Fréttablaðið - 02.08.2003, Síða 17

Fréttablaðið - 02.08.2003, Síða 17
LAUGARDAGUR 2. ágúst 2003 17 Skrýtnafréttin■ ■ SIGLUFJÖRÐUR  14.00 Skemmtidagskrá með trú- badorunum Ómari, Evu Karlottu og Þórarni á Torginu á Siglufirði.  15.00 Hlöðver Sigurðsson tenor býður okkur uppá tónlistarveislu ásamt Sturlaugi Kristjánssyni á Torginu á Siglufirði.  22.00 Hljómsveitin The Hefners verður með tónleika á Torginu á Siglu- firði.  23.00 Miðaldarmenn leika fyrir dansi á Torginu, Siglufirði  24.00 Hljómar frá Keflavík leika fyrir dansi í Bíósalnum á Siglufirði.  24.00 Hljómsveitin The Hefners leikur fyrir dansi í Alþýðuhúsinu á Siglu- firði. ■ ■ ÞJÓÐHÁTÍÐ Í EYJUM  15.00 Tónleikar á Brekkusviðinu með Brutal, Whole orange og Heimsk- um sonum.  20.30 Kvöldvaka með Skítamóral, Afródít, Bítlunum og Tríkoti.  23.00 Brekkusöngur, varðeldur og brekkublys.  00.15 Sálin hans Jóns míns og Skítamórall spila á Brekkusviðinu, Dans á Rósum og Hippabandið á Tjarnar- sviðinu. ■ ■ ÍSAFJÖRÐUR  20.00 Kvöldvaka á hátíðarsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ á Ísafirði.  22.00 Dansleikur á hátíðarsvæði með hljómsveitinni Á móti sól á hátíð- arsvæði Unglingalandsmóts UMFÍ á Ísafirði. Flugeldasýning á miðnætti. ■ ■ GALTALÆKUR  Í svörtum fötum spilar á Galtalækj- arhátíðinni. ■ ■ ÚTHLÍÐ  20.00 Fjölskyldufjör í Úthlíð, Bisk- upstungum. Hljómsveitin Vírus leikur vel valin lög á Fjölskyldufjöri í Úthlíð, Biskupstungum. Dansleikur með sömu hljómsveit síðar um kvöldið. ■ ■ KÁNTRÝBÆR  Gleðisveitin Gilitrutt leikur í Kántrí- bæ á Skagaströnd og sérstakur gestur er sjálfur Hallbjörn J. Hjartarson. ■ ■ NESKAUPSSTAÐUR  Stuðmenn spila á Neistaflugi í Eg- ilsbúð, Neskaupsstað. ■ ■ ÚTIVIST  10.00 Ferðafélag Íslands efnir til dagsferðar þar sem gengið verður á milli Selja sunnan Hafnarfjarðar. Farar- stjóri er Gunnar Sæmundsson. Farið verður frá BSÍ með viðkomu í Mörkinni 6. Verð kr.1.800/ 2.100. ■ ■ ÚTIMARKAÐUR  13.00 Útimarkaður fyrir listmuni og lífrænt grænmeti á aðaltorgi Sól- heima í Grímsnesi. ■ ■ TÓNLIST  15.00 Rúnar Óskarsson endurflyt- ur í Skálholtskirkju ný verk fyrir bassaklarínettu eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur, Isang Yun, Claudio Ambrosini, Óliver Kentish og Tryggva M. Baldvins- son. ■ ■ SAMKOMA  16.00 Sumarkabarett Sólheima í kaffihúsinu Grænu könnunni. Gesta- listamenn verða Kristinn Guðmunds- son úr Halaleikhópnum og sönghópur- inn Blikandi stjörnur. Leynigestur helg- arinnar verður hinn viðfrægi söngdúett Geiri og Villa. hvað?hvar?hvenær? 1 2 3 4 5 6 7 JÚLÍ Mánudagur WOODY ALLEN Nýjasta kvikmynd Woody Allen mun opna hina árlegu kvikmyndahátíð í Feneyjum í ár. Myndin heitir „Anything Else“ og er róman- tísk gamanmynd sem gerist í New York. Allen leikur sjálfur aðalhlutverkið en mót- leikarar hans í myndinni eru m.a. Jason Biggs, Danny DeVito og Christina Ricci. Há- tíðin byrjar þann 27. ágúst næstkomandi. Rússi heldur því statt og stöðugtfram að hann hafi undir höndun- um getnaðarlim Adolfs Hitlers, fyrr- um einræðisherra Þýskalands. Ekki er nóg með það, því nú hefur hann sett liminn á sölu. Maðurinn segist reiðubúinn til þess að hleypa lækn- um að limnum í því skyni að gerð verði á honum DNA prufa þar sem hann sé fullviss um að niðurstaðan staðfesti sögu sína. Herra Zudropov heldur því fram að faðir sinn hafi verið í Rauða hern- um og að hann hafi verið í hópi rúss- neskra hermanna sem fundu lík Hitlers í leynilegri herstöð Nasista í Berlín við lok seinni heimstyrjaldar- innar. Þar eiga hermennirnir að hafa berstrípað lík einræðisherrans, bar- ið það til óbóta og skorið í búta. Hann segir svo að faðir sinn hafi tekið þennan umrædda líkamshluta af ein- ræðisherranum sem minjagrip. „Pabba langaði til að eiga hluta af Hitler,“ sagði herra Zudropov í við- tali við rússneska blaðið Express Gazeta. „Fyrst velti hann því fyrir sér að taka höfuðið en ákvað síðan að taka getnaðarliminn í staðinn.“ Herra Zudropov vill fá 1,5 milljón króna fyrir gripinn. Að lokum tók maðurinn það fram að limur Hitlers sé aðeins rétt rúmlega 6 sentímetra langur. ■ Rússneskur maður vill selja lim Hitlers ADOLF HITLER Er hin raunverulega ástæða fyrir stórmennskubrjálæðinu fundin?

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.