Fréttablaðið - 02.08.2003, Side 8
Um helgina 26. - 27. júlí sagði Ög-mundur Jónasson, þingmaður
Vinstri grænna (sem láta sig sjaldan
vanta þegar tækifæri býðst til að
kasta grjóti í nafni réttlætisins), að
Ingibjörgu Sólrúnu hefði skort dóm-
greind þegar hún ákvað að þegja
yfir olíublettunum á Þórólfi Árna-
syni, sem Reykvíkingar héldu að
væri splunkunýr úr kassanum.
En landið er fagurt og frítt. Bún-
aðarsamband Suðurlands hefur
hvatt bændur til að henda heyi
seinni sláttar strax, í stað þess að
kosta til við að koma því í rúllur og
henda því næsta sumar. Af þessu má
læra að betra er að fleygja mataraf-
göngum strax í stað þess að setja þá
í ísskápinn og henda þeim síðar.
Sunnudaginn 27.júlí komu aldrað-
ir hermenn saman á landamærum
Suður- og Norður-Kóreu til að minn-
ast þess að hálf öld er liðin frá lokum
Kóreustríðsins. Og enn standa and-
stæðingarnir vörð sinn hvoru megin
við landamærin og horfast í augu,
gráir fyrir járnum.
Á mánudag kom Robertsson
framkvæmdastjóri NATO til að
kveðja vini sína, Davíð og Halldór.
Bob Hope kvaddi líka þennan dag,
fyrir fullt og allt, 100 ára að aldri.
Á þriðjudag var Páll Scheving að
reyna að fá Árna Johnsen lánaðan til
að kyrja brekkusöng, en yfirvöld eru
nísk á að veita föngum leyfi til að
sletta úr klaufunum, eins og þegar
Lalla Johns var bannað að fara í bíó.
Skyldu sömu reglur gilda fyrir
Johns og Johnsen?
Svo kemur miðvikudagur 30. og
Ingibjörg Sólrún segir að pólitík sé
grimm. Þrátt fyrir að hundahald sé
bannað (en samt leyft) er borgar-
stjórinn lentur í þessari grimmu tík.
Ógnarlangt viðtal við Þórólf í Mogga
og báðum sjónvarpsstöðvum. Skítt ef
maður þarf að fleygja óslitnum flík-
um út af blettum sem ekki nást úr.
Á fimmtudag varð Hörður Sigur-
gestsson varaformaður Skeljungs
fyrir því að lenda í fjaðrafoki, en þá
var hann spurður út í eldfim við-
skipti sín við Hörð Sigurgestsson,
stjórnarformann Flugleiða. Hörður
og Hörður vilja ekki tjá sig um for-
tíðina.
Galdrabrennur, segja sumir, og
vilja meina að fréttir fjölmiðla af
rannsókn málsins séu í rauninni
refsing án glæps, sem hlýtur að vera
sjokkerandi reynsla - einkum fyrir
þá sem hafa vanist því að stunda
glæpi án refsingar.
Föstudaginn 1. ágúst eykst enn
grínið í framhaldssápunni „Vinir - í
viðskiptum“. Í aðalhlutverkum birt-
ast Sjóvá, Tryggingamiðstöðin og
fleiri og fleiri og fleiri.
Þokkalegt veður mestalla vikuna,
hlýtt en skýjað og skúraleiðingar.
Þurrt að kalla, eins og þeir segja hjá
Veðurstofunni þegar rignir ofan í
þurrkaspárnar ... ■
Hvað kemur það fólki við hvaðég er með í laun?“ spyr net-
verji með notandanafnið ert á
málefni.is. Heitar umræður eru
víða á spjallrásum og á meðal
pistlahöfunda netsins um það
hvort skattskýrslur eigi að vera
opinberar eða ekki. Netverjinn
heldur áfram og
spyr: „Af hverju að
draga mörkin við
skattskrárnar? Af
hverju er ekki bara
gengið alla leið og
þetta allt gert opin-
bert? Þannig gæti
ég séð hvort ná-
grannahjónin séu í raun skilin og
hann með lögheimili úti í bæ til að
fá auknar bætur hjá TR?“
„Málið snýst um friðhelgi
einkalífsins og til að brjóta hana
þarf að vera góður rökstuðning-
ur,“ skrifar landr á sömu netsíðu
og tekur undir málstað erts. „Það
þarf í raun ekki að rökstyðja af
hverju á ekki að birta tölur yfir
hagi einstaklinga (ef menn skilja
ekki hvað friðhelgi einkalífs er)
heldur þurfa þeir sem vilja birt-
ingu að koma með rök fyrir henni,
og þau þurfa að varða almanna-
hagsmuni.“
„Ég hef satt að segja aldrei
skilið þessa viðkvæmni í fólki
gagnvart skattskrám landsins,“
skrifar xstrax. „Og ekki er þetta
eins og það sé alveg einstakt með-
al þjóða. Ég fór nýlega inn á ein-
hvern bæjarlink í Noregi og þar
gat ég séð hvað fólk var með í
gjaldstofna, bara með því að setja
inn nafn; þurfti ekki einu sinni
kennitölu til!“
Marbendill tekur undir orð
xtrax. „Skil ekki þessa við-
kvæmni,“ skrifar hann. „Hægri
ofstækismenn gera sig að fíflum
með því að æsa sig yfir þessum
tittlingaskít sem í raun er þjóð-
þrifaverk, það er að birta skatta-
listana.“ Hann segir Noreg til fyr-
irmyndar, þar sem hægt er að sjá
allar tekjuupplýsingar manna á
netinu með því að stimpla inn
nafn á síðunni http://bt.no/skatt/.
Marbendill bendir á að þetta skapi
vörn gegn skattsvikum. „Svo er
þetta líka í anda hins upplýsta
þjóðfélags.“
Landr er ekki lengi að svara
fyrir sig: „Og þá er bara að stíga
skrefið til fulls: 1. Birta lista yfir
örorkugreiðslur - Jói í næsta húsi
getur gert við húsið sitt því hann
er sko enginn 45% öryrki! 2. Lán
frá LÍN - sonur henna Gunnu er
örugglega að vinna svart með
náminu! Svo getum við öll fylgst
með hvort öðru í vel upplýstu
þjóðfélagi ...“
Pistlahöfundur á andriki.is,
eða vefþjóðviljanum, veltir mál-
inu fyrir sér út frá öðrum sjónar-
hóli. Hann beinir sjónum sínum
að því að vinnuveitendur fái að
vita álagningu skattsins viku
áður en launþeginn, og sé falið að
innheimta skattskuldina. Hann
segir það „einkennilegt að vinnu-
veitendur, af öllum mönnum, fái
reglulega um það tilkynningar
frá skattinum hvað starfsmenn
þeirra skulda í skatta.“ Og hann
heldur áfram: „Oftast eru þetta
skattskuldir sem starfsmaður
hefur stofnað til annars staðar en
með vinnu sinni fyrir fyrirtækið
sem fær tilkynninguna um að
starfsmaðurinn sé með allt niður
um sig gagnvart skattinum og
þurfi að vinna allan sólarhring-
inn næstu mánuðina til að eiga
fyrir skuldinni.“ ■
8 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
Útgáfufélag: Frétt ehf.
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjóri: Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórnarfulltrúar: Reynir Traustason
og Steinunn Stefánsdóttir
Auglýsingastjóri: Þórmundur Bergsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Suðurgötu 10, 101 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Rafpóstur auglýsingadeildar:
auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Frétt ehf.
Prentvinnsla: Ísafoldarprentsmiðja ehf.
Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuð-
borgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er
hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands-
byggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu
sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
Þar eð ég var einn þeirra semhvöttu Þórólf Árnason til að
gera hreint fyrir sínum dyrum í
olíumálinu nýja þykir mér ekki
nema sanngjarnt og rétt að fram
komi að það þykir mér Þórólfur
nú hafa gert á býsna skörulegan
hátt með viðtölum við fjölmiðla í
vikunni.
„Þórólfsmálið“ var auðvitað frá
upphafi með nokkrum ólíkindum.
Það var stórskrýtið að sá maður
sem einn virtist eiga að verða
hengdur eftir að
upplýsingar tóku að
berast úr frum-
skýrslu Samkeppn-
isstofnunar skyldi
vera Þórólfur - mað-
ur, sem með störf-
um sínum hjá Tali,
var eins konar hold-
gervingur baráttu
gegn gömlu einok-
unarfyrirtækjunum
sem hér hafa öllu
ráðið í viðskiptalíf-
inu í áratugi, maður
sem greinilega
þekkti sitt markaðskerfi fram í
fingurgóma og virtist eiginlega
manna ólíklegastur til að verða
táknmynd hinna „gömlu gilda“ þar
sem klíkubræður ráða ráðum sín-
um í bakherbergjum. Og ekki síð-
ur kaldhæðnislegt ef borgarstjóri
Reykjavíkurlistans var orðinn
helsti sökudólgur í máli þar sem
betur virtust liggja við höggi ýms-
ir framámenn tengdir Sjálfstæðis-
flokknum (og Framsóknarflokkur-
inn ekki alveg ósnortinn heldur,
það er ástæðulaust að gleyma því).
Gæti Þórólfur verið frændi
Sópranós?
Meðal annars þess vegna, en
þó fyrst og fremst vegna þess að
hann verður sem borgarstjóri að
njóta trúnaðar borgarbúa, þá var
svo mikilvægt fyrir Þórólf að
gera uppskátt um aðild sína að
olíuhneykslinu. Málið snerist auð-
vitað ekki um að Þórólfur sannaði
- allra síst í fjölmiðlum - að hann
væri ekki frændi Tónýs Sópranós,
eða að hann hefði einn manna á Ís-
landi aldrei á ævinni heyrt orðin
„samráð olíufélaganna“. Ég hefði
satt að segja alveg þolað Þórólfi
töluvert meiri vitneskju um það
samráð en hann kveðst nú hafa
haft. Bara ef hann hefði skýrt
heiðarlega og skilmerkilega frá
því. Því Þórólfur hefði jafnvel þá
átt sér allverulegar málsbætur,
sem hvorki er tóm til né þörf á að
rekja hér. Málið snerist fyrst og
fremst um það hvort hann sem
nýorðinn stjórnmálamaður - því
það hlýtur hann að kallast sem
borgarstjóri í Reykjavík - hvort
hann hefði til að bera hreinskilni,
einlægni og þor til að gera grein
fyrir sínum þætti þannig að full-
nægjandi væri. Og það þótti mér
Þórólfur reyndar gera í vikunni.
Trúverðugur maður
Auðvitað ætti ég að setja hér
þann fyrirvara að Þórólfur gæti
hugsanlega verið
að ljúga eins og hann er langur til.
Hann gæti hugsanlega hafa setið
glottandi við borðið þar sem
Kristinn Björnsson, Geir Magnús-
son og Einar Benediktsson komu
sér saman um prísana. Og hann
gæti líka hugsanlega verið fjar-
skyldur Tóný Sópranó gegnum
systurdóttur langafabróður
ömmusystur sinnar. En í bili sé ég
hins vegar enga ástæðu til að trúa
því. Í fyrsta lagi væri Þórólfur þá
að taka fáránlega áhættu, því
væntanlega kemst þá upp um
hann ekki síðar en um áramót,
þegar Samkeppnisstofnun skilar
sinni lokaskýrslu. En í öðru lagi
var framganga Þórólfs í viðtölun-
um í vikunni einfaldlega þannig
að ég trúði honum. Vissulega voru
sjónvarpsviðtölin ekki alveg
vandræðalaus fyrir hann, en í
heild þótti mér sá maður sem sat
fyrir svörum trúverðugur og
flytja mál sitt í senn af þunga og
einlægni. Og grunaði hann um
hreinskilni. Hugsaði meira að
segja: Ýmislegt gætu nú þraut-
reyndir stjórnmálamenn lært af
þessari framgöngu. En bætti svo
við í huganum: Nei, ætli það. Því
framganga Þórólfs virtist ekki til-
lærð heldur manninum bara eðlis-
læg. Og ekki til eftiröpunar. Og
sem persóna, fannst mér maður-
inn vaxa af þessari raun. Nú þeg-
ar Þórólfur hefur talað og við bíð-
um bara róleg fram til áramóta til
að vita hvort þetta sé ekki örugg-
lega allt meira og minna rétt hjá
honum, þá fer hins vegar að verða
brýnt að snúa sér að þeim sem
málið snýst í rauninni um.
Vilhjálmsþáttur
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
oddviti sjálfstæðismanna í borg-
arstjórn, vill að vísu ólmur láta ol-
íumálið nýja snúast áfram aðeins
um Þórólf Árnason með afdráttar-
lausum fullyrðingum um að hann
sé að ljúga þessu öllu. Þær full-
yrðingar komu á óvart, því mér
hefur hingað til virst Vilhjálmur
bæði gætinn og sanngjarn stjórn-
málamaður. Ég er ekki viss um að
hróður hans aukist á endanum af
ákafanum.
Það verður að minnsta kosti
afar forvitnilegt að sjá hvaða ein-
kunnir Vilhjálmur velur þá
málsvörnum annarra, sem fyrr
eða síðar þarf að knýja til að taka
til máls - ef einhvern tíma tekst þá
að toga orð upp úr fólki eins og
Sólveigu Pétursdóttur, Herði Sig-
urgestsson etc. ■
Óráðsía
Vigfús skrifar
Mér finnst það skjóta ansiskökku við, þegar verið er sí-
fellt að tala um sparnað í ríkisbú-
skapnum, að til stendur að senda
sérstakan sendiráðsprest til
London á kostnað skattgreiðenda
fyrir fleiri milljónir á ári. Prestar
landsins eru margir og vinna mis-
jafnlega fyrir kaupinu sínu, bíla-
styrkjum og fleiri fríðindum. Þeir
vinna nú ekki nema á sunnudögum
í hálftómum kirkjum. Að vera að
senda prest til sendiráðs Íslands í
London er fáránlegt, ekki síst þar
sem þeir Íslendingar sem eru þar
fyrir tala góða ensku, og nóg er af
prestum þar fyrir. Þetta ætti að
taka til endurskoðunar og spara hér
frekar en að gera út á okkur fátæka
skattgreiðendur.
Einnig mætti leggja alveg niður
Jafnréttisstofu, ekki síst eftir að sú
stofnum hefur svo rækilega sannað
fáránleika tilveru sinnar. Hver ætli
kostnaðurinn við það bákn sé þegar
orðinn? ■
Eitt eilífðarsmáblóm
Málsvörn
Þórólfs
■ Bréf til blaðsins
Hörður og Hörður
■
Meðal annars
þess vegna en
þó fyrst og
fremst vegna
þess að hann
verður sem
borgarstjóri að
njóta trúnaðar
borgarbúa, þá
var svo mikil-
vægt fyrir
Þórólf að gera
uppskátt um
aðild sína að
olíuhneykslinu.■
Ég hef satt að
segja aldrei
skilið þessa
viðkvæmni í
fólki gagnvart
skattskrám
landsins“
ÞRÁINN BERTELSSON
■ hraðspólar fréttir vikunnar
ILLUGI
JÖKULSSON
■
skrifar um
borgarstjóra
og olíusamráð
Um daginnog veginn
ERILL Á SKATTSTOFU
Eru tekjur og skattar einkamál eða opinberar upplýsingar?
Af netinu
■ Netverjar deila um hvort
skattskrár eigi að vera opinberar.
Með nefið í hvers
manns skatti
Áskorun til
Veðurstofu
Arnar G. Hinriksson frá Ísafirði skrifar
Endilega haldið áfram hrakviðr-isspám ykkar fyrir Vestfirði.
Þið eru búnir að spá hér leiðinda-
veðri alla vikuna en það hefur ver-
ið hér sól og blíða alla daga og nú
vaknar maður klukkan 5.00 að
morgni í heiðríkju hér á Ísafirði.
Það virðist vera aðalreglan hjá
ykkur að spá hér leiðinlegra veðri
heldur en raun verður á. ■