur, -áhorf eða -hlustun annarra fjöl- miðla á Íslandi. Fréttablaðið er því ekki aðeins mest lesna dag- blaðið á Íslandi heldur sá íslensk- ur fjölmiðill sem flestir nota. Sem fyrr hefur Fréttablaðið yf- irburði yfir hin dagblöðin á öllum landsvæðum, meðal allra aldurs- hópa, beggja kynja og er mest les- ið alla útgáfudaga. Meðallestur Morgunblaðsins mælist nú 53,4 prósent, 12,5 prósentustigum undir meðallestri Fréttablaðsins. Meðallestur DV er 29,1 prósent, 36,8 prósentustigum minni en Fréttablaðsins. Bæði Morgunblað- ið og DV auka við lestur sinn frá mars. Eins og fram hefur komið má rekja hluta af þeirra aukningu til frídreifingar blaðanna. En heilt yfir er augljóst að dagblaðalestur hefur aukist á sama tíma og minna er horft á sjónvarp og minna hlustað á útvarp. „Fréttablaðið er nú komið í stöðu sem enginn íslenskur miðill hefur haft. Sú staðreynd mun hvetja okkur til að gera enn betur í framtíðinni. Og það er margt í deiglunni; til dæmis útgáfa sunnu- dagsblaðs eftir tæpar tvær vikur,“ segir Gunnar Smári Egilsson, rit- stjóri Fréttablaðsins. ■ HORFT Í ÖLDUNA Dægradvöl manna er misjafnlega ævintýraleg. Þessi kajakræðari lét öldurótið fyrir utan Djúpalónssand á Snæfells- nesi ekki stöðva sig. REYKJAVÍK Norðvestlæg átt, 3-5 m/s og bjartviðri. Lítilsháttar súld síðdegis. Hiti 10 til 15 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 3-8 Skúrir 12 Akureyri 3-5 Léttskýjað 14 Egilsstaðir 3-5 Skýjað 12 Vestmannaeyjar 3-8 Skúrir 12 ➜ ➜ ➜ ➜ + + FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Fjölmiðlakönnun Gallup: Fréttablaðið eykur forskotið Breskir stjórnendur: Lygnir há- launamenn LONDON, AP Laun stjórnenda breskra fyrirtækja eru allt of há og þeim er vart treystandi, sam- kvæmt nýlegri könnun Financi- al Times. Samkvæmt könnuninni telja fjórir af hverjum fimm svar- endum að stjórnendur breskra fyrirtækja segi vart satt orð og 78% telja laun stjórnendanna of há. Niðurstöður könnunarinnar fylgja í kjölfar bylgju andúðar breskra hluthafa vegna rausnar- legra starfslokasamninga til handa stjórnendum sem yfir- gefa fyrirtæki á fallanda fæti. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.