Fréttablaðið - 02.08.2003, Page 24
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00, fax: 515 75 16 Ritstjórn: 515 75 05, fax: 515 75 06, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - fax 515 75 16, auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 00, dreifing@frettabladid.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 515 7500
Konurugl
Bakþankar
EIRÍKS JÓNSSONAR
www.IKEA.is
Opið frá kl. 10 til 18 laugardaginn 2.ágúst | www.ikea.is
Settu strik í reikninginn með IKEA
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
I
KE
21
85
7
0
8/
20
03
Ósvikin fjölskyldustemning í IKEA - fjöldi spennandi verðtilboða.
DAGANA 24.JÚL Í T I L 10.ÁGÚST
Var svo sem til í það. Hún hafðihringt úr bókabúð Máls og
menningar og beðið mig að hitta sig.
Vildi eiga við mig orð eftir langa
fjarveru að beggja mati. Nokkrir
tímar. Sagðist bíða á kaffistofunni í
bókabúðinni, ég gæti ekki villst.
Þekkti Súfistann ágætlega. Þar sötra
gestir ítalskt kaffi og pressaðar app-
elsínur niðursokknir í tímarit. Flest-
ir með gleraugu; alla vega sólgler-
augu. Fer sjaldan því þarna er bann-
að að reykja.
SKAUST upp tröppurnar í bókabúð-
inni og vatt mér inn á Súfistann. Allt
kom heim og saman; engin reykur,
bara gleraugu og pressaðar appelsín-
ur. Leit yfir salinn en sá ekki ástina
mína. Snerist í hálfhring eins og
mennskur radar og sá þá þetta
dökka hár. Eins og hrafntinna, tekið í
hnút að aftan en nokkrir lokkar léku
þó um grannan háls. Bakið beint og
mittið grannt. Þarna var ástin mín.
Eða svo hélt ég.
LYFTIST upp eins og karldýr í ham.
Gekk mjúkum skrefum í átt að kon-
unni. Þóttist sjá á baksvipnum að
hún var að bíða mín. Strauk henni
ljúflega um hárið og hálsinn; niður
eftir bakinu, inn undir blússuna.
Beygði mig svo fram og kyssti á
kinn. Og þá dundu ósköpin yfir.
VARIR mínar höfðu ekki fyrr snert
vanga hennar en konan rak upp
skaðræðisöskur. Maður á næsta
borði svaraði kallinu, rauk upp og
bjóst til varnar. Afgreiðslustúlka
missti bakka með veitingum. Börn
brustu í grát. Á Laugaveginum vældi
í sírenu. Sjálfum fannst mér heimur-
inn hrynja. Horfði í skelfingu lostin
augu sem ég hafði aldrei séð áður.
Konan var frá El Salvador, Argent-
ínu eða Perú. Hvað veit ég. Alla vega
var þetta ekki konan mín.
REYNDI að biðjast afsökunar á öll-
um tungumálum heims. En konan
hnipraði sig saman í sjokki á Súfist-
anum þar sem kyrrðin ríkir ein að
öllu jöfnu. Snerist aftur eins og radar
en nú í öfuga átt. Nam augu konu
minnar við bókahillu í hinum enda
salarins. Stóð þar með bók í hendi og
bros á vör sem bræðir smjör á pönnu
þó slökkt sé á hellu. Forðaði mér af
kaffistofunni og yfir til hennar.
Strauk henni um hár og háls og
kyssti. Réttur maður á réttum stað. ■
*** 250 KR. ***
Allar spóur á 250 kr. um
Verslunarmanna helgina
Vídeó Miðjan
Hlíðasmára 8, Kópavogi,
s:564 3930