Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 11

Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 11
Þetta er safn sem ég byggði uppfyrst og fremst þegar ég var útvarpsmaður á Rás 2, en þar byrjaði ég átján ára gamall, fyrir tuttugu árum, með heimildaþætti um hljómsveitir sem við Snorri Már Skúlason gerðum saman. Mér þykir við hæfi að safnið fari til þjóðarinnar á einhvern hátt og mér datt enginn staður betri í hug en poppmynjasafnið í Keflavík,“ segir Skúli Helgason fyrrum út- varpsmaður og fráfarandi yfir- maður tónlistarútgáfu Eddu miðl- unar. Hann er á leið til útlanda í nám og hefur á þeim tímamótum ákveðið að gefa Poppminjasafn- inu í Keflavík vínilplötusafnið sitt sem telur um þrjú þúsund LP- plötur, 12 tommur og smáskífur með popp- og rokktónlist. „Ég sé fyrir mér að menn geti mætt í þessa vöggu popptónlistarinnar á Íslandi og flett í gegnum safnið og hlustað á plötur,“ segir Skúli. „Allra skemmtilegast væri ef ein- hverjir geðsjúklingar eins og ég var á sínum tíma, hvað tónlist varðar, fari og stúderi tónlistina og búi til þætti.“ Skúli segir safnið saman stan- da af tónlist úr öllum áttum, en mikið sé frá níunda áratugnum. „Kjarninn er pönk og nýbylgja, og nýrokkið sem kemur fram með Smiths, U2 og R.E.M. og fleirum,“ segir Skúli. „Svo hlustaði maður líka heilmikið á Bowie og vestur- strandarokkið í Bandaríkjunum.“ Skúli keypti fyrstu plötuna þegar hann var ellefu ára, árið 1976. „Það var önnur plata Bítl- anna, Introducing The Beatles,“ segir hann. „Ég keypti hana not- aða í Safnarabúðinni. Alla tíð síð- an hef ég verið haldinn ólæknandi Bítlabakteríu.“ Skúli segist ekki hafa hlustað á allar plöturnar í safninu, en megn- ið af þeim. Aðspurður um það hvað standi upp úr segir hann Smiths með Morrissey í farar- broddi vera sér ofarlega í huga. Hins vegar fær Poppminjasafnið ekki allan skammtinn strax, því Skúli hyggst halda eftir nokkrum kössum fyrir sjálfan sig enn um sinn. Það eru plötur sem hann ber sérstaklega miklar taugar til. „Það eru ekki endilega bestu plöt- urnar,“ segir hann. „Þarna er svo- lítið af íslensku nýbylgjunni, sem ekki er til á diskum, Purrkur, Þeyr og Kukl. Ég ætla aðeins að hlusta á þessar plötur lengur, áður en safnið fær þær.“ Skúli er á leið til Minneappolis í nám í opinberri stjórnsýslu, ásamt konu sinni, Önnu Lind, sem einnig er að fara í nám, og tveim- ur sonum. Í Minneappolis býr Prince og Skúli hefur að sjálf- sögðu í hyggju að heimsækja hina konunglegu ótukt og drekka með honum kaffibolla. Einnig er Bob Dylan frá Minneappolis. Hins vegar hljómar nám í opin- berri stjórnsýslu dálítið eins og Skúli hafi ákveðið að söðla um og láta tónlistaráhugann víkja fyrir öðrum hugðarefnum. Hann viður- kennir að það sé rétt. „Auðvitað eru þetta, í einhverjum skilningi, kaflaskil í lífi manns,“ segir hann. „Maður er að kveðja ákveðið tímabil þar sem tónlistin hefur haldið manni í heljargreipum. En ég geri þetta í anda ummæla sem eru höfð eftir Ragnari í Smára. Maður á aldrei að gefa neitt nema það sem maður sér eftir.“ Rúnar Júlíusson tónlistarmað- ur er einn aðalhvatamanna að stofnun Poppminjasafnsins, en uppbygging safnsins er nú í hönd- um bæjarstjórnar í Keflavík. Rúnar kvaðst ákaflega ánægður með gjöfina þegar Fréttablaðið náði í hann í gær, þar sem hann var á leið til Siglufjarðar að spila með Hljómum. „Þetta er mjög ánægjulegt,“ sagði Rúnar. „En ég á eftir að hlusta á þetta.“ gs@frettabladid.is 11LAUGARDAGUR 2. ágúst 2003 Kiljuútgáfa á Íslandi er í mikl-um blóma og um langa helgi, eins og verslunar- mannahelgi, er upplagt að leggjast í lestur, hvort sem er í útileg- unni eða heima hjá sér. Af nógu er að taka. Þeir sem kjósa ljóð- ræna lesningu, en um leið mikla frásagnar- gleði, ættu að lesa Rokkað í Vittula eftir Mikael Niemi. Bókin hefur selst í rúmlega hálfri milljón eintaka í Svíþjóð. Hún hlaut árið 2000 virtustu bók- menntaverðlaun Svía og var tilnefnd til Bók- menntaverðlauna Norð- urlandaráðs og það hefði sannarlega ekki verið nein skömm hefði hún hlotið þau. Þetta er bráð- skemmtileg saga um Matti og vin hans Niila og uppvöxt þeirra og tilveru í litlum bæ í norður Sví- þjóð. Ljúf og falleg bók sem einkennist af fjör- ugu ímyndunarafli. Á köflum frábærlega skrifuð. Bestu krimmar á markaðnum eru bækur Boris Akúnins en Sunday Times segir höfundinn vera svar Rússlands við Ian Flem- ing. Í síðustu viku var fjallað um Krýningar- hátíðina en önnur bók eftir Akúnin hefur kom- ið út á íslensku. Það er Ríkisráðið en þar er rannsóknarlögreglu- maðurinn Fandorin einnig í aðal- hlutverki og berst við stórhættu- lega hryðjuverkamenn. Ríkisráð- ið er ekki jafn glæsileg glæpasaga og Krýningarhátíðin, en samt verulega góð. Þeir sem lesa eina bók um Fandorin eru líklegir til að lesa fleiri, en bækurnar munu vera um tíu talsins, og von- andi verða fleiri en þessar tvær þýddar á íslensku. Isabel Allende kom sér á kortið með hinni fínu skáldsögu sinni Húsi andanna. Síðan hefur hún skrifað margt og mikið en ekki er það allt jafn gott. Hún styrkti sig þó mjög í sessi með bókinni Paulu sem er langt bréf til dauðvona dóttur hennar. Tilfinn- ingarík fjölskyldu- og harmsaga sem kom út á íslensku árið 1995 og er nú endurútgefin í kilju. Og ekki má gleyma börnunum, en nýkomin er út bók- inni Í grænni lautu sem er söngvaleikja- bók. Ragnheiður Gestsdóttir valdi leik- ina og þarna er meðal annars að finna Þyrni- rós, Höfuð, herðar, hné og tær, og Bimm bamm bimm bamm. Vitanlega eru þarna líka lýsingar á leikj- unum, svo börnin eiga ekki í neinum vand- ræðum með að vita hvernig á að bera sig að. Ragn- heiður myndskreytir svo á sinn einkar skemmtilega hátt. Bók sem öll börn verða að eignast. kolla@frettabladid.is Allra skemmtilegast væri ef einhverjir geðsjúk- lingar eins og ég var á sín- um tíma, hvað tónlist varð- ar, fari og stúderi tónlistina og búi til þætti. ,, 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 METSÖLULISTI BÓKABÚÐA EY- MUNDSSONAR 23. - 29. JÚLÍ 2003 ALLAR BÆKUR Jón G. Snæland EKIÐ UM ÓBYGGÐIR Arnaldur Indriðason RÖDDIN Örn Sigurðsson, ritstjóri KORTABÓK M&M Steindór Steindórs. frá Hlöðum ÍSLENSKA VEGAHANDBÓKIN Landmælingar Íslands FERÐAKORTABÓK Arnaldur Indriðason SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason NAPÓLEONSSKJÖLIN Orðabókaútgáfan ENSK-ÍSL./ÍSL.-ENSK Hörður Kristinsson ÍSL. PLÖNTUHANDBÓKIN SKÁLDVERK Arnaldur Indriðason RÖDDIN Arnaldur Indriðason SYNIR DUFTSINS Arnaldur Indriðason GRAFARÞÖGN Arnaldur Indriðason NAPÓLEONSSKJÖLIN Arnaldur Indriðason DAUÐARÓSIR Björn Th. Björnsson FALSARINN Jane Austen HROKI OG HLEYPIDÓMAR Steinunn Jóhannesdóttir REISUBÓK GUÐRÍÐAR... Jean M. Auel DALUR HESTANNA Patricia Cornwell ALLT SEM EFTIR ER Mest seldubækurnar Í GRÆNNI LAUTU Leikjabók sem óhætt er að segja að muni stytta börn- unum stundir. Bækur í útileguna Mikið líf er í kiljuútgáfu um þessar mundir. Upplagt að grípa eina með sér í útileguna. ROKKAÐ Í VITTULA Ljúf og falleg bók sem ein- kennist af fjörugu ímyndun- arafli og er á köflum frá- bærlega vel skrifuð. Skúli Helgason tónlistargrúskari til margra ára og fyrrum út- varpsmaður er að flytja til út- landa. Af því tilefni hefur hann ákveðið að gefa Poppminjasafn- inu í Keflavík vínilplötusafnið sitt sem telur um 3000 plötur. 3000 vínilplötur til Poppminjasafnsins

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.