Fréttablaðið - 01.07.2003, Side 8

Fréttablaðið - 01.07.2003, Side 8
Á áratug hefur örorkulífeyris-þegum á aldrinum 16 til 66 ára fjölgað úr tæplega 6.000 manns í vel yfir 10.000 manns. Fjölgunin frá árinu 1993 nemur 75% á sama tíma og Íslendingum á þessu ald- ursbili hefur fjölgað um ellefu prósent. Þeim sem fá greiddan ör- orkulífeyri hefur því fjölgað meira en sexfalt meira en lands- mönnum almennt. Fjölgun örorkulífeyrisþega var einna mest á tveimur tímabil- um á síðasta áratug. Mikil aukn- ing varð á fjölda örorkulífeyris- þega árin 1993 til 1995. Á þeim tíma var atvinnuleysi mikið, jókst úr einu prósenti 1991 í fimm pró- sent 1995. Næst varð mikil aukn- ing á árunum 1999 og 2000. Þá var lögum um mat á örorku breytt. Í kjölfarið jókst fjöldi örorkulífeyr- isþega um 16%. Fleiri atriði spila þó inn í þá fjölgun en lagabreyt- ingin ein. Þrátt fyrir að aukningin sé mikil hvort sem er litið til karla eða kvenna er aukningin heldur meiri meðal kvenna. Árið 1993 voru rúmlega 3.500 konur með ör- orkulífeyri. Tíu árum síðar hafði þeim fjölgað um nærri 3.000 eða 82%. Örorkulífeyrisþegum meðal karla fjölgaði um 66% á sama tímabili. Þeir voru nær 2.500 tals- ins fyrir tíu árum síðan en voru orðnir rétt rúmlega 4.000 á síð- asta ári. ■ Við á Fréttablaðinu erumánægð með niðurstöður fjöl- miðlakönnunar Gallup. Sam- kvæmt henni lásu að meðaltali um 66 prósent landsmanna hvert tölu- blað Fréttablaðsins fyrstu vikuna í júní síðastliðnum. Þetta er tæp- um 13 prósentustigum meiri lest- ur en á næsta blaði, Morgunblað- inu. Með öðrum orðum hefur Fréttablaðið 5 lesendur fyrir hverja 4 lesendur Morgunblaðs- ins. Þetta er mikill munur, ekki síst í ljósi yfirburðastöðu Morg- unblaðsins meðal íslenskra fjöl- miðla áratugum saman. En það er ekki samanburður- inn við aðra miðla sem gleður okk- ur. Könnunin leiðir í ljós að tæp 95 prósent íbúa Suðvesturhornsins lásu Fréttablaðið einhvern tímann í könnunarvikunni. Þegar tekið er tillit til þess að ekki eru allir vel læsir á íslensku og ekki eru alltaf allir heima við eða hafa aðstöðu til dagblaðalesturs af öðrum ástæð- um, þá er erfitt að ímynda sér að hægt sé að ná betri árangri. Við reiknuðum heldur ekki með að raunhæft væri að reikna með að rúm 76 prósent höfuðborgarbúa læsu blaðið að meðaltali hvern einasta dag. Enn síður að meðal- lestur á landsbyggðinni mældist tæp 49 prósent þar sem Frétta- blaðinu er aðeins dreift á sölu- staði utan Akureyrar. Það er því augljóst að þjóðin hefur tekið Fréttablaðinu einstaklega vel. Fyrir það erum við þakklát. Og því þakklæti fylgir einbeittur ásetningur um að standa enn bet- ur undir kröfum lesenda. Ég þarf ekki að minna lesendur á að Fréttablaðinu hafa alltaf fylgt úrtölumenn. Því hefur verið haldið fram að blaðið væri of ómerkilegt til að ná góðum lestri, að dreifing blaðsins í hvert hús á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesj- um og Akureyri væri óvinnandi verkefni og að enginn fjárhags- grundvöllur væri fyrir blaðinu. Könnun Gallup sýnir að þjóðin hefur tekið blaðinu einstaklega vel og það þarf ekki fleiri mæli- kvarða til að meta gæði þess. Könnunin sýnir einnig að dreifing Fréttablaðsins er öflug og góð. Og könnun Gallup sýnir einnig að góður fjárhagsgrundvöllur er fyr- ir rekstri Fréttablaðsins. Dagblað með svona yfirburði yfir önnur dagblöð – og í raun yfir alla aðra auglýsingamiðla – getur byggt upp góða hlutdeild í auglýsinga- markaðnum. Enginn annar fjöl- miðill býður auglýsendum upp á jafn mikinn fjölda lesenda eða áhorfenda. Þeir sem auglýsa í Fréttablaðinu eru einfaldlega að vinna á stærri markaði en þeir sem auglýsa í öðrum miðlum. Á meðan hér verður stunduð frjáls markaðsstarfsemi eru það verð- mæti sem fáir geta neitað sér um. Eftir tæpar tvær vikur mun Fréttablaðið hefja útgáfu á sunnu- dögum. Við sem vinnum að því vonumst til að mæta þörfum les- enda á þeim degi eins vel og aðra daga. Með sunnudagsútgáfunni mun Fréttablaðið koma út alla daga ársins að frátöldum allra helgustu dögum ársins. Um 75 pró- sent heimila á landinu munu þá fá Fréttablaðið heim til sín á hverjum morgni, alla daga vikunnar, allan ársins hring. Sambærileg útgáfa er óþekkt í heiminum. Það er fátítt að ókeypis dagblöð séu borin út í hús annars staðar í veröldinni og þá helst á mjög takmörkuðum svæðum. Það þekkist hvergi að ókeypis dagblað hafi víðlíka út- breiðslu á jafn stóru svæði eða nái að spanna bæði virka daga og helg- ar. Útgáfa Fréttablaðsins er því einstök tilraun og það kann að skýra hversu fáir höfðu trú á henni í upphafi. En það sem ekki hefur áður verið reynt er ekki alltaf vit- laust. Og líklega er það vitlausasta sem nokkur þjóð gerði að gera aldrei neitt nema það sem áður hefur verið gert. Það kallast stöðn- un. Og langvarandi stöðnun má kalla dauða. Góð staða Fréttablaðsins leiðir ekki af sér slæma stöðu annarra miðla. Bæði Morgunblaðið og DV auka við lestur sinn frá síðustu könnun. Það ræðst að hluta til af aukinni frídreifingu; bæði blöðin fengust ókeypis á útsölustöðum á upphafsdegi könnunarinnar og bæði blöðin buðu upp á fríáskrift. En sú staðreynd að dagblaðalest- ur eykst jafnt og þétt bendir til að góður rekstrargrundvöllur sé fyrir þremur dagblöðum á Ís- landi. Verkefni hvers blaðs er að marka sér bás til langframa og stilla væntingar sínar og mark- mið við þá stöðu. ■ Mín skoðun GUNNAR SMÁRI EGILSSON ■ skrifar um íslenska fjölmiðla í ljósi nýrrar fjölmiðlakönnunar Gallup. 8 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Útgáfufélag: Frétt ehf. Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason og Steinunn Stefánsdóttir Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Suðurgötu 10, 101 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Frétt ehf. Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands- byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Heimurinn er fljótur að skifta um grímu. Stundum fellur meira að segja alt í ljúfa löð sem snöggvast í veraldarsögunni - og þá er sjaldan von á góðu. (Halldór Laxness, Mbl. 28.feb. 1982). Það væri einkennilegur maðursem saknaði kaldastríðsins, nú eru aðrir tímar. En þvert ofan í það sem menn höfðu vonað og spáð hefur ekki horft eins ófriðlega í heiminum síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk. Það er engu líkara en snarast hafi á heimsbikkjunni þeg- ar þunganum létti öðru megin og nú hleypur hún hálffæld um mela og móa með gaddavírsflækjuna í stertinum. Að vonum brjóta menn heil- ann um hvað geti komið á nýju jafn- vægi. Þeir sem horfðu til Banda- ríkjanna hafa orð- ið fyrir vonbrigð- um, framganga þeirra er öll í anda herskás stórveldis: þeir pretta og svíkja og neyta bolabragða til að styrkja enn frekar valdastöðu sína. Við svofellt annarlegt ástand hafa sjónir manna beinst að Sam- einuðu þjóðunum, sem á dögum kalda stríðsins höfðu það hlut- verk að vera einskonar mál- fundafélag í ungliðahreyfingu. En hafa því miður reynst liðónýt- ar þegar kemur til framkvæmda og oftar en ekki ofboðið heims- byggðinni með ráðleysi sínu og tvístígandahætti. Og samt: sú hugsun verður æ ljósari að heimurinn er einn og mannkynið sem deilir jörðinni samflækt, að allt er ein orsaka- keðja, að fiðrildi sem blakar vængjum í Kína veldur andvara uppi á Íslandi. Hátæknistig sam- skiptanna hefur fangað alla ver- öldina í sama netið og tortíming- armáttur kjarnorkuveldanna nær til hnattkúlunnar allrar. Gagnsæir stjórnhættir Þetta samskipta- og gjöreyð- ingarstig krefst gegnsæis, að hver þjóð búi við fullkomnustu upplýs- ingar um skipan mála heima og heiman og tryggt sé að þjóðir heims fari í einu og öllu eftir þeim umferðarreglum sem við lýði eru. Leynd og pukur eru ógnun við al- heimsheill og skemmst er að minnast þess hve flatt Kínverjar fóru þegar þeir ætluðu að leyna uppkomu lungnabólgufársins nú á dögunum. Niðurstaðan er aðeins ein: tækni- og tortímingarstig mann- kyns krefst galopinna, gagnsærra stjórnarhátta. Sennilega hafa engar þjóðir nálgast þetta takmark í viðlíka mæli og Norðurlandaþjóðirnar (að fráteknu Íslandi). En jafnframt er morgunljóst hve mikið skortir á hjá flestum þjóðum heims og bráður lífsháski að til skuli vera ríki sem stefna hraðbyri að ýtr- ustu gereyðingartækni samfara villimennsku fullkominni í stjórn- arháttum. Sameinuðu þjóðirnar Og þá komum við aftur að Sameinuðu þjóðunum. Í dag telja þær 191 þjóð, þ.e. nær öll þjóð- ríki jarðar (Vatíkanið kýs að standa utan við). Með aðild sinni hafa þessi lönd skrifað undir svo og svo marga sáttmála um mann- réttindi, frelsi einstaklinga til orða og æðis og rétt þeirra til mannsæmandi lífs. En á sama tíma eru þessi sömu réttindi fót- umtroðin og ekki salernispapp- írsins virði hvenær sem stjórn- völdum ríkjanna hentar. Sem stafar af því að það er engin kvöð á þjóðunum að fara eftir því sem þær hafa samþykkt. Það er hægt að vera fullgildur limur í Sam- einuðu þjóðunum og samtímis ganga í skrokk á þegnum sínum, ráðast á önnur lönd eða hvað eina sem tilteknu ríkisvaldi dettur í hug á góðum degi - án þess að fulltrúar þeirra þurfi svo mikið sem hagræða bindishnútnum í salarkynnum SÞ. Og minnir á þegar Sovétríkin sáluðu skrifuðu undir hvern mannréttindasátt- málann á fætur öðrum og Brésneff lá í faðmlögum við leið- toga vesturveldanna og heimur- inn var að fyllast af kúlupennum. En héldu eftir sem áður upptekn- um hætti heima fyrir, „af því enginn má hlutast til um innan- landsmál annars ríkis.“ Nú þarf að stíga næsta skref. Að engin þjóð geti verið innan Sameinuðu þjóðanna án þess að fara í einu og öllu eftir þeim sátt- málum sem liggja sambandinu til grundvallar. Að frávik ekki að- eins heimili heldur heimti að hið samþjóðlega vald grípi inn í og gangi eftir efndum. Þær þjóðir sem treysta sér ekki til að undirgangast þessa skilmála fari þar af leiðandi úr SÞ. Eftir í salnum sitja hinar (vel má hugsa sér aðlögunarfrest allt að fimm árum). En skussunum verði vísað úr samfélagi þjóðanna og ekki boðn- ir velkomnir aftur fyrr en þeir hafa tekið upp boðlega siði. Hið falska öryggi hræsni og látaláta er viðlíka háskalegt og ef í um- ferðinni væru ökumenn sem teldu sig geta ekið á röngum veg- arhelmingi, legðu annan skilning í litróf götuvitanna eða geystust á 220 km hraða um íbúðahverfin. En hver á nú að tala fyrir þess- ari skoðun? Það er fyrirfram vit- að hvað hundurinn, kötturinn og svínið munu segja - það hlýtur því að koma í hlut Íslands að baka brauðið. Engir eiga jafn mikið undir siðuðu samfélagi þjóðanna og sú fámenna, vopnlausa. Mister Asgrimsson, the floor is yours. ■ Um daginnog veginn PÉTUR GUNNARSSON ■ skrifar um hlutverk Sameinuðu þjóðanna. Hvað ber að gera? ■ Bréf til blaðsins Flestir lesa Fréttablaðið Fjöldi örorkulífeyris- þega nær tvöfaldast ■ Af Netinu Ekkert svar Eiginlega ættu viðmælendur sunnudagsblaðs Morgunblaðsins að gera tilraun. Þeir ættu að prófa að svara spurningum al- gerlega út í loftið, fara kannski með kvæði eða lapþunn spak- mæli og sjá hvað gerist. AF VEFSÍÐUNNI ANDRIKI.IS Hlýðin þjóð Andstaða almennings í Írak við hernámið fer ekki framhjá nein- um. En Bandaríkjastjórn treystir á það að hægt sé að venja baldna þjóð á að hlýða og fá síð- ari kynslóðir til að fallast á það sem eldri kynslóðum þótti ótækt. Af því hefur hún líka góða reynslu. Lítum bara á Íslendinga. SJ AF VEFSÍÐUNNI MURINN.IS Akstrar á vegum úti Morgunhani skrifar: Mikinn hlátur vakti heima hjámér sl. föstudagsmorgun stuttur pistill á umferðarmínútunni á Rás eitt rétt fyrir klukkan níu. Fulltrúi Um- ferðarstofu sagði þá tíðindi af um- ferðinni og var með umvandanir ágætar. Síðan lauk pistlinum með því að konan hjá Umferðarstofu segir með þunga: „Tilkynnt var um tvo ölvunarakstra í nótt, sem er tveimur ökstrum of mikið“. Seríos- ið frussaðist út úr okkur hjónunum í hláturskastinu sem fylgdi þessari frétt. Meira af þessu gríni. Degin- um var alveg reddað. ■ Íslenskur her Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: Að undanförnu hefur verið rættum íslenzkan her á Íslandi. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slík hugmynd kemur upp og senni- lega ekki það síðasta. Ef svo fer verður slíkur her sérsveitarmenn sem gætu sveiflast hingað og þangað um landið með minnsta fyrirvara. Landhelgisgæzlan er frábært dæmi um íslenskan hern- aðarstíl. Og hvað varðar loftvarnir Íslands munu íslenzkir hugvits- menn sjá til þess. ■ Áskorun til Getspár Lottóspilari skrifar: Ég skora á Getspá að breytaþessu fáránlega fyrirkomu- lagi að skylda lottó7spilara að kaupa fyrir minnst átta hundruð krónur í lottó eins og viðgengst í Nóatúnsverslununum. ■ ■ Niðurstaðan er aðeins ein: tækni- og tor- tímingarstig mannkyns krefst galop- inna, gagnsærra stjórnarhátta. Baksviðs ■ Aðsendar greinar Aðsendar greinar eiga að veraá bilinu 200 til 400 orð í word. Senda skal þær á netfangið kol- brun@frettabladid.is ásamt mynd af höfundi. Fréttablaðið áskilur sér rétt til þess að stytta greinar.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.