Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 1

Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 16 Leikhús 16 Myndlist 16 Íþróttir 14 Sjónvarp 18 LAUGARDAGUR 2. ágúst 2003 – 177. tölublað – 3. árgangur LÁTA UNDAN ÞRÝSTINGI Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa sam- þykkt að fara í viðræður um þróun kjarnorku- vopna. Málið hefur verið í biðstöðu í níu mánuði. Bandaríkin, Kína, Japan, Rússland og Suður-Kórea taka þátt í við- ræðunum. Sjá bls. 2 BROTIÐ Á LÆKNUM OG LÖG- FRÆÐINGUM Samráð tryggingarfélag- anna náði til samskipta félaganna við lækna og lögfræðinga samkvæmt frumat- hugun Samkeppnisstofnunar á samráði tryggingarfélaga. Sjá bls. 2 MEIRIHLUTINN MEÐ AÐILD Fylgjendum aðildar Íslands að Evrópusam- bandinu (ESB) hefur fjölgað á liðnum mán- uðum og eru þeir nú fleiri en andstæðingar aðildar. Þetta er niðurstaða nýrrar könnun- ar Gallups. Sjá bls. 4 ÁSÖKUNUM UM SAMRÁÐ MÓT- MÆLT Tryggingarmiðstöðin segir mistök ástæðu þess að tilboð félagsins í slysa- tryggingar lögreglumanna var dregið til baka. Þeir segja ályktanir Samkeppnisstofn- unar um samráð í þessu útboði ekki eiga við rök að styðjast. Sjá bls. 6 VEÐRIÐ Í DAG bræðurnir berjast saman Bjarni Guðjónsson: ▲ SÍÐA 14 Leikur með Bochum í dag lærir portúgölsku smátt og smátt Björn Jörundur: ▲ SÍÐA 12 Útgerðarmað- ur í Brasilíu á leið til Bandaríkjanna Skúli Helgasson: ▲ SÍÐA 11 Gefur 3000 vínilplötur BESTA VEÐRIÐ Í REYKJAVÍK OG Í EYJUM Bjartviðri verður á suðvestur- fjórðungi landsins og hlýtt. Aðeins svalara verður á Vestfjörðum, en þar ætti hann þó að hanga þurr. Síst verður veðrið á Egils- stöðum, úrkoma og sólarlítið. Sjá bls. 6 HM ÍSLENSKA HESTSINS Heims- meistaramót íslenskra hesta, sem hófst Herning í Danmörku á fimmtudaginn, heldur áfram í dag. Keppni á unglinga- landsmóti UMFÍ sem sett var í gær, heldur áfram í dag. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG Samráð olíufélaganna: Óvissa um framhaldið SAMRÁÐ „Mér og Ásgeiri Einars- syni, lögfræðingi Samkeppnis- stofnunar, var falið að fara í gegn- um málið og höfum við verið að vinna í því, bæði á fimmtudag og í gær,“ segir Jón H. Snorrason, yf- irmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, um farveg málsins um samráð olíufélaganna. „Við erum að leita leiða til þess að þetta mál geti farið í þann farveg sem réttur er, hvort sem hann er hjá Samkeppnisstofnun eða hjá okkur,“ segir Jón. ■ FERÐALÖG Þjóðhátíðarnefnd er í viðræðum við Landssímann og Öl- gerð Egils Skallagrímssonar um beina útsendingu frá gítarleik og söng Árna Johnsens frá Kvía- bryggju til Herjólfsdals klukkan ellefu á sunnudagskvöldið. Í gærkvöld hafði Árni enn ekki fengið svör frá dómsmálaráðu- neytinu við umleitunum sínum um frí frá vistinni í fangelsinu á Kvía- bryggju, þar sem hann dvelur meðal annars vegna fjárdrátts og mútuþægni. Árni hefur leitt brekkusönginn í Herjólfsdal í 25 ár. „Við erum að skoða hvort þetta sé tæknilega mögulegt. Fimm menn eru hérna frá Landssíman- um og við höfum rætt við Ölgerð- ina um afnot af skjá sem hægt er að nota til að sýna Árna spila frá Kvíabryggju. Árni tók vel í þetta,“ segir Páll Scheving, einn umsjón- armanna Þjóðhátíðar. Allar skipulagðar samgöngu- leiðir til Vestmannaeyja voru full- nýttar í gær og var reiknað með að hátt í 4000 manns hafi náð til Eyja á sjó og í lofti. Veðurstofan spáir prýðilegu veðri um land allt, með örfáum undantekningum. Gert er ráð fyrir að veður verði hvað best á landinu suðvestan- verðu um helgina. Hins vegar gætu komið þokubakkar að Suður- landinu á mánudag. „Þá setjum við aukaferð á Herjólf, svo fólk festist ekki hér,“ segir Páll. Örlítið rigndi í Eyjum seinni partinn í gær, en horfur eru á sól í dag og á morgun. „Þetta var síð- asta súldin. Ef ég horfi til austurs sé ég sólarglennuna koma,“ sagði Páll í gærkvöld. Búist er við þús- und manns til viðbótar til Eyja í dag. Helga Ívarsdóttir, veðurfræð- ingur á Veðurstofu Íslands, segir gæfuna hliðholla Íslendingum um helgina hvað veðrið varðar. „Þetta er rosalega fínt veður og hvergi rok og rigning, þó það gætu komi einhverjir dropar.“ Reiknað er með að veðrið verði hvað síst á annesjum norðan og norðaustanlands, með þokubökk- um, en víðast hvar á landinu nær sólin að glenna sig um helgina. jtr@frettabladid.is EFTIRLÝSTUR Veggspjald þar sem heitið er verðlaunafé fyr- ir Saddam, fyrrum Íraksforseta og syni hans. Saddam Hussein: Hvetur til uppreisnar BAGDAD, AP „Ósigur og biturleiki gætu orðið til þess að einhverjir fremdu landráð, í stað þess að vera byssan sem miðað er á óvin- inn,“ segir rödd á segulbandsupp- töku sem Arabíska sjónvarps- stöðin Al-Jazeera spilaði í gær- morgun. Röddin er eignuð Saddam Hussein, fyrrum Íraksforseta, sem hefur verið hundeltur undan- farna þrjá og hálfan mánuð og er upptakan að sögn frá því á sunnu- dag. Röddin hvetur Íraka til áframhaldandi uppreisnar gegn Bandaríkjamönnum og jafnframt tryggja að ríkiseignir falli ekki í hendur Bandaríkjamönnum svo hægt sé að nýta þær í uppreisn- inni. ■ VERSLUN Ferðamanni einum var um daginn neitað um að kaupa handa fimm ára dóttur sinni litla Dreitil mjólk í Kaupfélagi Steingríms- fjarðar. Ástæðan var sú að hann átti enga Lató peningaseðla til að greiða með. Jóna Rakel Jónsdóttir, verslun- arstjóri hjá kaupfélaginu á Hólma- vík, segir Dreitil aðeins vera selda í versluninni í umboðssölu fyrir Lató. „Við eigum ekki Dreitilinn sjálf. Búnaðarbankinn sendir okkur vörur fyrir Lató og þær fá bara að liggja hér í búðinni,“ segir Jóna Rakel. Dreitill var eina mjólkurtegund- in sem til var í kaupfélaginu í minnstu umbúðunum. Jóna Rakel segir slíka vöru ekki pantaða þar sem hún seljist nær ekkert á Hólmavík. Þó alltaf sé hægt að kaupa vissar vörutegundir gegn greiðslu í Lató, eru einnig mismunandi vörur á boðstólum á hverjum tíma. Jóna Rakel segir sumar þeirra ekki hluta venjulegs vöruúrvals Kaupfélags Steingrímsfjarðar. Auk Dreitils, sé dæmi um slíkt skyr.is, sem aðeins sé selt í kaupfélaginu á vegum Lató. „Það hefur reyndar komið fyrir ef venjulega skyrið er búið í hillun- um að við höfum selt fólki skyr.is fyrir hefðbundna peninga,“ segir verslunarstjórinn. ■ Fimm ára stúlka fékk ekki mjólk í kaupfélagi: Neitað um Dreitil nema gegn Lató Fréttablaðið: Næst á þriðjudag BLAÐAÚTGÁFA Fréttablaðið kemur ekki út á morgun og mánudag, frí- dag verslunarmanna, en næsta blað kemur út á þriðjudag. Eftir það mun Fréttablaðið koma út alla daga vikunnar fram að jólum. Þetta er í samræmi við þá stefnu að blaðið komi út flesta daga ársins og aðeins verði gert hlé á útgáfu þegar nokkrir frídag- ar liggja saman. ■ LATÓ HAGKERFIÐ Fimm ára stúlka valdi sér Dreitil að drekka í Kaupfélagi Steingrímsfjarðar en faðirinn fékk mjólkina ekki keypta. ÞJÓÐHÁTÍÐ Um 4000 aðkomumenn voru komnir til Vestmannaeyja í gærkvöld til að fagna þjóðhátíð. Búist er við þúsund í viðbót í dag. M YN D – Ó G F RÉ TT IR Árni í beinni frá Kvíabryggju Þjóðhátíðarnefnd er í viðræðum við Landssímann um beina útsendingu frá gítarleik og söng Árna Johnsens frá Kvíabryggju. Veðurstofa Íslands spáir því að veðurguðirnir verði okkur hliðhollir um helgina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.