Fréttablaðið - 01.07.2003, Page 10

Fréttablaðið - 01.07.2003, Page 10
FÓTBOLTI „Við höfum staðið okkur ágætlega, það er ekki hægt að neita því,“ sagði FH-ingurinn Ólafur Jóhannesson, sem var valinn þjálfari fyrsta þriðjungs Landsbankadeildar karla. „Við erum tveimur stigum frá efsta sæti og tveimur stigum frá fallsæti. Það eru öll lið í toppbaráttu og öll í botnbaráttu þannig að það er ómögulegt að segja til um framhaldið. Ég er hóflega bjartsýnn.“ FH-ingum gekk illa í vorleikj- unum og var ekki spáð góðu gengi í Landsbankadeildinni. „Við vorum í fyrsta lagi ekki með okkar lið í vor og í vetur og í vorleikjum er ekki eins mikið undir. Ég held að það sé meg- inmunurinn.“ FH leikur gegn Þrótti í 16 liða úrslitum VISA-bikarkeppninnar í kvöld. „Leikurinn gegn Þrótti í bik- arnum leggst mjög vel í mig. Það er bara einn möguleiki í bik- ar. Ég held að þetta séu svipuð lið og leikurinn gæti orðið skemmtilegur og góður.“ ■ 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ÚTSALA Smáralind | 522 8383 ÍS L E N S K A A U G L Ý S IN G A S T O F A N / S IA .I S T O P 2 1 5 9 1 0 6 / 2 0 0 3 Útsalan er hafin FÓTBOLTI Ásthildur Helgadóttir, leikmaður KR og landsliðsins, segir það ekki rétt sem fram hef- ur komið að hún sé búin að gera upp hug sinn um nám í Svíþjóð. „Nei, það er ekkert ákveðið ennþá. Ég er tiltölulega róleg yfir mínum næstu skrefum. Upphaf- lega stóð til að fara til Svíþjóðar um síðustu jól en það reyndist erfitt svo ég ákvað að spila áfram hér í sumar.“ Ásthildi hefur þegar verið boð- in skólavist en hún er á báðum átt- um um hvenær sé best að fara. „Undir venjulegum kringumstæð- um spila ég áfram út tímabilið hér en fer út í lok ágúst, sem þýðir að ég missi líklega af Evrópukeppni félagsliða en ég ítreka aftur að ég hef ekki tekið lokaákvörðun. Það er hins vegar gamall draumur að mennta mig í Svíþjóð þar sem ég bjó eitt sinn og þar sem ég er óbundin ennþá er ágætt að láta sig hafa þetta núna.“ ■ JUSTIN HARDENNE FRÁ BELGÍU Svipur hennar gefur ekki til kynna að hún hafi gaman af Wimbledon-tenniskeppninni. Ásthildur Helgadóttir: Ekki gert upp hug sinn ÁSTHILDUR HELGADÓTTIR Vill gjarna spreyta sig með sænsku stelpunum. LIÐ 1. TIL 6. UMF. (4-4-2) Markvörður Þórður Þórðarson (ÍA) Varnarmenn Eysteinn Lárusson (Þrótti) Tommy Nielsen (FH) Kristján Sigurðsson (KR) Helgi Valur Daníelsson (Fylki) Tengiliðir Veigar Páll Gunnarsson (KR) Jón Þ. Stefánsson (FH) Ólafur Ingi Skúlason (Fylki) Guðjón Sveinsson (ÍA) Framherjar Allan Borgvardt (FH) Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Leikmaður 1. til 6. umferðar Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV) Þjálfari 1. til 6. umferðar Ólafur Jóhannesson (FH) Dómari 1. til 6. umferðar Kristinn Jakobsson LIÐ 1. TIL 7. UMFERÐAR KVENNA (4-4-2) Markvörður Þóra B. Helgadóttir (KR) Varnarmenn Málfríður Erna Sigurðardóttir (Val) Guðrún Sóley Gunnarsdóttir (KR) Íris Andrésdóttir (Val) Embla Grétarsdóttir (KR) Tengiliðir Karen Burke (ÍBV) Ásthildur Helgadóttir (KR) Ólína G. Viðarsdóttir (Breiðabliki) Margrét Ólafsdóttir (Breiðabliki) Framherjar Elín Anna Steinarsdóttir (Breiðabliki) Hrefna Jóhannesdóttir (KR) Leikmaður 1. til 7. umferðar Ásthildur Helgadóttir (KR) Þjálfari 1. til 7. umferðar Vanda Sigurgeirsdóttir (KR) ÓLAFUR JÓHANNESSON Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var valinn besti þjálfari fyrsta þriðjungs Landsbankadeildar karla. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH: Öll lið í toppbaráttu

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.