Fréttablaðið - 02.08.2003, Qupperneq 4
4 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Ertu að vinna um Verslunar-
mannahelgina?
Spurning dagsins í dag:
Áttu eftir að taka eitthvað sumarfrí?
Niðurstöður gærdagsins
á www.frett.is
74%
26%
Nei
Já
Kjörkassinn
Farðu inn á frett.is og segðu þína skoðun
frétt.is
STJÓRNMÁL Tveir þriðju hlutar Ís-
lendinga vilja að Bandaríkin ann-
ist varnir landsins samkvæmt
könnun Gallups.
Auk þess sem 65% lands-
manna styðja veru bandarísks
herliðs í landinu er 71% hlynnt
veru landsins í NATO. Séu þau
17% úrtaksins í könnuninni sem
ekki tók afstöðu til herliðsins
undanskilin, nemur stuðningur
við herinn 77%. Til spurningar-
innar um NATO-aðildina tóku
15% ekki afstöðu. Að þeim frá-
töldum nemur stuðningurinn
84%.
Þetta mun vera í samræmi við
mælingar Gallups frá október
2001 þó stuðningurinn lækki ei-
lítið við bæði herinn og NATO að-
ildina.
Niðurstöður Gallups benda til
að karlar séu meðmæltari veru
hersins en konur. Þá er fólk á
aldrinum 25 til 44 ára hlynntari
hersetunni en fólk sem er yngra
og eldra en þessi aldurshópur.
Ennfremur eru stuðningsmenn
stjórnarflokkanna hlynntari veru
hersins og aðildinni að NATO en
þeir sem aðhyllast stjórnarand-
stöðuflokkana. ■
Meirihlutinn vill í
Evrópusambandið
Af þeim sem tóku afstöðu í könnun Gallup eru nú 51% fylgjandi inn-
göngu í Evrópusambandið í stað 43% fyrir fjórum mánuðum. Viðskipta-
hagsmunir eru taldir helsti kostur aðildar.
STJÓRNMÁL Fylgjendum aðildar Ís-
lands að Evrópusambandinu
(ESB) hefur fjölgað á liðnum mán-
uðum og eru þeir nú fleiri en and-
stæðingar aðildar. Þetta er niður-
staða nýrrar Gallup-könnunar.
Samkvæmt nýju könnuninni
segjast nú 42% aðspurðra vera
fylgjandi aðild að ESB en 40%
vera á móti. Þeir
sem ekki taka af-
stöðu mælast vera
19%. Að fráreikn-
uðum þeim sem
ekki taka afstöðu
er ríflega 51% með
aðild en tæplega
49% á móti
Í sambærilegri könnun fyrir
fjórum mánuðum, í febrúar, voru
48% á móti aðild að ESB en 36%
voru henni fylgjandi. Um 16%
tóku þá ekki afstöðu til málsins. Að
þeim frátöldum mældust rúm 57%
vera á móti inngöngu í ESB en tæp
43% vera hlynnt inngöngu.
Þátttakendur í könnun Gallups
voru sérstaklega spurðir um kosti
og galla á ESB-aðildinni.
Af þeim sem nefndu ókosti
töldu langflestir, eða 47%, að
helsti ókosturinn tengdist sjávar-
útvegsmálum. Þá nefndu 24%
sjálfstæði sem Íslendingar myndu
tapa og 11% nefndu áhrifaleysi
okkar innan sambandsins.
Helsta kost aðildar að ESB
sögðu 30% svarenda vera fólginn í
viðskiptahagsmunum. Tæpur
fimmtungur taldi það kost að
verða með inngöngu hluti af Evr-
ópu. Að evran kæmi í stað íslensku
krónunnar sögðu 16% vera helsta
kostinn og 15% nefndu lægra
vöruverð sem myndi fylgja aðild
að Evrópusambandinu.
Afstaða manna til inngöngu í
ESB markast verulega af almenn-
um stjórnmálaviðhorfum þeirra.
Þannig eru þeir sem sögðust styðja
Samfylkinguna langflestir, eða
63%, fylgjandi aðildinni. Á móti
voru 20%.
Af stuðningsfólki Vinstri græn-
na og stuðningsfólki Frjálslynda
flokksins sögðust hins vegar í báð-
um tilfellum 56% vera andvíg að-
ild en 33% vera með aðildinni.
Þá eru andstæðingar ESB-aðild-
ar innan stjórnarflokkanna tals-
vert fleiri en fylgjendurnir. Í
Framsóknarflokknum er 36%
fylgjandi aðild en 43% á móti. Í
röðum Sjálfstæðismanna mældust
34% vera meðmæltir inngöngu í
ESB en 48% vera á móti.
Gallup segir ennfremur að
langskólagengið fólk sé fremur
fylgjandi ESB aðild en þeir sem
styttri skólagöngu eigi að baki. Þá
séu 45% þeirra sem búa í þéttbýli
en í dreifbýli.
gar@frettabladid.is
Tekjur:
Formaður
VR hæstur
TEKJUR Magnús L. Sveinsson, fv.
formaður VR, er launahæstur
starfsmanna hagsmunasamtaka og
aðila vinnumarkaðarins. Námu
tekjur hans 1.360 milljónum króna
á mánuði síðasta árið, samkvæmt
úttekt Frjálsrar verslunar. Formað-
ur og framkvæmdastjóri LÍÚ,
Kristján Ragnarsson og Friðrik
Arngrímsson, fylgja honum eftir
með 1.097 og 959 milljónir króna í
mánaðarlaun.
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR, fékk mánaðarlaun upp á 866
þúsund og Sveinn Hannesson,
framkvæmdastjóri Samtaka iðnað-
arins fékk 860 þúsund á mánuði. ■
EVEREST FJALL
Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa nú höggvið
á hnútinn í deilunni um hver var fljótastur
að klífa tindinn
Hraðamet á Everest:
Sherpinn
Gyelu held-
ur metinu
KATMANDÚ, AP Samkomulag hefur
tekist í deilunni um hver var fljót-
astur að klífa hæsta fjall veraldar,
Everest-fjall.
Yfirvöld í Nepal skýrðu frá því
að hraðamet Sherpans, Lapka
Geylu, hefði verið staðfest en það
tók hann 10 klukkustundir og 56
mínútur að fara úr neðstu búðum,
sem eru í 5.300 metra hæð, á tind
Everest í 8.850 metra hæð.
Annar Sherpi, Pamba Dorje,
hafði gert tilkall til hraðametsins
en hann kleif tind Everest á 12
klukkustundum og 45 mínútum.
Dorje sagði Sherpann Geylu ljúga
til um tíma sinn, en yfirvöld stað-
festu tíma Geylus eftir samtöl við
vitni, skoðun ljósmynda og ann-
arra gagna.
Hálf öld er síðan Nýsjálending-
urinn Edmund Hillary komst á
tind Everest, ásamt Sherpanum
Tenzing Norgay. Síðan hafa 1.300
manns klifið tind þessa hæsta
fjalls heims. ■
SPRENGING
Sprengjusérfræðingarnir voru óviðbúnir
þegar sprengjan sprakk.
Sprenging í Tyrklandi:
Sextán lög-
reglumenn
særðust
TYRKLAND,AP Sextán lögreglumenn
særðust, þar af tveir alvarlega,
þegar sprengja sem sprengjusér-
fræðingar voru að reyna að af-
tengja, sprakk í Ankara.
Sprengjan var staðsett fyrir utan
byggingu stjórnvalda. Einn af
sprengjuséræðingunum opnaði
sprengjuna með fyrrgreindum af-
leiðingum. Hann hafði engan hlífð-
arbúnað á sér. Fjölmargir lögreglu-
menn höfðu safnast saman til að sjá
sprengjuna aftengda. ■
FÁÐU‘ÐA UM HELGINA!
FEELFINE
-drykkur morgundagsins
- engin þynnka
- aukin orka
- betri líðan
www.feelfine.is
Fæst í: Hagkaupum, 10-11, afgreiðslu Herjólfs Þorláksh.
og öðrum betri verslunum og apótekum um allt land.
Fylgi flokkanna:
Óbreytt
staða
STJÓRNMÁL Fylgi við stjórnmála-
flokka breyttist nær ekkert milli
júní og júlí samkvæmt skoðana-
könnun Þjóðarpúls Gallups.
Könnun sýnir að 60% að-
spurðra styðja ríkisstjórnina.
Samtals hafa stjórnarflokkarnir
hins vegar 53% fylgi; Sjálfstæðis-
flokkurinn 35% fylgi og Fram-
sóknarflokkur 18%.
Helsta breytingin á fylgi
stjórnarandstöðuflokkanna er sú
að Frjálslyndi flokkurinn lækkar
úr 8% í 6%. Vinstri grænir hækka
úr 10% í 11% og Samfylkingin
stendur í stað með 29%. ■
UPPGJÖR Afkoma Eimskipafélags-
ins á öðrum ársfjórðungi var und-
ir væntingum greiningardeildar
Íslandsbanka. Lýsir bankinn von-
brigðum með uppgjörið. Velta
Eimskipafélagsins fyrstu sex
mánuði ársins var um milljarði
lægri en spár Íslandsbanka gerðu
ráð fyrir. Velta félagsins var rúm-
ur fimmtán og hálfur milljarður.
Hagnaður félagsins var 134 millj-
ónir króna en spá Íslandsbanka
gerði ráð fyrir 353 milljón króna
hagnaði. Afkoma Eimskipafélags-
ins er einnig nokkuð undir spá
Kaupþings Búnaðarbanka. Af-
komuspá Landsbankans var næst
niðurstöðu uppgjörsins og var
hagnaður Eimskipa 90 milljón
krónum meiri en spá bankans
gerði ráð fyrir.
Framlegð Brims, sjávarút-
vegsstoðar Eimskipafélagsins, er
tæp 15 prósent. Að sögn greining-
ardeildar Íslandsbanka hefur
gengi krónunnar þróast í óhag-
stæða átt frá því að Eimskip
keypti sjávarútvegsfélögin sem
nú mynda Brim. Búast má við lak-
ari afkomu sjávarútvegsstoðar
Eimskips á síðari hluta ársins.
Litlar sem engar breytingar
urðu á gengi félagsins við birt-
ingu uppgjörsins. ■
Lítil breyting í skoðanakönnun Gallups:
Bandaríkin veiti
Íslandi hervernd
HERSTÖÐ BANDARÍKJANNA
Nær fjórir af fimm Íslendingum vilja
bandaríska hervernd.
Afkoma Eimskipafélagsins:
Vonbrigði og lítill hagnaður
LÉLEG AFKOMA
Eimskipafélagið velti rúmum fimmtán milljörðum fyrstu sex mánuði ársins.
Hagnaður af þessum rekstrartekjum var einungis 134 milljónir.
■
Afstaða manna
til inngöngu
í ESB markast
verulega af
almennum
stjórnmálavið-
horfum þeirra.
HÖFUÐSTÖÐVAR EVRÓPUSAMBANDSINS
Naumur meirihluti er nú fyrir því meðal íslenskra kjósenda gerast aðili að
Evrópusambandinu samkvæmt niðurstöðu nýs Þjóðarpúls Gallups.