Fréttablaðið - 01.07.2003, Qupperneq 24
Bakþankar
KRISTÍNAR HELGU
GUNNARSDÓTTUR
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Frúin í
Hamborg
Ertu að kaupa, byggja eða breyta? Þú getur á auðveldan hátt samið um fasteigna-
eða framkvæmdalán hjá Frjálsa fjárfestingarbankanum. Um er að ræða hagstætt
lán, sem veitt er til allt að 30 ára gegn veði í fasteign.
Frjálsa fjárfestingarbankans
Fasteignalán
Frjálsi fjárfestingarbankinn, Ármúla 13a, sími 540 5000, www.frjalsi.is
Allt að 80%veðsetningarhlutfall
af verðmæti fasteignar
A
B
X
9
0
3
0
3
7
5
Þessa dagana er svimandi sveifla íumferðinni og spennandi að
fylgjast með því hverjir skila sér
heilir á áfangastað. Lífið er lotterí og
ég tek þátt í því, syngjum við á
fleygiferð. Æðarnar út úr höfuðborg-
inni eru svo þröngar og rennslið svo
hægt að stöðugt myndast tappar sem
framkalla ofsaflóð fram úr þegar
minnst varir. Einhverjir gleyma að
bílar geta ekki flogið. Hundrað
kappakstursgarpar voru stöðvaðir á
Holtavörðuheiði um helgina og
mörg hundruð aðrir fengu frið til að
stunda kappakstur um allt land.
TIL DÆMIS þessi sem æddi fram
úr við Sandskeið á sunnudagskvöld.
Var hann að hugsa um börnin sín í
aftursætinu þegar hann gaf í botn og
sveiflaði sér á ofsahraða á milli bíla í
langri lest til Reykjavíkur? Var hann
að hugsa um saklausa fólkið sem
kom á móti honum skelfingu lostið á
sínum vegarhelmingi og slapp naum-
lega frá örkumlum og jafnvel dauða?
Var hann að hugsa um mig og mína
fyrir aftan sig? Eða var hann ekki að
hugsa? Það er skolli bagalegt þegar
fólk pakkar heilabúinu í skottið með
svefnpokanum og ekur af stað með
tóman haus. Eitt augnablik sást fólki
bregða fyrir í formúlubílnum – karl
við stýri með konu sér við hlið og
þrjú kríli í aftursæti.
BRÁÐUM HLÝTUR að birtast
hvít veifa, hvarflaði að mér. Þarna
er áreiðanlega alvarlegt neyðartil-
felli. Veifan birtist aldrei. Á fyrstu
ljósum í höfuðborginni sat kappinn,
útttaugaður, en sem betur fer á lífi
með sinn dýrmæta farm. Hann
hafði nælt sér í tuttugu og þriggja
sekúndna forskot á okkur hin sem
héngum í lestinni. Hann þyrfti að
þekkja Frúna í Hamborg, Hver er
maðurinn og Hver er fyrstur að lesa
á skilti – ómetanleg skemmtun í
lestinni og svo lífvænleg að auki.
UM HELGINA vildi ég eiga mína
eigin sírenu til að skella á þakið og
elta uppi brjálæðinga, gerast liðs-
maður lögreglu og svipta menn leyfi
og tækjum á staðnum. Ég myndi
senda menn gangandi með dótið á
bakinu til síns heima og suma myndi
ég líka svipta skótauinu – til þess að
heimferðin yrði þeim minnisstæðari.
Svo myndi ég halda uppboð við borg-
armörkin og selja hraðakstursbíla á
sanngjörnu verði. Afraksturinn
rynni til þeirra sem eru að læra að
ganga upp á nýtt eftir bílslys. ■