Fréttablaðið - 08.07.2003, Síða 22

Fréttablaðið - 08.07.2003, Síða 22
22 8. júlí 2003 ÞRIÐJUDAGUR ■ Leiðrétting Að gefnu tilefni skal tekið fram að sprengi- efnið sem lögreglan leitar nú finnst örugglega þegar það springur. ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Barry White. Sigríður Rut Júlíusdóttir. Jóhann Hjartarson. Vinnufata dagar gallanum Vertu í rétta Póstsendum hvert á land sem er allan júlí 12-20% afsláttur Björgólfur Takefusa er 23 áraHann vinnur í Landsbankan- um á sumrin en er í fjármála- námi í Boston á veturna og geng- ur vel. Hann er líka barnabarn Björgólfs Guðmundssonar, þess slynga fjármálamanns, en vill ekki að meina að afi hafi haft neitt með námsvalið að gera. „Þetta er einfaldlega skemmti- legt og það sem ég hef mestan áhuga á, en það skemmir ekki að hafa klára karla við hliðina á sér,“ segir Björgólfur, sem fyrir utan fjármálin hefur brennandi áhuga á fótbolta. „Það hefur ekk- ert komist að annað en fótbolti í gegnum tíðina og annað situr á hakanum. Ég hef reyndar mjög gaman af golfi, en er ekki jafn góður í því og ég þykist vera,“ segir hann sposkur. „Lífið hér heima er aðallega „vinna, æfing og svefn“.“ Björgólfur er ókvæntur og á enga kærustu í augnablikinu. „Stelpurnar hér heima eru þúsund sinnum flottari en þær í Banda- ríkjunum, það hefur að minnsta kosti engin þar höfðað til mín.“ Í haust er Björgólfur aftur á leið til Boston, en það er eins þar og hér heima, lífið snýst um nám og æfingar. „Þetta er það líf sem ég valdi mér þannig að ég kvarta ekki,“ segir hann. „Boston er líka mjög skemmtileg borg, með evr- ópsku yfirbragði og fínt að vera þar. Hann segir þó alltaf jafn leiðin- legt að fara frá Íslandi. „Það er reyndar þannig þegar líður á sum- arið að ég man af hverju ég var búinn að fá nóg hér heima og finnst þá allt í lagi að komast að- eins í burtu. Í lok nóvember og byrjun desember er ég hinsvegar orðinn viðþolslaus að komast heim. Björgólfur, sem er hálfbróðir sjónvarpskonunnar Dóru Takefusa, segist lítið horfa á sjón- varp. „Friends eru þó í gríðarlegu uppáhaldi, klikka aldrei.“ ■ Flottari stelpur á Íslandi BJÖRGÓLFUR TAKEFUSA Björgólfur er barnabarn Björgólfs Guðmundssonar. Hann er í fjármálanámi í Boston milli þess sem hann skorar mörkin fyrir Þrótt. Persónan ■ Björgólfur Takefusa leikur fótbolta með Þrótti í Landsbankadeildinni og er nú orðinn markahæstur í deildinni. Hann segir liðsheildina það sem máli skiptir í boltanum. Björgólfur er líka sumarstarfs- maður í Landsbankanum. Foreldrar barna í leikskólanumSóli í Vestmannaeyjum urðu margir hverjir hissa þegar þeir þurftu að kaupa myndir sem börn þeirra höfðu teiknað og málað í skólanum: „“Ég gat náttúrlega ekki annað en keypt og verið þannig eins og hinir. En ég hef aldrei heyrt af svona fjáröflun áður og ekki veit ég hvert peningarnir renna,“ seg- ir Halla Vilborg Jónsdóttir, sjó- mannskona í Eyjum og móðir barns á Sóli. „Ég keypti þrjár myndir eins og hinir og þó stykkið hafi ekki kostað nema hundrað krónur var ég hissa,“ segir hún. Júlía Ólafsdóttir, aðstoðarleik- skólastjóri á Sóli, segir hefð fyrir myndasölunni í leikskólanum: „Þetta er gert í nafni foreldrafé- lagsins og hefur verið gert lengi. Foreldrafélagið gerir svo eitthvað fyrir leikskólann fyrir það fé sem safnast,“ segir Júlía. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég heyri einhvern undrast yfir þessari sölu á mynd- um barnanna.“ Töluverð sala mun hafa verið í myndum barnanna því allir keyp- tu myndir sem í boði voru eftir eigin afkvæmi: „Það er hins vegar rétt að taka það fram að engin er skyldugur til að kaupa þessar myndir,“ segir Júlía aðstoðarleik- skólastjóri. ■ BARNATEIKNING Til sölu í Vestmannaeyjum. Leikskólar ■ Leikskóli í Vestmannaeyjum hefur tekið upp á því að selja foreldrum myndir sem börn þeirra hafa teiknað og litað í skólanum. Barnamyndir seldar í leikskóla Mikið úrval af skóm puma - nike - hummel buffalo london - el naturalista - bronx le coq sportif - björn borg - converse face - roots - intenz - dna VERSLUNIN HÆTTIR Enn meiri verðlækkun 30-60% afsláttur K R I N G L A N , S . 5 3 3 5 1 5 0 Nike 50% afsláttur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.