Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 43
Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir
sýning á málverkum Jóhannesar Kjar-
val úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds-
sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.
Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk
eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.
Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir
þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist
sýning á samspili texta og myndskreyt-
inga í barnabókum 1910-2002. Þar er
einnig sýning til minningar um Lárus
Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga.
Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á
Heimskringlu og Snorra-Eddu.
Sýning í anddyri Norræna hússins
sem nefnist Vestan við sól og norðan
við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir
eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta
eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning-
unni lýkur 31. ágúst.
Sýningin Reykjavík í hers höndum í
Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar-
firði er sett upp af Borgarskjalasafni
Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn-
fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs-
árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta
mun meira af stríðsminjum en áður
sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.
Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn-
ingarhússins, Íslendingasögur á er-
lendum málum, er ætlað að gefa inn-
sýn í bókmenntaarfinn um leið og at-
hygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur
Íslendingasagna eru til á erlendum mál-
um.
Sýningin Handritin stendur yfir í
Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á
vegum Stofnunar Árna Magnússonar.
Einnig er þar sýning sem nefnist Ís-
landsmynd í mótun – áfangar í korta-
gerð.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is
FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 31
Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin
til Benidorm í haust á hreint frábæru
verði, en nú er uppselt í nánast allar
ferðir sumarsins. Hér getur þú valið
um úrvalsgististaði í hjarta
Benidorm, og notið haustsins í
frábæru veðri. Að sjálfsögðu nýtur
þú toppþjónustu fararstjóra
Heimsferða allan tímann.
Lægsta verðið til
Benidorm
í haust
frá kr. 29.963
með Heimsferðum
Verð kr. 29.963
27. ágúst/3. sept. Stökktutilboð. M.v.
hjón með 2 börn, 2-11 ára.
Verð kr. 39.950
27. ágúst/3. sept. Stökktutilboð. M.v. 2
í íbúð. Vikuferð, með sköttum.
Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is
Munið Mastercard
ferðaávísunina
Eldri borgara ferð
2. okt. - 3 vikur
Verð kr. 68.050
M.v.2 í íbúð. El Faro, flug, gisting,
skattar. Val um aukaviku.
Vinsælustu
gististaðirnir:
• El Faro
• La Era Park
• Vacanza
Beint flug alla miðvikudaga
Hljómsveitin Tube ætlar aðkynna nýju plötuna sína á
tónleikum á Gauknum í kvöld.
Platan heitir „a nickel ain’t worth
a dime anymore“, eða „krónan er
ekki túkallsins virði lengur“.
„Þetta er ekki nein sveitaball-
apopptónlist eins og böndin hér
eru að vinna með. Þetta er ekki
hugsað beint fyrir FM,“ segir
Viktor Steinarsson, sem er ný-
genginn til liðs við tónlistina.
Hann segir hljómsveitina
spila melodískt popp, sem er
frekar hugsað til flutnings á tón-
leikum en böllum.
„Við höfum samt verið að
þróast undanfarið í þá átt að
rokka lögin upp aðeins. Við stefn-
um frekar inn á það núna. Maður
verður óhjákvæmilega fyrir
áhrifum af því hvað maður hlust-
ar mikið á rokktónlist í dag.“
Þau Björn Árnason, sem verið
hefur í SSSól og Deep Jimi and
the Zep Creams, og Kristbjörg
Kari Sólmundsdóttir söngkona
stofnuðu hljómsveitina Tube fyr-
ir þremur árum, nánar tiltekið
„þegar þau byrjuðu saman,“ seg-
ir Viktor Steinarsson. Að plöt-
unni hafa þau verið að vinna í tvö
ár og eru nú að sjá árangurinn af
því starfi.
„Þau gefa sjálf út plötuna,
hafa unnið hana heima hjá sér, en
þau létu framleiða hana erlend-
is.“ ■
Spila ekki á
sveitaböllum
HLJÓMSVEITIN TUBE
Var að gefa út plötuna „a nickel ain’t worth a dime anymore“ og heldur útgáfutónleika á
Gauknum í kvöld.
■ TÓNLIST
■ LEIKLIST
FERÐIR GUÐRÍÐAR
Leikrit Brynju Benediktsdóttur er sýnt á ensku, þýsku og frönsku í Skemmtihúsinu við
Laufásveg.
Sýnt á þremur
tungumálum
Í Skemmtihúsinu að Laufásvegi22 er verið að sýna leikrit
Brynju Benediktsdóttur um við-
burðaríka ævi og ferðir Guðríðar
Þorbjarnardóttur. Leikritið hefur
verið sýnt bæði á ensku og þýsku
í sumar og nú hefur franskan
bæst við.
Franska útgáfan var frumsýnd
úti í Frakklandi 8. febrúar síðast-
liðinn og hefur slegið í gegn þar.
Leikkonan Sólveg Simha er nú
gestur Brynju hér á landi og flyt-
ur Le Saga de Gudridur þrisvar í
viku út ágústmánuð.
Sjálf er Brynja á leið til Króa-
tíu með Þórunni Claessen
leikkonu, sem hefur flutt leikritið
bæði á þýsku og ensku.
Í Króatíu verða sýningar á
þremur stöðum, þar á meðal úti
undir beru lofti í stóru gömlu
hringleikahúsi frá tímum Róm-
verja.
Brynja hefur ferðast víða með
leiksýninguna.
„Króatía er níunda landið sem
ég heimsæki í Evrópu, og ég hef
farið með sýningar um Bandarík-
in og Kanada,“ segir Brynja.
Sýningarnar í Skemmtihúsinu
halda engu að síður áfram af full-
um krafti meðan Brynja og Þór-
unn eru í Króatíu. ■
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/RÓ
B
ERT