Fréttablaðið - 01.07.2003, Síða 6

Fréttablaðið - 01.07.2003, Síða 6
ÁKÆRA Tveir lögregluþjónar í Reykjavík hafa verið ákærðir af ríkissaksóknara fyrir ólöglegar handtökur, ranga skýrslugerð og brot í opinberu starfi. Annar lögreglu- þjónninn kom einn að fyrri handtök- unni. Hann er sak- aður um að hafa handtekið rúmlega tvítugan mann á veitingastað í Hafnarstræti og fært hann á lögreglustöð án nægi- legra ástæðna eða tilefnis. Báðir lögregluþjónarnir eru sakaðir um að hafa handtekið mann um þrítugt fyrir framan veitingastað í Tryggvagötu og fært hann á lögreglustöð án þess að ástæður eða tilefni væru til. Lögregluþjóninum sem stóð að fyrri handtökunni er einnig gefið að sök að hafa beitt úðavopni gegn þrítugum manni án ástæðna eða tilefnis. Þá eru þeir báðir ákærðir fyrir ranga skýrslugerð, til skýringar notkun á úðavopni. Var skráð að múgæsingur um og yfir tíu manna hafi brotist út eft- ir handtökuna í Tryggvagötu. Þar hafi þeir haldið að maður hafi ætlað að ráðast að lögreglubíln- um. Því hafi verið nauðsynlegt að nota úðavopn til að lögregla kæmist af vettvangi án frekari átaka. „Þegar málið fór til ríkissak- sóknara óskaði embættið eftir því að öðrum þeirra yrði strax vikið úr starfi. En ríkislögreglustjóri ákvað að víkja þeim báðum úr starfi á meðan rannsókn málsins á sér stað. Þegar málinu öllu er lok- ið ákveður ríkislögreglustjóri hvort mennirnir komi aftur til starfa eða ekki,“ segir Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. hrs@frettabladid.is 6 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Sjávarútvegur ■ Sjávarútvegur GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 76.56 0.17% Sterlingspund 126.37 -0.09% Dönsk króna 11.77 0.16% Evra 87.47 0.22% Gengisvístala krónu 123,73 0,23% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 329 Velta 15.491 m ICEX-15 1.501 0,41% Mestu viðskiptin Skeljungur hf. 6.136.262.600 Sjóvá-Almennar hf. 1.993.394.124 Eimskipafélag Íslands hf. 1.328.239.650 Síldarvinnslan hf. 755.995.000 Kaupþing Búnaðarb. hf. 483.904.498 Mesta hækkun Flugleiðir hf. 3,41% Eskja hf. 2,63% Síldarvinnslan hf. 2,17% Eimskipafélag Íslands hf. 1,54% Pharmaco hf. 1,52% Mesta lækkun Þormóður rammi-Sæberg hf. -5,00% Skeljungur hf. -4,46% Skýrr hf. -2,94% Landssími Íslands hf. -2,73% Vinnslustöðin hf. -2,56% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ: 8975,1 -0,2% Nasdaq: 1622,6 -0,2% FTSE: 4031,2 -0,9% Nikkei: 9083,1 -0,2% S&P: 974,8 -0,2% *Bandarískar vísitölur kl. 17.00 Veistusvarið? 1Hvað heitir þjóðaröryggisráðgjafiBandaríkjanna sem heimsótti Ísrael síðustu helgi? 2Hver er formaður utanríkismála-nefndar? 3Hvaða góðkunnu tónlistarmennstanda á bak við „rútúbílaplötuna“ Ferðalög sem kom út í gær? Svörin eru á bls. xx JAPAN Japanskir vísindamenn telja víst að mýs geti sagt fyrir um jarðskálfta. Þeir veittu at- hygli breyttri hegðun músanna þegar þær komust í snertingu við rafsvið og segulsvið, líkt og stundum fylgja jarðskjálftum. Styrkurinn er sýnu minni en mannskepnan getur skynjað en mun rugla innri klukku mús- anna. Takeshi Yagi, prófessor við Osaka-háskóla, segist fyrst hafa veitt athygli undarlegri hegðun músa á rannsóknastofu sinni fyrir átta árum, degi áður en öfl- ugur jarðskjálfti skók japönsku hafnarborgina Kobe. Uppnám músanna þá hafi verið greini- legt. Líffrræðingar benda á að erfitt geti verið að skilgreina óvenjulega hegðun músa. Tak- markað gagn kunni því að vera af þessari uppgötvun. Fjöldi frásagna er til af und- arlegri hegðun dýra í aðdrag- anda náttúruhamfara líkt og jarðskjálfta. Í Kína er geddan sögð stökkva upp úr kerjum, snákar í Mexíkó ku yfirgefa holur sínar og í Bandaríkjunum fullyrðir vísindamaður að fjöldi auglýs- inga í dagblöðum um týnd gælu- dýr gefi til kynna jarðskjálfta. Japanskir vísindamenn hyggjast rannsaka frekar hæfi- leika músa til að spá fyrir um jarðskjálfta. ■ Sænska ríkisstjórnin: Vill her- skyldu fyrir konur SVÍÞJÓÐ, AP Sænska ríkisstjórnin vill að herinn hugi að herskyldu fyrir konur. Sænska varnarmálaráðu- neytið segir þetta lið í því að auka skilvirkni herja Norðurlanda, auk þess sem þetta sé liður í átt til auk- ins jafnréttis. „Það er mikilvægt að jafnréttis- baráttan nái einnig til hersins,“ sagði Magnus Edin, talsmaður sænska varnarmálaráðuneytisins. Árlega eru 17.000 manns kvadd- ir í herinn, en þar af eru aðeins 300 konur. Af 12.000 manna herliði Svía eru aðeins 430 konur. ■ LÖGREGLUMÁL Bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir í Bakkavör er óhressir með að hafa engin svör fengið frá sænsku lögregl- unni um framgang rannsóknar á meintum innherjasvikum þeirra bræðra. „Svo virðist sem lögreglan sé farin í sumarfrí og komi ekki aft- ur fyrr en júlí er á enda. Maður er orðinn hálf dapur yfir þessu,“ seg- ir Ágúst. Sænska lögreglan hefur grun- semdir um að Ágúst og Lýður og fjórir aðrir einstaklingar hafi á ólöglegan hátt nýtt sér trúnaðar- upplýsingar til að hagnast á hluta- bréfakaupum í sænska bankanum JP Nordiska. Kaupþing yfirtók bankann í fyrrahaust og hækkuð hlutabréf JP Nordiska þá nokkuð í verði. Ágúst hefur áður sagt þá bræð- ur alsaklausa af öllum innherja- svikum. Þeir hafi einfaldlega keypt bréf í JP Nordiska í fyrra- sumar eftir upplýsingum sem öll- um voru aðgengilegar í fjölmiðl- um og opinberum verðbréfavefj- um. Að sögn Ágústs hefur rannsókn sænsku lögreglunnar komið illa við þá bræður: „Ég get ekki nefnt nein sérstök dæmi þar sem þetta hefur skemmt fyrir en þetta hjálpar svo sannarlega ekki.“ Sænska lögreglan hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um stöðu rannsóknarinnar. ■ JACK STRAW OG MOHAMMAD KHATAMI „Enginn skyldi bera saman Íran og Írak hvað varðar stjórnkerfi eða þá hættu sem af þeim stafar,“ segir Straw. Jack Straw: Útilokar árás á Íran LUNDÚNIR Bresk yfirvöld munu ekki undir nokkrum kringum- stæðum gefa samþykki sitt fyrir því að gerð verði árás á Íran, að sögn Jack Straw, utanríkisráð- herra Breta. Straw hefur nýlokið tveggja daga heimsókn til Íran. Í viðtali hjá BBC sagði Straw að ekki væri hægt að bera saman Íran og Írak hvað varðaði stjórn- kerfi landanna eða þá hættu sem af þeim stafaði. Hann ítrekaði að enginn vissi hvort Íranar væru að þróa kjarnorkuvopn en sagðist myndu hvetja Mohammad Khatami, forseta landsins, til að heimila frekara eftirlit með kjarnorkuframleiðslu landsins. ■ Mýsnar magnaðar samkvæmt nýrri japanskri rannsókn: Geta sagt fyrir um jarðskjálfta NÆMARI EN MENN Dýr ku skynja yfirvofandi hættu mun betur en mannskepnan. Segulbylgjur sem fylgja hamförum eins og jaðskjálftum rugla innri klukku þeirra og hyggjast vísindamenn rannsaka fyrirbærið betur. Bakkabræður óhressir með tímafreka rannsókn: Sumarfrí tefja rannsókn Svía KAUPÞING Bræðurnir í Bakkavör eignuðust stóran hlut í Kaupþingi í lok síðasta árs. Þeir eru sakað- ir um að hafa misnotað trúnaðarupplýsing- ar úr Kaupþingi hálfu ári áður til að hagnast á hlutabréfakaupum í Svíþjóð. AP /M YN D SÍLD Nær eingöngu vinnsluskip eru nú við veiðar á síld. Skipin eru við veiðar norður í Sval- barðalögsögu og því langt utan við íslensku lögsöguna. Veiðarnar ganga þó nokkuð vel, að sögn Freysteins Bjarnasonar, útgerð- arstjóra Síldarvinnslunnar í Nes- kaupstað. LOÐNA Fjöldi skipa er nú við veiðar á loðnu á Halamiðum norður af Vestfjörðum. Veiðarnar ganga að sögn ágætlega. ■ Gefið að sök að hafa beitt úða- vopni gegn þrí- tugum manni án nægilegra ástæðna eða tilefnis. LÖGREGLUÞJÓNAR ÁKÆRÐIR Lögregluþjónunum eru sakaðir um röng skýrslugerð, í skýrslu þar sem úðavopni var beitt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI Tilefnislausar handtökur Ríkissaksóknari hefur ákært tvo lögregluþjóna fyrir ólöglegar handtökur og ranga skýrslugerð. Mönnunum var vikið úr starfi tímabundið. Ríkislög- reglustjóri tekur ákvörðun að máli loknu um hvort þeir komi aftur til starfa.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.