Fréttablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 20
James Bond hefur sveiflað sérþar um líkt og Tarzan í trján- um. Og nú geta Íslendingar leikið þann leik eftir. Nema hvað að þeir fá ekki að sveifla sér jafn frjálst um og Bond gerði í síðustu kvik- mynd sinni sem reyndar var að hluta til tekin upp hér á landi. Um er að ræða stærsta gróðurhús í heimi sem stendur nýbyggt á Cornwall-skaga á Bretlandi, lík- astar risavöxnum golfkúlum, hálfar upp úr jörðu. Stærsta gróðurhús í heimi er eitt af þúsaldarverkefnum Breta og af mörgum talið það best heppnaða. Innan í risvöxnum kúl- unum er að finna gróður úr öllum heimshornum, allt frá ban- anatrjám að kyrkingslegum runnagróði af Fjarðarheiði. Gróð- urhúsið er að verða eitt mesta að- dráttarafl ferðamanna í Suður- Englandi og binda ferðamálayfir- völd í Cornwall miklar vonir við það. Bygging þess kostaði á við meðalvirkjun á Íslandi: „Þetta er eitt það glæsilegasta sem við höfum séð hér um slóðir og um margt athyglisvert,“ segir Teresa Timms hjá ferðamálaráði Cornwall. „Ekki ætti síst að vera gaman fyrir Íslendinga að koma hingað og sjá allar þær plöntur sem í raun þrífast í veröldinni.“ Hugmyndasmiðurinn að stærs- ta gróðurhúsi í heimi heitir Tim Smith og var á árum áður hljóð- upptökumaður frægra hljóm- sveita í London. Græddist honum fé sem hann flutti með sér suður á Cornwall-skaga líkt og margir aðrir auðugir Lundúnabúar. Bygg- ing þessa risavaxna gróðurhúss hefur verið styrkt af breska rík- inu jafnt sem Evrópusambandinu Ég er einmitt að baka fyrir af-mælið,“ segir Védís, sem segir daginn verða rólegan í faðmi fjölskyldunnar. „Það er hálfómögulegt að eiga afmæli á þriðjudegi, svo ég ætla að halda ærlega upp á daginn hér í Reykjanesbæ á föstudaginn og fá bara alla í partý.“ Védís býr ekki hjá foreldrum sínum í Reykjanesbæ, en segist vera þar með heimasætuher- bergi sem hún getur dvalið í hvenær sem henni hentar. „Annars hef ég aðallega verið í London upp á síðkastið,“ segir Védís. „Hef verið að semja og taka upp tónlist, og það hefur gengið mjög vel. Ég er eiginlega í miðjum samningaviðræðum eins og stendur, en ég er búin að standa í þessu öllu ein og er afar stolt af.“ Hún viðurkennir að tónlistin sé harður bransi, en segist hlæjandi ætla að svara með dæmigerðu svari, nefnilega því að allt snúist þetta um að gera sitt besta. Diskur frá Védísi er væntanlegur í haust. Védís er í krabbamerkinu og hún segist vera dæmigerður krabbi og ofboðslega heimakær. „Það er samt svolítið fyndið, því ég virðist alltaf vera á ferð og flugi. Best finnst mér hins vegar að vera með fjölskyldu og vin- um, er rosalega rómantísk og finnst æðislegt að „hygge mig“ með mínum nánustu.“ Védís var ekki alveg ein í London þar sem hún bjó hjá systur sinni Aldísi, sem er að læra þar lögfræði. „Við höfðum stuðning hvor af annarri,“ segir afmælisbarnið. „En í dag bíð ég spennt eftir að vita hvað Sæmi gerir skemmtilegt fyrir mig.“ ■ Siglingadagar 2003 Ísafirði 18. til 27. júlí Nánar á: www.isafjordur.is/siglingadagar N e th e im a r e h f. 20 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR Hvað er grænt og flýgur yfirPólland? Pétur Panski Með súrmjólkinni Heimakær krabbi á ferð og flugi Afmæli ■ Védís Hervör Árnadóttir er 21 árs í dag. Hún vonar að kærastinn komi henni eftirminnilega á óvart í tilefni dagsins, en aðalpartýið verður á föstudaginn. VÉDÍS HERVÖR ÁRNADÓTTIR Ætlar að verja afmælisdeginum með fjöl- skyldunni. „Þriðjudagur er ekki vænlegur til partýhalds,“ segir Védís. ■ Jarðarfarir 13.30 Jóhannes Geir Jónsson, listmál- ari, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík. 13.30 Halldóra Jónsdóttor (Lóló) verð- ur jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík. ■ Andlát Guðrún Dagbjört Sveinbjörnsdóttir , áður Fálkagötu 9, lést 4. júlí. ÚT JÚLÍ-MÁNUÐ AF FÖRÐUNARLÍNU NO NAME SJÁ ÚTSÖLUSTAÐI Á WWW.NONAME.IS 15% AFSLÁTTUR Upplýsingar um sölustaði í síma Gulu línunnar 1444 E in n t v e ir o g þ r ír 2 8 5. 0 17 og er þegar orðin með dýrari byggingum síðari tíma. Verkfæði- legt undur og minnisvarði um ótrúlega bjartsýni. „Cornwall er mjög gróðursæll landshluti því hér er mikil úr- koma og hlýtt í veðri. Hefð fyrir garðrækt er því mikil sem krist- allast hér í þessu mikla mann- virki,“ segir Teresa Timms. Lágjaldafélagið Iceland Ex- press skipuleggur nú ferðir Ís- lendinga suður á Cornwall-skaga þar sem grasið grær og fólkið hlær. Ákjósanlegur staður fyrir fjölskyldufólk, golfleikara og ekki síst eldri borgara sem hafa áhuga á gróðri. Svo eru strendurnar ná- kvæmlega eins og við þekkjum þær úr breskum bíómyndum og hótelin eins og þau sem Agatha Christie notaði sem sögusvið í glæpasögum sínum. Til Cornwall er hægt að komast fyrir rúmar 20 þúsund krónur. eir@frettabladid.is Gróður ■ Eitt af þúsaldarverkefnum Breta er stærsta gróðurhús í heimi sem reist hef- ur verið í Cornwall á Suður-Englandi. Þar var hluti af síðustu James Bond mynd tekin og þangað eru nú skipulagðar ferðir Íslendinga. Allt öðru vísi en allt á Spáni. GRÓÐURHÚS TIM SMITH Allur heimsins gróður á einum stað. Eitt af verkfræðiundrum síðari tíma.Stærsta gróð- urhús í heimi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.