Fréttablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.07.2003, Blaðsíða 21
Sigurður Karlsson, fyrrverandivaraformaður Leikfélags Reykjavíkur, hefur ákveðið að flyt- ja til Finnlands og læra finnsku. Segir Sigurður þetta vera 20 ára gamlan draum sem hann sé loks að láta rætast núna: „Nú hef ég betri tíma en áður og svo virðist vera minni þörf á starfskröftum mínum hjá Leikfélagi Reykjavikur en oft áður,“ segir Sigurður en honum var sem kunnugt er sagt þar upp störf- um fyrir skemmstu. Sigurður er ekki með alls ókunnugur Finnum en hann lék hjá Vasa-leikhúsinu þar í samnefndri borg fyrir nokkrum árum en þá lék hann á sænsku: „Hvers vegna ætti ég ekki eins að geta leikið á finnsku?“ spyr hann og svarar spurningunni að bragði sjálfur: „Ég hef lært það sem hægt er að læra í finnsku hér í Háskóla Íslands og nú fer ég og fullnem mig í Vasa sem er dásamleg borg. Ég hlakka mikið til.“ Sigurður Karlsson á að baki langan og á köflum glæsilegan feril í íslensku leikhúsi. Og þó hann sé orðinn 57 ára fagnar hann þessu nýja hlutverki án alls kvíða í brjósti: „Ég fer eftir þrjár vikur og hef ákveðið að taka eina önn í einu. Það er langt síðan að það hefur verið svona gaman hjá mér og hef ég þó ekki þurft að kvarta yfir skorti á slíku. Hugmyndin um að flytja út og láta slag standa fæddist eins og margar góðar hugmyndir í partýi þar sem verið var að kveðja finnsk- an sendikennara. Eitt leiddi af öðru og nú er ég að fara,“ segir Sigurður sem í raun er á því að það sé auð- veldara að læra finnsku og tala en sænsku: „Hljóðin í finnsku er mjög auðveld fyrir Íslendinga og áhersl- urnar alltaf á fyrsta atkvæði. Svo er ekki verra að uppgötva að maður getur enn lært og er reyndar í betra standi til þess nú en oft áður. Þetta er rosalega skemmtilegt og mikil æfing fyrir heilann,“ segir Sigurð- ur sem býst eins við að leika á finnsku í framtíðinni eins og ís- lensku. Hann hefur þegar leikið í tvö ár í Vasa-leikhúsinu á sænsku. Hann getur alveg eins endurtekið þann leik á finnsku. Ef hann verður duglegur að læra. eir@frettabladid.is 21ÞRIÐJUDAGUR 8. júlí 2003 Pondus eftir Frode Øverli SIGURÐUR KARLSSON Hefur nú betri tíma en oft áður eftir að þörf fyrir starfskrafta hans minnkuðu hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Hvernig stendur á því að svona hugguleg dama eins og þú er ennþá á lausu? Nú... Ófyrirsjáanlegar geðsveiflur gætu haft um það að segja... Leikhús ■ Sigurður Karlsson leikari er ekki af baki dottinn þó honum hafi verið sagt upp störfum hjá Leikfélagi Reykjavíkur eftir áratuga starf rúmlega hálfsextugur að aldri. Hann er að læra finnsku og ætl- ar að flytja til Finnlands. Sigurður flytur til Finnlands FR ÉT TA B LA Ð IÐ /I R A ■ Nýjar bækur Vaka-Helgafell hefur gefið útí kilju Barist fyrir frelsinu eftir Björn Inga Hrafnsson. Í bókinni, sem kom út fyrir síð- ust jól, segja tvær íslenskar mæðgur, Guðríður Arna Ing- ólfsdóttir og Heba Shahin, sögu sína. Bókin er áhrifamikil saga um áleitin vandamál í samtíð- inni: árekstra ólíkra menning- arheima og andlegt og líkam- legt heimilisofbeldi. Guðríður hóf ung sambúð með Egypta, sér eldri manni, sem virtist hafa samlagast lífinu á Vestur- löndum vel. Í fyrstu lék allt í lyndi en með tímanum og eink- um eftir að þau eignuðust börn kom annað andlit eiginmanns- ins í ljós - andlit heittrúar- mannsins. Ég man ekki eft-ir neinu sem ég get beinlínis flokk- að undir áhuga- mál,“ segir Elísa- bet Jökulsdóttir, rithöfundur. „Ég legg metnað minn í að hafa engin áhugamál, en hef gaman að ýmsu, eins og til dæmis að fara í leikhús og á fótboltaleiki. Skriftirnar flokk- ar Elísabet ekki undir áhugamál. „Það er náttúrlega bara hörkuvinna og ég er löngu vaxin upp úr því að bíða eftir að andinn komi yfir mig. En fótboltinn er skemmtilegur, það er svo gaman að horfa á fótbolta og frábært þegar fólk fer nánast fram úr sjálfu sér að getu í leiknum.“ Elísabet veit þó ekki nema nýtt áhugamál sé í uppsiglingu. „Ég er að hugsa um að fara á magadans- námskeið norður á Ólafsfjörð. Svo er ég að pæla í því hvort við getum ekki notað magadans næsta vetur í mótmælaaðgerðum fyrir framan Alþingishúsið.“ ■ Áhugamálið mitt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.