Fréttablaðið - 02.08.2003, Side 23
23LAUGARDAGUR 2. ágúst 2003
Ég hef í gegnum árin haft nóg aðgera þessa helgi og alla jafna hef ég
verið í vinnu til miðnættis,“ segir Óli H.
Þórðarson, formaður Umferðarráðs.
Nú er rólegra hjá Óla þar sem hann er
ekki í framlínunni lengur. „Það var al-
veg kominn tími á að ég léti öðrum það
eftir og er mjög sáttur við mitt verk-
svið nú,“ segir hann.
Óli verður að öllum líkindum heima
um helgina en hann segir það þó geta
breyst með litlum fyrirvara. „Það er
aldrei að vita nema við skreppum eitt-
hvað en það eru minni líkur á því en
meiri, því við erum nýlega komin úr
fríi norðan úr landi. Þar áttum við mjög
skemmtilega daga í sumarbústað í
Kjarnaskógi með góðum vinum.“
Á laugardagskvöldum þar fyrir
utan er Óli vanur að vera heima,
nema eitthvað sérstakt beri við.
„Við hjónin erum mjög heimakær
og lítið fyrir að fara út um helgar.
Það er helst að við förum út að
borða um helgar en oftast erum
við heima í notalegheitum.“
Óli segir að börnin séu öll flogin
úr hreiðrinu og sjálf komin með lít-
il börn. „Það er frekar að þau komi
um miðjan daginn í heimsókn
vegna barnanna sem þurfa að
komast í rúmið. Við horfum á sjón-
varp, en minna á þessum árstíma.
Nú hef ég verið að endurbæta hjá
mér garðinn og hef ekki velt fyrir
mér hvaða dagur er heldur unnið í
því jafnt laugardagskvöld sem
önnur kvöld,“ segir hann.
Óli segir helgina leggjast
prýðilega í sig. Veðurspáin sé
þannig að hreyfing verði á fólki.
„Ég kom nú einu sinni með þá til-
lögu að flýta verslunarmanna-
helginni um einn mánuð. Sú til-
laga féll í grýttan jarðveg, en
ástæða þess að ég lagði það til er
að það virðist sem haustlægðirnar
hefji göngu sína þessa fyrstu
helgi í ágúst. Það vill verða meira
slark á fólki í slæmu veðri, auk
þess sem betra er að hafa þessa
ferðahelgi á bjartari tíma. Nú er
fyrsta helgin í júlí orðin svo að
segja jafnmikil ferðahelgi. Og
reyndar allur júlímánuður.“
Haft er eftir Óla í VÍS-auglýs-
ingu fyrir helgina að allt sé betra,
vegir, bílar og ökumenn. „Ég segi
það með vissum fyrirvara því ég
er ekki alveg viss um ökumennina
en þegar á heildina er litið held ég
að skilyrðin séu betri.
Um helgina fylgist Óli með og
er ósköp feginn að vera ekki leng-
ur í því hlutverki sem hann lengi
hefur verið í. Ég vona bara í
lengstu lög að allir komist heilir
heim,“ segir hann.
bergljót@frettabladid.is
HEIMA UM VERSLUNARMANNAHELGI
Eins og sagt var frá í Fréttablaðinu í gær verða 40% landsmanna heima við um Verslunar-
mannahelgina samkvæmt könnun sem Plúsinn gerði. Austurvöllur ætti því að vera líflegur
á sóldögunum sem spáð er að komi.
Heima í notalegheitum LAUGARDAGKVÖLD
ÓLI H ÞÓRÐARSON
■ hefur lengi verið við vinnu þessa
helgi en hefur skipt um starfsvettvang og
á nú fríi. Hann ætlar að hlífa vegfarend-
um við að vera á ferðinni um helgina og
hafa það notalegt heima.
ÓLI H ÞÓRÐARSON
Formaður Umferðarráðs á frí um helgina
en lengst af hefur hann verið önnum kaf-
inn þessa helgi. Þau hjón eru lítið fyrir út-
stáelsi á laugardagskvöldum og eins og
aðrar helgar ætlar hann að hafa það nota-
legt heima.