Fréttablaðið - 02.08.2003, Síða 12
12 2. ágúst 2003 LAUGARDAGUR
• Baðinnréttingar
• Eldhúsinnréttingar
• Fataskápar
Borgartúni 29 • sími: 562 5005 • www.herognu-innrettingar.is
Stu
ttu
r a
fgr
eið
slu
tím
i !
Hákarla-Jörundur, langa-langa-langa-langafi minn úr Hrísey,
holdgerðist í mér. Jújú, það er
rétt. Við höfum verið hér að veiða
sverðfisk, túnfisk og hákarl,“ seg-
ir Björn Jörundur Friðbjörnsson
sem flestir Íslendingar þekkja
sem tónlistarmann og leikara.
Fyrir um ári söðlaði hann ræki-
lega um, settist að í Brasilíu og
fæst þar við eitt og annað, bæði í
tengslum við útgerð og útflutning.
Ýmis sóknarfæri í Brasilíu
UM ISLANDÊS EM TER-
RITÓRIO CAETÉ. Björn: „Maceió
tem me impressionado muito.
Nunca conheci pessoas tão
hospitaleiras e prestativas quanto
os alagoanos“
Þeir Íslendingar sem fylgjast
með brasilísku pressunni, og eru
þeir nú kannski ekki margir, gátu
lesið þessi orð meðal annarra í
stærsta dagblaði Maceio, Gazeta
de Alagoas, á dögunum. Auk þess
fylgdi mynd af Birni Jörundi,
brosleitum og kátum. Það var því
ekki úr vegi að hafa samband við
Björn Jörund og segja af högum
hans á Íslandi en Maceio, þar sem
Björn Jörundur er búsettur, er
höfðuðborg Alagoas eins 27 fylkja
í Brasilíu og telur um þrjár millj-
ónir íbúa.
„Já, þú hefur séð hvað ég er
feitur og sællegur á myndinni.
Þetta er nú þannig að vin minn,
sem er í blaðamannanámi, vantaði
efni í grein til birtingar sem hluta
af sínu námi. Hann ákvað að not-
ast við mig sem hann heldur að sé
heimsfrægur í útlöndum. Þetta
fór á forsíðu helgarblaðsins hér.
Risagrein um ekki neitt.“
Það var í september í fyrra
sem Björn Jörundur og félagi
hans Siggeir Pétursson lögðu land
undir fót án þess að hafa hátt um
það. Siggeir var bassaleikari í
hljómsveitinni Vinir vors og
blóma. Björn fíflast með það að
þeir bassarnir séu suður í Brasilíu
og vitnar óbeint í söguna af
Bakkabræðrum sem vorum með
botninn suður í Borgarfirði.
„Siggeir er í bátabransanum og
okkur stóðu veiðileyfi hér til boða.
Við létum slag standa og keyptum
okkur inn í fyrirtæki hér. Síðan
hófum við tilraunaútgerð með
brasilíska áhöfn og íslenskan
skipstjóra. Aðspurður um hagnað
segir Björn: „Þú byrjar ekki á ein-
hverju og kroppar svo ávextina af
undir eins. Það þarf að gefa þessu
tíma. Það tekur á að koma sér fyr-
ir, koma sér upp samböndum og
svo framvegis. Þetta er ólíkt um-
hverfi en heima, hér ganga hlut-
irnir hægt, þetta er risastórt land,
margt fólk ... þetta er spurning
um að sýna þolinmæði. Björn seg-
ir þá félaga einnig vera að þreifa
fyrir sér í öðrum atvinnugreinum
en enn sé of snemmt að ræða þau
mál.
Of lengi til sýnis á Íslandi
„Jájá, ég er fluttur út og ætla
bara að búa hér í bili. Hér er gott
að vera - þetta fer eitthvað svo vel
með mann. Veðrið er alltaf voða-
lega ljúft og gott. Og verðlagið -
það er sem hugur manns. Íslend-
ingar miða sig oft við verðið á
bjórdósinni. Bjórinn hér kostar
svona tuttugu og átta krónur þan-
nig að þú sérð það. Og maður fer
út að borða fyrir tvö til þrjú
hundruð krónur á ágætum veit-
ingastað. Við erum að vinna í því
núna að koma á einhvers konar
sólarlandaferðum fyrir Íslend-
inga á þetta svæði þar sem við
erum. Þetta er algjör Paradís til
að fara í frí,“ segir Björn Jörund-
ur. Hann hefur ekki komið til Ís-
lands í níu til tíu mánuði. En hvað
kom til?
„Jahh, eitt og annað, býst ég
við. Mér fannst lítið fyrir mig að
hafa á Íslandi og varð leiður á að
hanga. Ég var líka búinn að vera
svo lengi til sýnis heima að mig
langaði að breyta til.“
Björn Jörundur ákvað því að
söðla alfarið um og svo rækilega
sem raun ber vitni. Menn spyrja
sig hvað valdi þessari ævintýra-
mennsku?
Björn svarar því til að þetta sé
bara vilji til að takast á við eitt-
hvað nýtt. Hrein ævintýra-
mennska í raun, en mannkynið
hefði staðnað fyrir löngu ef eng-
inn hefði árætt að leggja land und-
ir fót, þótt gott væri heima að
sitja.
„Við vorum svo heppnir að
komast í sambönd hér sem ættu
að gera okkur kleift að láta á þetta
reyna. Enginn er samt óbarinn
biskup svo það er enginn ástæða
til að segja að allt hafi gengið af
sjálfu sér. Maður verður að leggja
hart að sér hér eins og annars
staðar ef árangur á að nást.“
Björn talar um skort á tæki-
færum á Íslandi. Það sé erfitt fyr-
ir einstaklinga að hasla sér völl til
dæmis í sjávarútvegi nema menn
séu hreinlega fæddir inn í stórfyr-
irtæki. Hann segist í sjálfu sér
ekki hafa neinar forsendur til að
tjá sig um atgervisflótta frá Ís-
landi í tengslum við kvótakerfið,
viti ekkert um það utan þess sem
sjá má og lesa í fjölmiðlum. „Það
er náttúrlega enginn sammála um
þetta, en augljóslega á hreinu að
enginn labbar inn í fiskveiðar á Ís-
landi. Það er bara búið. Það er
frekar að menn labbi út og kaupi
sér erlend fótboltalið til að sporta
sig. Þú þarft að hafa svakalegt
startkapítal og leigja svo dýran
kvóta að heilu byggðarlögin
standa ekki einu sinni undir þessu
rugli. Það kaupir sér enginn trillu
í dag og fer á skak. Það er búið að
stoppa það.“
Þarf enga kærustu
Eins og áður sagði lætur Björn
Jörundur vel af veru sinni í henni
Brasilíu og segir hann heima-
menn hafa tekið þeim félögum
opnum örmum. „Hér eigum við
marga góða vini og samstarfs-
menn. Við höfum yfirleitt verið
mjög heppnir með það.“
Brassarnir hafa hins vegar
ekki grænan grun um hvar Ísland
er og láta sér vel líka þegar Björn
segist vera frá Suðurskautsland-
inu. „Við erum aðeins þrír í Ís-
lendingafélaginu - stjórnarfor-
maður, formaður og ritari. Á 17.
júní gengum við saman í bæinn.
Það tók enginn eftir því að þarna
fór skrúðganga en við vissum
það.“
Dóttir hans Magdalena dvelur
hjá honum nú um stundir meðan
hún er í skólafríi. Björn segist
hafa haft í of mörgu að snúast að
undanförnu til að huga að tónlist-
inni en það komi. „Þeir hérna eru
verulega hrifnir af tónlist sem
þeir kalla forro, sem er einhvers
konar harmonikkusamba og við
það er dansaður hraður vanga-
dans.“
Og Björn Jörundur skýtur ekki
loku fyrir að mæta í braslilísk-ís-
lensku tríói með harmonikku og
einhverja úggúleileimíní gítara til
að spila forro fyrir Íslendinga.
Þrátt fyrir það neitar hann að
hljómsveitin Ný dönsk sé hætt
þrátt fyrir breytta búsetu. „Það er
algjör óþarfi að vera að hætta.
Það er alltaf hægt að koma saman.
Hljómar og Stormar eru til dæm-
is enn að,“ hlær Björn og bætir
við: „Annað hvort skýst ég til Ís-
lands eða þá að þeir koma bara
hingað til mín og við tökum upp
efni.“ Aðspurður segist Björn
heldur ekki hafa haft neitt svig-
rúm til að koma sér upp kærustu
þrátt fyrir gnægð af álitlegu
kvenfólki. „Nei, ég hef ekkert ver-
ið að standa í því að slá mér upp
og er maður einsamall.“ Glottið
heyrist næstum því í gegnum sím-
ann. „En við erum með aldraða
ráðskonu sem sér um heimilið
þannig að ég þarf enga kærustu.“
Popparar í björgunarleið-
angur
„Ég held að það botni enginn
neitt í manni að vera að fara
svona langt. En þegar maður er
búinn að vera í smá tíma og er far-
inn að upplifa sig sem heima - þá
finnst manni þetta ekkert svo
langt. En auðvitað hefur þeim þótt
þetta skrýtið og komið á óvart,
þetta er óvenjulegt karríermúví.
Ég er náttúrlega atvinnutónlistar-
maður og leikari, þannig að þetta
er kannski ekki alveg samkvæmt
bókinni. Nú hef ég ekki talað við
neina á Íslandi í átta mánuði utan
mína nánustu. Samt hefur mér
borist til eyrna að heiman að ég sé
lagstur hér í eymd og volæði og
þótti það frekar fyndið. Svona eru
Íslendingar skrýtnir. Þeim finnst
skrýtið að heyra ekkert frá
manni. Einhverjar popphetjur
vinir mínir ætluðu víst í björgun-
arleiðangur og ná í mig.“
Og portúgalskan er að koma,
smátt og smátt:
„Ég hef aldrei talað latneskt
tungumál þannig að þetta er nýtt
fyrir mér. En þetta kemur í róleg-
heitunum. Vissulega getur tekið á
taugarnar að geta ekki gert sig
fyllilega skiljanlegan en það batn-
ar með hverjum deginum - eitt til
tvö orð á dag gera 365 til 740 orð á
ári, svo þetta mun ekki taka svo
langan tíma. Þeir tala því miður
enga ensku. Það er varla til.
Brasilía er svo stór. Þetta er eins
og heimsálfa. Fyrir þá hér er
þetta bara Brasilía og restin er
heimurinn allur, tiltölulega smár
og frekar lélegur í fótbolta.“
jakob@frettabladid.is
Eftir að hafa verið áberandi í menningar- og listalífi Íslendinga, sem leikari og forsöngvari hljómsveitarinnar Ný dönsk,
hvarf Björn Jörundur skyndilega af sjónarsviðinu. Óljósar fregnir bárust af honum við að hasla sér völl sem útgerðarmaður í Brasilíu.
Og mikið rétt - Björn Jörundur lítur orðið á Brasilíu í og með sem sitt heimaland.
Bjössi í Brasilíu
DÓTTIRIN Í HEIMSÓKN
Dóttir Björns, Magdalena, dvelur hjá honum nú um stundir meðan hún er í skólafríi.
BJÖRN JÖRUNDUR Í GÓÐU YFIRLÆTI
Lætur vel að búsetu í Brasilíu, segir veðurfarið fara vel með sig og verðlagið eins og hugur manns: „Bjórinn hér kostar svona
tuttugu og átta krónur þannig að þú sérð það. Og maður fer út að borða fyrir tvö til þrjú hundruð krónur á ágætum veitingastað.“ Björn
viðurkennir þó að bátaútgerð í Brasílíu hafi verið óvenjulegt „karríermúv.“