Fréttablaðið - 08.07.2003, Side 11
11ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2003
Rétta útimálningin
getur sparað þér tugi þúsunda króna
Steinakrýl
- mjög góð viðloðun, gott
rakagegnstreymi og mikið
veðrunarþol
Kópal Steintex
- frábært á múr og
steinsteypta fleti þar sem
krafist er mikils veðrunarþols
Steinvari 2000
- besta mögulega vörn fyrir húsið
- yfirburðamálning fyrir íslenskar aðstæður
- verndar steypuna fyrir slagregni
- flagnar ekki og hefur frábært veðrunarþol
Málning hf. hefur tekið þátt í viðamiklum rannsóknum á steinsteypu og
áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar með helstu sérfræðingum á þessu sviði
hér innanlands. Á rannsóknarstofu Málningar er jafnframt haft strangt eftirlit
með framleiðslu og hráefnum og unnið kröftuglega að vöruþróun þar sem
nýjungar á sviði yfirborðsmeðhöndlunar með tilliti til íslenskra aðstæðna hafa
skapað málningu frá okkur sérstöðu.
Við erum sérfræðingar í útimálningu
fyrir íslenskar aðstæður.
Útsölustaðir Málningar:
Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfirði • Málningarbúðin Akranesi • Byko Akranesi
• Axel Þórarinsson, málarameistari, Borganesi • Verslunin Hamrar, Grundafirði • Litabúðin Ólafsvík • Núpur
byggingavöruversl. Ísafirði • Vilhelm Guðbjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sauðárkróki • Byko
Akureyri • Versl. Valberg, Ólafsfirði • Versl. Vík, Neskaupstað • Málningarþjónustan Selfossi • Miðstöðin Vestmannaeyjum
• Byko Keflavík • Bláfell Grindavík.
15.00 Stöð 2
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim.
19.00 Sýn
Fastrax 2002 (Vélasport). Hraðskreiður
þáttur þar sem ökutæki af öllum stærð-
um og gerðum koma við sögu.
19.15 KR-völlur
KR og FH mætast í 9. umferð Lands-
bankadeildar karla.
20.00 Sýn
Trans World Sport. Íþróttir um allan
heim
23.00 Sýn
Toppleikir. Sýnt frá leik Manchester
United og Chelsea.
hvað?hvar?hvenær?
5 6 7 8 9 10 11
JÚLÍ
þriðjudagur
FÓTBOLTI „Við erum sallarólegir í
Vesturbænum,“ sagði Jónas
Kristinsson formaður KR-Sport
um gengi liðsins það sem af er
Landsbankadeildinni. Félagið er
með ellefu stig eftir átta leiki og
hefur skorað fæst mörk allra fé-
laga í deildinni.
„Fótboltinn er bara svona, það
er aldrei hægt að slá neinu föstu.
En við erum á sama stað og allir
hinir og þessi byrjun er ekkert
einsdæmi. Við erum með gott lið,
góðan þjálfara, góða stjórn á
hlutunum og við hljótum að fara
að smella í gang. KR hefur áður
verið í þessum sporum og endað
sem meistari þannig að við
hlaupum ekkert upp til handa og
fóta vegna stöðu liðsins í dag. Það
eina sem vantar núna er örlítill
neisti til að kveikja undir liðinu
og þá er þetta komið. Ef það
gengur ekki þá er það bara þetta
sem liggur fyrir þetta sumarið.
Þá komum við aftur næsta sum-
ar.“
Jónas neitar því að félagið sé
að verja Íslandsmeistaratitilinn.
„Við vorum Íslandsmeistarar í
fyrra og þetta er nýtt mót núna
þannig að við höfum engan titil
að verja. Það er nýr titill í boði en
auðvitað höfum við áhuga á hon-
um eins og öll önnur lið. Á það
ber einnig að líta að þrátt fyrir að
félagið taki stöku dýfur þá höfum
við ávallt komið grimmir til
baka. Tölurnar tala sínu máli;
þrisvar Íslandsmeistarar og einu
sinni bikarmeistarar á fjórum
árum. Það heldur okkur alveg ró-
legum.“
Varðandi lánleysi KR fyrir
framan mark andstæðinga segir
Jónas það vissulega vonbrigði.
„Við eigum fullt af góðum fram-
herjum og þeir hljóta að vera
með mestar áhyggjur sjálfir, en
auðvitað er árangurinn fyrir
framan markið slakur. Það er
náttúrulega ekki ásættanlegt að
vera um miðja deild og við ætlum
okkur mun meira en það. Tíminn
verður að leiða í ljós hvort það
gengur eftir.“ ■
KNATTSPYRNUFÉLAG REYKJAVÍKUR
Íslandsmeistararnir hafa skorað fæst mörk
allra liða í Landsbankadeildinni.
Formaður KR-Sport segir enga taugaveiklun vera í Vesturbænum:
Höfum engan titil að verja
SKYLMINGAR
Evrópumótið fór fram í Frakklandi í vik-
unni.
Þýska Búndeslígan:
Fjórar vikur
í mót
FÓTBOLTI Keppni í þýsku Búndeslíg-
unni hefst föstudaginn 1. ágúst með
leik meistara Bayern München og
nýliðanna Eintracht Frankfurt.
Aðrir leikir 1.
umferðar fara
fram degi síðar.
Bochum, félag
b r æ ð r a n n a
Þórðar og
Bjarna Guð-
jónssona, á úti-
leik gegn
Wolfsburg í 1.
u m f e r ð .
Kaiserslautern
lenti í alls kyns
hremmingum á
síðustu leiktíð
og er ekki al-
veg laust við
e f t i r m á l a
þeirra. Félagið byrjar þessa leiktíð
með þrjú stig í mínus vegna óreiðu
í fjármálum og fékk að auki 125
þúsund evra sekt. Kaiserslautern
mætir 1860 München á heimavelli í
1. umferð. ■
Þýska knattspyrnan:
14:1 í afmæl-
isgjöf
FÓTBOLTI VfL Bochum, félag
bræðranna Þórðar og Bjarna Guð-
jónssona, vann Grün-Weiß Selm
14:1 í æfingaleik á laugardag.
Leikurinn var háður í tilefni af 75
ára afmæli Grün-Weiß Selm sem
jafnaði 1:1 á 17. mínútu. Þórður
skoraði tvisvar og Bjarni einu
sinni. Á mánudag lék Bochum við
SV Nienstädt 09 og vann 6:1.
Bjarni skoraði eitt marka Boch-
um.
Sigur Bochum var fjarri því sá
stærsti í æfingaleikjum helgar-
innar því Freiburg vann Langeoog
28:1 og Hamburger vann
Schafflund 17:0. ■
BAYERN MÜNCHEN
Markverðirnir Oliver
Kahn og Jan Schlösser
á fyrstu æfingu
Bayern München eftir
sumarfrí.