Fréttablaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 02.08.2003, Blaðsíða 2
2 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR “Ég er spenntur fyrir því að allt gangi vel um helgina.“ Óli H. Þórðarson, formaður Umferðarráðs, hefur fylgst með umferðinni um verslunarmannahelgina í aldarfjórðung. Spurningdagsins Óli, spenntur allan sólarhringinn? SUÐUR KÓREA, AP Stjórnvöld í Norð- ur-Kóreu hafa samþykkt að taka þátt í fjölþjóðlegum viðræðum vegna þeirra grunsemda sem eru uppi um þróun kjarnorkuvopna í landinu. Norður-Kórea hefur mánuðum saman krafist þess að eiga ein- göngu viðræður við bandarísk yf- irvöld vegna málsins en ákvað loks að slaka á klónni. Auk Norður- Kóreu og Bandaríkjanna munu Suður-Kórea, Kína, Japan og Rúss- land taka þátt í viðræðunum. Norð- ur-Kórea setti það sem skilyrði fyrir fjölþjóðlegu viðræðunum að tvíhliða viðræður við Bandaríkin gætu átt sér stað á sama tíma. John Bolton, aðstoðarutanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, sagði að ákvörðun Norður-Kóreu væri hvetjandi. Hún breytti þó ekki þeim kröfum Bandaríkjanna um að þjóðin hætti við kjarnorku- áform sín. Junichiro Koizumi, forsætis- ráðherra Japans, sagði að stigið hafi verið jákvætt skref fram á við. „Kannski er Norður-Kórea far- in að mýkjast örlítið í afstöðu sinni,“ sagði Koizumi. „Við eigum að fjölga fjölþjóðlegum viðræðum og láta Norður Kóreu heyra raddir alþjóðasamfélagsins.“ Í október í fyrra viðurkenndi Norður-Kórea þróun sína á kjarn- orkuvopnum sem eru búin til úr úraníum. Eftir það dró þjóðin sig úr fjölþjóðlegum sáttmála gegn þróun kjarnorkuvopna og endur- ræsti kjarnorkuver sitt sem býr til plútóníum. Auk þess hefur þjóðin sagt bandarískum yfirvöldum að hún hafi endursmíðað 8.000 kjarnaodda. Það magn gæti verið nóg til að búa til þó nokkrar kjarn- orkusprengjur á nokkrum mánuð- um. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fjölþjóðlegu viðræðurnar fara fram. ■ Samráð tryggingarfélaganna: Brutu á læknum og lögfræðingum SAMKEPPNISMÁL Samráð trygging- arfélaganna náði til samskipta fé- laganna við lækna og lögfræðinga samkvæmt frumathugun Sam- keppnisstofnunar á samráði trygg- ingarfélaga. Gilti þetta um greiðslu áverkavottorða og upp- gjöri líkamstjóna tjónþola. Mat Samkeppnisstofnunar er að með slíku samráði hafi verið brot- ið gegn 10. og 12. grein samkeppn- islaganna frá 1993. Samband íslenskra tryggingar- félaga sendi frá sér minnisblað með tilmælum til félaganna um hvernig þau skuli haga sér í tengslum við bótauppgjör fyrir líkamstjón. Samkeppnisstofnun telur tilmælunum ætlað að hafa áhrif á innkaupsverð fyrirtækja á þjónustu lögmanna. Í apríl árið 1999 sendi Samband íslenskra tryggingarfélaga til- kynningu um áverkavottorð lækna. Þar er tiltekið að viðmið vegna greiðslu áverkavottorða sé 28,8 sérfræðieiningar eða 4.752 krónur. Samkeppnisstofnun telur til- mælin brot á 10. og 12. grein. Einu gildi þótt læknar eða félag þeirra hafi komið að samráðinu. ■ Formenn flokka: Davíð hæstur TEKJUR Davíð Oddsson forsætis- ráðherra hafði hæst laun for- manna stjórnmálaflokkanna á síð- asta ári. Námu laun hans 943 þús- undum króna á mánuði, sam- kvæmt úttekt Frjálsrar verslunar á tekjum 2400 Íslendinga. Davíð var með um 200 þúsund krónum hærri laun en Halldór Ásgríms- son utanríkisráðherra, sem sam- kvæmt úttektinni var með 738 þúsund í laun á mánuði. Laun formanna stjórnarand- stöðuflokkanna voru nokkru lægri. Af þeim hafði Guðjón Arn- ar Kristjánsson hæstu launin, 415 þúsund á mánuði. Laun Össurar Skarphéðinssonar námu 409 þús- undum og laun Steingríms J. Sig- fússonar 347 þúsundum. ■ David Kelly: Blair ber vitni LONDON, AP Dómarinn sem stjórn- ar rannsókn á þeim kringum- stæðum sem leiddu til dauða breska vopnasérfræðingsins, David Kelly, hefur óskað eftir því að Tony Blair, forsætisráðherra, beri vitni í málinu. Blair verður spurður út í það hvers vegna Kelly hafi verið nefndur sem hugsanlegur heim- ildarmaður fyrir frétt breska rík- isútvarpsins, BBC, um að stjórn- völd hafi ýkt vopnaeign Íraka til að réttlæta stríðið. Eftir að fregnirnar voru gerðar opinber- ar framdi Kelly sjálfsvíg. Charles Kennedy, leiðtogi frjálslynda demókrataflokksins, sagði í gær að rannsaka eigi hvort breska varnarmálaráðu- neytið hafi hótað að taka ellilíf- eyrinn af Kelly, eftir að hann gaf BBC viðtalið án þess að hafa til þess leyfi. Kennedy sagði einnig að rann- saka eigi hvort Kelly hefði verið óánægður með það hvernig stjórnvöld notuðu sérfræðiráð- gjöf hans til að réttlæta stríðið. ■ Landssímamálið: Stórfelld og alvarleg brot RANNSÓKN „Rannsókn í Landssíma- málinu er í gangi ennþá. Búið er að ná utan um málið í stærstu dráttum,“ segir Jón H. Snorrason. Hann segir þá þurfa að ljúka býsna mörgu áður en þeir verði tilbúnir með málið fyrir þá með- ferð, sem rétt þykir og eðlileg, þegar rannsókninni verði að fullu lokið. „Það liggur fyrir að upplýst verði um stórfelld og alvarleg brot sem enda með einum hætti að hálfu lögreglu og ákæruvalds,“ sagði Jón H., þegar hann var spurður um hvort ákært yrði í málinu. ■ Bílasala: Um 43% aukning NEYSLA Sala nýrra bíla hefur aukist um 43% fyrstu sjö mánuði þessa árs, sé miðað við sama tíma og í fyrra. Fjöldi bíla sem seldir hafa verið eru 7095 bílar en til saman- burðar voru þeir 4950 í fyrra. Sú bílategund sem bersýnilega hefur vinninginn er Toyota, en 1823 bif- reiðar þeirrar tegundar hafa selst, eða um 25% af heildarsölunni. Velta Brimborgar, sem er eitt af fimm stærstu bílaumboðum landsins, eykst um 74% eða tæpa 1.3 milljarða króna á þessum fyrstu sjö mánuðum ársins. ■ Opið í dag 10 - 18 ... ... um 50 verslanir og veitingastaðir með opið í dag, laugardag. Sunnudag er opið kl. 13 - 17 hjá: Islandia, Kebab, Kiss, Maraþon, Mótor, Noa-Noa, Next og Park. Hard Rock, Kringlubíó og Kringlukráin hafa opið lengur fram á kvöld. Mánudag er lokað í verslunum. Opið hjá Hard Rock, Kebab og Kringlubíói. Sjá nánar www.kringlan.is Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K R I 21 87 0 08 /2 00 3 VERSLUNARMANNAHELGIN „Það er al- veg makalaust að yfirvöld skuli banna 18 ára og yngri að gista á tjaldsvæðum bæjarins,“ sagði Davíð Hreiðarsson, íbúi á Akur- eyri, en talsvert hefur verið um að unglingar setji upp tjöld sín hér og þar um bæinn þar sem fólki yngra en 18 ára er ekki heimilt að gista á tjaldstæðinu án fylgdar forráðamanna. „Ég hef tekið eftir krökkum sem eru að tjalda og skemmta sér hjá yfirgefnum skemmum og vöruhúsum í bænum. Er þá ekki gáfulegra að hleypa þeim inn á tjaldstæðið og hafa eftirlit með þeim þar?“ Þórarinn Jóhannesson varð- stjóri í Lögreglunni á Akureyri sagði að öll slík mál væru tekin hörðum höndum. „Það er okkar reynsla að lítill hópur af ungling- um getur stækkað mikið yfir eina helgi og því tökum við á því ef að við sjáum tjöld þar sem þau eiga ekki að vera. Ef um er ræða ungl- inga undir lögaldri hringjum við strax í foreldrana. Það er aðeins einn staður hér á Akureyri þar sem leyfilegt er að tjalda og það er á tjaldstæðinu. ■ Daninn er enn í gæsluvarðhaldi: Íslendingur- inn í farbanni FARBANN Gæsluvarðhald yfir Ís- lendingnum, sem sóttur var af lögreglunni í Reykjavík til Dan- merkur vegna aðildar að tíu kíló- um af hassi sem flutt voru til landsins, rann út í gær en hann hefur verið úrskurðaður í farbann til 1. september. Gæsluvarðhald- inu yfir Dana, sem var handtekinn í tengslum við málið, var fram- lengt til 19. ágúst. „Nú sér fyrir endann á rannsókninni og næst er að koma málinu fyrir dóm,“ segir Hörður Jóhannesson, yfirlög- regluþjónn hjá lögreglunni í Reykjavík. ■ FRÁ AKUREYRI Fólk yngra en 18 ára dvelur nú víða um bæinn. Yngri en 18 ára fá ekki gistingu á tjaldsvæðinu á Akureyri: Ungmenni tjalda hvar sem er LANDSSÍMINN Rannsókn Ríkislögreglustjóra í Landsímamálinu stendur enn yfir. GRIMMDARAUGU Norður Kóreskur hermaður horfir grimmdaraugum á bandarískan hermann sem er stadd- ur hinum megin við hlutlaust hersvæði sem skilur að Norður- og Suður Kóreu. N-Kórea lætur undan þrýstingi Stjórnvöld í Norður Kóreu samþykkja að fara í viðræður um þróun kjarnorkuvopna. Málið hefur verið í biðstöðu í níu mánuði. Bandaríkin, Kína, Japan, Rússland og Suður-Kórea taka þátt í viðræðunum. AP /M YN D TRYGGINGARSAMRÁÐ Samband íslenskra tryggingarfélaga beindi tilmælum til tryggingarfélaganna um viðskipti við lækna og lögfræðinga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B IL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.