Fréttablaðið - 01.07.2003, Page 12
12 1. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR
hvað?hvar?hvenær?
28 29 30 1 2 3 4
JÚLÍ
Þriðjudagur
■ ■ SÝNINGAROPNUN
Sigurrós opnar sýningu í Café Nilsen
á Egilsstöðum. Myndirnar sem hún sýnir
að þessu sinni skírskota til náttúrunnar
og fólksins sem býr á landsbyggðinni.
Sigurrós tileinkar m.a. sýningu sína þeirri
uppbyggingu sem er að hefjast á Aust-
fjörðum.
■ ■ TÓNLIST
20.00 Drengjakór frá Minnesota í
Bandaríkjunum heldur tónleika í Grafar-
vogskirkju. Kórinn kemur til Íslands eftir
tónleikaferðalag í Evrópu. Á efnisskrá er
tónlist frá barokktímanum allt til dagsins
í dag. Allir sem hafa áhuga á tónlist
mega ekki láta þetta framhjá sér fara.
Aðgangur er ókeypis.
12.30 Útgáfutónleikar með Magga
og KK á Umferðarmiðstöð BSÍ. Platan
heitir 22 ferðalög og samanstendur af
22 söngperlum úr dægurlagasafni ís-
lensku þjóðarinnar. Hugmyndin er að
þetta séu lögin sem söngelskir syngja á
ferðalögum, á útihátíðum, í tjaldinu og
sumarbústaðnum.
19.30 Þriðjudagsganga í Viðey. Í
kvöld mun Kristinn E. Hrafnsson lista-
maður stýra gönguferð um listaverk
bandaríska myndhöggvarans Richard
Serra. Ferðin hefst með siglingu frá
Sundahöfn og endar með kaffisölu í
Viðeyjarstofu.
20.30 Snorri Heimisson fagottleik-
ari heldur debut-tónleika sína hér á
landi ásamt Arne Jørgen Fæø og Berg-
lindi Maríu Tómasdóttur. Þau munu
leika verk fyrir fagott og píanó eftir -
Pierné, Petrovics, Corea og Boutry og
einnig Bachianas Brasilieras fyrir flautu
og fagott eftir Villa-Lobos.
Þetta eru fagotttónleikar meðléttu flautuívafi,“ segir Snorri
Heimisson fagottleikari. Hann
heldur debut-tónleika sína í Lista-
safni Sigurjóns í kvöld. Með hon-
um verða þau Arne Jørgen Fæø
píanóleikari og Berglind María
Tímasdóttir flautuleikari. „Verkin
sem við leikum eru allt 20. aldar
stykki og frekar kraftmikil. Þau
eiga það öll sameiginlegt að hafa
ekki verið mikið spiluð og tón-
skáldin eru ekki í hópi þeirra
stærstu, nema kannski Heitor
Villa-Lobos.“
Snorri hefur búið í Danmörku
undanfarin fimm ár við nám en
hann lauk því núna í vor. „Á tón-
leikunum í kvöld spila ég tónlist
sem mér finnst gaman að spila. Ég
vil líka kynna fagottið fyrir fólki
því það er ekki oft sem það heyr-
ist sem einleikshljóðfæri.“
Að sögn Snorra eru ekki marg-
ir sem læra á fagott. „Það eru
margar ástæður fyrir því, maður
þarf til dæmis að vera eldri þegar
maður byrjar að læra á fagott en á
flest önnur hljóðfæri, eins er
þetta dýrt hljóðfæri sem fáir tón-
listarskólar bjóða upp á.“
Efnisskrá tónleikanna er frek-
ar auðmelt að mati Snorra og
verkin mjög lagræn og falleg og
alls ekki löng. „Mér finnst leiðin-
legt að bjóða fólki upp á langlokur
og þess vegna er ég að reyna að
breyta forminu á klassískum
þungum tónleikum og leik því
verk sem eru stutt og aðgengileg.
Tónleikarnir eru því tilvaldir fyr-
ir alla sem áhuga hafa á tónlist.“
Íslendingar eru mjög áhugasamir
um tónlist að mati Snorra. „Það er
ekki erfiðara að starfa sem tón-
listarmaður hér á landi en til
dæmis í Danmörku, við eigum þó
nokkuð af sölum sem bjóða upp á
aðstöðu fyrir tónleikahald og tón-
leikar eru almennt nokkuð vel
sóttir.“
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.30 í Listasafni Sigurjóns í
kvöld. ■
Engar
langlokur
■ ■ SÝNINGAR
Sýning í Listasafni Akureyrar sem
haldin er í samvinnu við Ríkislista-
safnið í Berlín. Sýningin ber nafnið
Meistarar formsins en á henni sýna 43
listamenn, þar af 11 Íslendingar. Gefin
verður út 90 síðna bók á íslensku og
ensku um listamennina og verkin á
sýningunni.
Sýning á kínverskri samtímagrafík
og myndböndum um kínverska
menningu. Að sýningunni standa kín-
verska sendiráðið á Íslandi, Kínversk-
íslenska menningarfélagið og Félag
Kínverja á Íslandi. Sýningin er í Ráð-
húsi Reykjavíkur.
Niklas Ejve frá Svíþjóð sýnir í List-
húsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Hann
sýnir þar skartgripi.
■ TÓNLIST
SNORRI HEIMISSON
Snorri heldur tónleika í
Listasafni Sigurjóns. Hann
segir efnisskrána vera auð-
melta og aðgengilega.
Dæmi um verð: Áður Nú
Bómullarpeysa 6.900.- 1.900.-
Jakkapeysa 4.900.- 1.100.-
Bolur 2.500.- 700.-
Blúndubolur 4.100.- 900.-
Dömuskyrta 5.200.- 900.-
Sumarkjóll 4.900.- 1.100.-
Pils 5.500.- 900.-
Dömubuxur 4.900.- 900.-
ÚTSALA - ÚTSALA
70-90% afsláttur
Ótrúlega lágt verð
Síðumúla 13, 108 Reykjavík,
sími 568 2870
Einnig úrval af fatnaði á kr. 500.-
Opið frá kl. 10-18