Fréttablaðið - 01.08.2003, Page 22

Fréttablaðið - 01.08.2003, Page 22
FÓLK Réttarhöldunum yfir upptöku- stjóranum Phil Spector hefur ver- ið frestað. Ástæðan mun vera sú að rannsóknarlögreglan í Los Ang- eles verður ekki tilbúin með gögn sín fyrir 5. ágúst, þegar réttar- höldin áttu að byrja. Spector er ákærður fyrir morð- ið á b-myndaleikkonunni Lönu Clarkson sem var skotin í höfuðið á heimili hans í febrúar. Spector, sem er 62 ára, er þekktastur fyrir að hafa skapað það sem kallað hef- ur verið „hljóðveggur“ (“Wall of Sound“) á sjöunda áratugi síðustu aldar. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því að hann borgaði eina milljón dollara í tryggingargjald. Honum er þó skylt að halda sig í Kaliforníufylki. Í viðtali við Esquire, gaf Spector það til kynna að Larson hafi framið sjálfsmorð, en sagði það þó aldrei beint út þar sem honum er meinað að tala um málið í fjölmiðlum. Rannsóknar- lögreglan hefur þó útilokað sjálfs- morð. Talið er að réttarhöldunum verði frestað um einn mánuð. ■ PHIL SPECTOR Nú eru allar líkur fyrir það að réttarhöldunum yfir Phil Spector verði frestað fram í september. Phil Spector: Réttarhöldum frestað FÖSTUDAGUR 1. ágúst 2003 23 skemmtileg birta fyrir alla 93.000 eintök frítt me› Fréttabla›inu á föstudögum  sjónvarpsdagskráin vi›töl greinar ver›launagátur pistlar sta›reyndir og sta›leysur frítt á föstudögum AC/DC KVEÐJA BRÁÐALUNGNABÓLGU Ástralska þungarokksveitin AC/DC’s kom fram á tónleikum sem haldnir voru í Toronto í Kanada til þess að fagna niðurlögum HABL, eða bráðalungnabólgu, á miðvikudag. Tón- leikarnir voru haldnir fyrir í Downsview Park fyrir framan rúmlega 450 þúsund manns. Eins og sjá má er Angus Young ennþá í skólabúningnum. MÓRI Stendur fyrir hiphopveislu á Kaffi Akureyri í kvöld ásamt félögum sínum í Grænum fingrum. er kannski of mikið.“ Samtökin Grænir fingur standa svo fyrir hiphopveislu á Kaffi Akureyri í kvöld: „Við ætlum að reyna að fylla staðinn svo að við fáum einhvern pening inn til þess að geta gert þetta að góðri helgi fyrir okkur líka,“ segir Magnús Ólafsson, bet- ur þekktur sem Móri. „Það er ekk- ert annað að gerast í hiphoppi þessa helgi þannig að öll senan, nánast eins og hún leggur sig, ákvað að fara til Akureyrar. Ég og Steinbítur ætlum að koma fram, Mezzías, Vivid Brain, MC Hugsun, MC illa leikin, Twisted Mind Screw. Maggsie úr Subterranian, Skytturnar, Kritikal Mass, For- gotten Lores og svo er ég örugg- lega að gleyma einhverjum.“ Eftir fjörið í kvöld ætlar allur hópurinn að koma sér fyrir á tjaldsvæði í bænum og tekur Móri ekki fyrir það að háð verði rímna- stríð í mesta bróðurlyndi á tjald- svæðinu. Nokkrar útgáfur eru væntan- legar frá Grænum fingrum með haustinu. Þar á meðal er fyrsta breiðskífa Mezzías, Forgotten Lores, safnplata frá ýmsum röpp- urum og margt fleira. biggi@frettabladid.is Angelina Jolie varðæf þegar hún sá auglýsingaplakatið fyr- ir væntanlega Tomb Raider mynd. Ástæðan var sú að búið var að fjarlægja geirvörtufar- ið á búning hennar. Kvikmyndafyr- irtækið tók þá ákvörðun að má geir- vörtuna út stafrænt af ótta við að veggspjaldið yrði bannað í löndum þar sem strangar reglur eru gegn slíku. Angelina er greinilega ánægð með kropp sinn og fannst illa vegið að sér. ÓskarsverðlaunaleikkonanNicole Kidman vann mál sitt gegn Daily Mail sem hélt því fram að hún ætti í ástarsambandi við leikarann Jude Law. Blaðið birti formlega afsökunarbeiðni á fimmtudag. Talið er að greinin hafi spilað stóran þátt í því að Law skildi við eiginkonu sína Sadie Frost skömmu eftir að þau eignuð- ust annað barn sitt. Fréttiraf fólki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.