Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 1

Fréttablaðið - 08.07.2003, Page 1
Rödd Saddam Hussein: Upptakan ósvikin WASHINGTON, AP Bandaríska leyni- þjónustan CIA segir að upptaka að rödd á hljóðupptöku sem leikin var á arabísku sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera á föstudaginn tilheyri að öllum líkindum Saddam Hussein. Léleg gæði upptökunnar koma í veg fyrir að hægt sé að fullyrða með vissu að röddin tilheyri for- setanum fyrrverandi. Leyniþjón- ustumenn treysta sér heldur ekki til þess að segja til um hversu gömul upptakan sé en röddin heldur því fram að hún hafi verið gerð 14.júní síðastliðinn. Ef álykt- un CIA reynist rétt styður það fullyrðingar sérfræðinga um að Hussein hafi lifað innrásina af. ■ Sólin kemur upp -frítt 13. júlí MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 12 Leikhús 12 Myndlist 12 Bíó 14 Íþróttir 10 Sjónvarp 16 KVÖLDIÐ Í KVÖLD ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2003 – 152. tölublað – 3. árgangur KVIKMYNDIR Termintor 3 á toppinn bls. 15bls. 20 FÓLK Simon með nýjan þátt bls. 17 STA Ð R EY N D UM A U K I N F O R YS TA Samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup í júní 2003 29,1% 53,4% 65,9% FR ÉT TA B LA Ð IÐ M O R G U N B LA Ð IÐ D V Fundað um frestun ganga FUNDUR Davíð Odds- son forsætisráð- herra mun m.a. hitta bæjarráð Siglu- fjarðar og Ólafsf- jarðar í dag. Davíð mun ræða um frest- un framkvæmda við Héðinsfjarðargöng og fara yfir af- stöðu ríkisstjórnarinnar. Dýralíf Viðeyjar skoðað ÚTIVIST Ragnar Sigurjónsson, ráðs- maður í Viðey, stjórnar gönguferð um eyjuna og veitir fjölskrúðugu dýralífi hennar athygli. Þar verpa nú að minnsta kosti 24 fuglateg- undir og fer fjölgandi. Hugsanlega gefst gestum einnig kostur á að heilsa uppá hjálmskjótta hesta ráðsmannsins en það er um margt sérstakt. Gangan hefst klukkan 19.30. KR mætir FH FÓTBOLTI Einn leikur fer fram í Landsbankadeild karla. KR tekur á móti FH á Meistaravöllum klukkan 19.15. KR, sem spáð var Íslands- meistaratitlinum, hefur aðeins fengið eitt stig úr síðustu þremur leikjum. SYNGJANDI Í RIGNINGUNNI Það rigndi nánast látlaust á höfuðborgarbúa í gær. Við Tryggvagötu mátti sjá prúðbúinn mann, klæddan hvítu frá hvirfli til ilja, með fagurbláa regnhlíf í vinstri hönd, en blóm í þeirri hægri. Maðurinn setti skemmtilegan svip á götulífið, en hvert ferðinni var heitið vita aðeins fáir. REYKJAVÍK Hægviðri og lítilsháttar rigning annað veifið. Hiti 10 til 15 stig. VEÐRIÐ Í DAG + + VINDUR ÚRKOMA HITI Ísafjörður 5-8 Rigning 12 Akureyri 3-8 Skýjað 12 Egilsstaðir 3-8 Skýjað 12 Vestmannaeyjar 5-10 Rigning 13 ➜ ➜ ➜ ➜ + + STJÓRNVÖLD Með því að neita að af- henda bandarískum yfirvöldum varnarliðsmann, sem stakk mann með hnífi í Hafnarstræti fyrir rúmum mánuði, er ríkissaksóknari að brjóta lög. Ríkisútvarpið greindi frá því í kvöldfréttum að þetta væri álit ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyt- isins. Bandarísk yfirvöld vilja draga varnarliðsmanninn fyrir her- rétt en ríkissaksóknari hefur verið mótfallinn því að veita þeim lög- sögu í málinu. Ríkisútvarpið segir ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneyt- isins hafa sent forsætisráðuneytinu bréf þar sem segir að viðbrögð ís- lenskra yfirvalda við beiðni banda- rískra yfirvalda hafi valdið íslensk- um stjórnvöldum álitshnekki. Í bréfinu er minnst á að málið hafi komið upp á viðkvæmum tíma í varnarsamstarfi ríkjanna. Í bréfinu vitnar utanríkisráðu- neytið í viðbót við varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna. Þar seg- ir að samningsaðilar eigi að taka beiðni um að hverfa frá lögsögu til vinsamlegrar athugunar þegar sá sem leggur fram beiðnina telur það miklu máli skipta. Ráðuneytisstjóri utanríkisráðu- neytisins telur að ríkissaksóknari hafi með neitun sinni brotið gegn að minnsta kosti tveimur greinum viðaukans við varnarsamninginn. Málið hafi einnig haft slæm áhrif á ýmis önnur mál sem varnarmála- skrifstofa ráðuneytisins vinni að. ■ SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen hefur rætt við hagsmunaaðila í sjávarútvegi um að afnema byggðakvóta. Í hans stað komi línuívilnun. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins. Sömu heimildir herma að ívilnun í þorski verði 12 prósent, 14 prósent í ýsu og 16 prósent í steinbít. „Með þessu væri verið að fara á svig við ríkisstjórnarsáttmálann og þá gerð sem samþykkt var á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Það er alveg út úr kortinu að blan- da þessu saman,“ segir Arthur Bogason, formaður Landssam- bands smábátaeigenda. Arthur segir að byggðakvótinn hafi ekki verið í hugmyndinni um línuívilnun. Línuívilnun sé sér- stakt fyrirbrigði og eigi að haldast sem slíkt. Byggðakvótinn komi meira og minna í hlut smábátaeig- enda. Fáránlegt væri að taka kvóta af smábátaflotanum einung- is til að láta hann þangað aftur. „Þar fyrir utan fæ ég ekki séð hvernig þeir ætla að dirfast að gera það í ljósi þess að lögin um byggðakvóta kveða á um að það skuli gert í tilliti til byggðalag- anna.“ Línuívilnunin sé almenn aðgerð sem hljóti að koma sér jafnvel fyrir dagróðrarmenn í Reykjavík sem annars staðar. Arthur segir það honum hulin ráð- gáta hvernig ráðamönnum detti til hugar að setja þetta fram með þessum hætti. Hins vegar komi honum það ekki á óvart því strax og þetta var farið í gegn á lands- fundi Sjálfstæðisflokksins, kynnti forystumaður LÍÚ, flutningsmað- ur tillögunnar á fundinum, að byggðakvótinn yrði notaður í þetta. „Það er alveg ljóst hvaðan þessi hugmynd er komin.“ „Hins vegar trúi ég því ekki að óreyndu að Alþingi láti þetta við- gangast. Það stendur skýrum stöfum í ríkistjórnarsáttmálan- um að stefnt skuli að því að auka byggðakvóta og setja á línuíviln- un. Að blanda þessu saman er hvorki gert þar né annarsstaðar. „Það er ekki farið að ræða neina útfærslu á þessu innan þing- flokka,“ segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknar- flokksins. Hann vísar til þess sem sagt var í kosningabaráttunni. Þá hafi áherslurnar ekki verið annað hvort eða, heldur að skoða hvort tveggja. Málið sé enn í höndum sjávárútvegsráðuneytisins. Allar hugmyndir eigi síðan eftir að koma til umræðu milli þingflokk- anna og inn til þingsins. Engin slík umræða eða vangaveltur hafi far- ið fram. Fyrst sé að sjá útfærslur og síðan að bregðast við. hrs@frettabladid.is Árni ræðir afnám byggðakvótans Rætt hefur verið við hagsmunaaðila í sjávarútvegi um að byggðakvóti verði afnuminn og línuívilnun komi í hans stað. Mun valda miklum deilum. Utanríkisráðuneytið vill framselja varnarliðsmann til bandarískra yfirvalda: Átelur vinnubrögð ríkissaksóknara FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T AFMÆLI Heimakær krabbi

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.