Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.07.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 01.07.2003, Qupperneq 13
ÞRIÐJUDAGUR 1. júlí 2003 SIGURJÓN KJARTANSSON Ætli það sé ekki kassagítarinn.Hann er eina hljóðfærið sem ég á núna. Ég átti einu sinni for- láta rafmagnsgítar en hann er ónýtur. Þetta er forláta Yamaha kassagítar. Ég hef alltaf haldið mig við það merki en rafmagns- gítarinn var líka Yamaha. Kassagítarinn hefur nýst mér af- skaplega vel og er eiginlega uppá- haldshljóðfærið mitt. Ég notaði hann síðast við gerð Dómínós- auglýsinga og þar áður þegar ég var í Fóstbræðrum og lék per- sónulega trúbadorinn þannig að þetta er sannarlega legendary græja. Ég fékk þennan kassagítar í þrjátíu ára afmælisgjöf frá kon- unni minni og það er nú kannski það merkilegasta við þetta.“ Hljóðfæriðmitt 13 Útsalan hefst á morgun Jakkaföt stakir jakkar yfirhafnir skyrtur o.fl. o.fl. bolir Laugavegi 74 • Sími 551 3033  Rósa Matt sýnir á Kaffi Sólon. Rósa er þekkt fyrir sína sérstöku mósaík- spegla. Sýningin stendur til 25. júlí og er Sesselja Thorberg sýningarstjóri.  Sýning í Þjóðarbókhlöðunni. Sýn- ingin hefur þann tilgang að sýna sögu- lega þróun barnabóka og draga fram samspil texta og myndskreytinga í barnabókum.  Sýning í húsgögnum sem vöktu at- hygli á húsgagnasýningu í Kaupmanna- höfn í maí síðastliðnum. Sýningin er í Kringlunni.  María Svandís er með sýningu á Energia Bar í Smáralind. Sýningin stendur til 1. ágúst.  Silla (Sigríður S. Pálsdóttir) heldur sýningu í Þrastarlundi dagana 23. júní til 7. júlí. Á sýningunni eru olíumálverk.  Samsýning listamanna úr Gallery VERU í Veitingahúsinu Ránni í Kefla- vík. Sýningin stendur til 14. júlí. Sýndar eru landslags- og blómamyndir.  Lovísa Lóa Sigurðardóttir myndlist- armaður sýnir í Rauða húsinu á Eyrar- bakka 11 myndverk unnin í olíu og blandaðri tækni á striga. Sýningin stend- ur fram í ágúst.  Sýningin „Í nótt sefur dagurinn“ hef- ur verið opnuð í versluninni 12 tónum. Þetta er þriðja einkasýning Marý. Flest eru verkin á sýningunni olíumálverk frá þessu ári, þar sem leikið er með hin ýmsu form.  Bóka- og byggðasafn N-Þingeyinga hefur opnað leikfangasýning. Leikföngin hafa verið fengin að láni frá mörgum íbúum í nágrenni safnsins. Sýningin verður opin til 31. ágúst.  Sýning á verkum Kristjáns Davíðs- sonar og Þórs Vigfússonar í Listasafni Árnesinga, Austurmörk 21 í Hveragerði. Sýningin stendur til 31. júlí. ■ ÚTIVIST Viðeyjargangan er að þessusinni gengin um listaverk myndhöggvarans Richard Serra sem eru á Vesturhluta Viðeyjar. Kristinn E. Hrafnsson listamaður stýrir göngunni,“ segir Ragnar Sigurjónsson ráðsmaður í Viðey. Verk Richard Serra nefnist Áfangar og stendur það saman af níu stuðlabergs súlnapörum sem hugsaðar eru sem rammar um út- sýnið frá eynni. Serra er að mörg- um talinn áhrifamesti myndöggv- ari heims eftir stríð en verk hans í Viðey nefnist Áfangar. Að sögn Ragnars er gangan fastur liður í sumardagskránni. „Við efnum til göngu hvern einasta þriðjudag í sumar en það hefur verið gert mörg undanfarin ár. Sú nýbreytni er hins vegar nú að við veljum þema fyrir hverja göngu. Nú lítum við til listarinnar en á næsta þriðjudag munum við til dæmis líta til dýralífs á eyjunni. Í göngunni í kvöld verður þó einnig stiklað á stóru í sögu Viðeyjar.“ Ragnar segir göngurnar ávalt vera vel sóttar og segir þá nýjung að tileinka göngurnar ákveðnu þema mælast vel fyrir. „Viðey er perla sem við eigum rétt utan við höfuðborgarsvæðið og ættu Reyk- víkingar að vera mun duglegri að nýta það sem eyjan hefur upp á að bjóða.“ Ferðin hefst með siglingu klukk- an 19.30 frá Sundahöfn og endar á kaffisölu í Viðeyjarstofu. ■ Innrammað útsýni RICHARD SERRA Verk Serra eru á Vesturhluta Viðeyjar. Geng- ið verður í fylgt Kristins E. Hrafnssonar.  Ljósmyndir Yann Arthus-Bertrand eru sýndar á Austurvelli. Sýningin ber nafnið Jörðin séð frá Himni og hefur verið sýnd víðs vegar um heiminn. Á sama tíma verður upplýsingamiðstöð að Kirkjustræti 12 (Skjaldbreið) þar sem sjá má kvikmynd um tilurð verk- efnisins. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.