Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 43
 Í Gerðarsafni í Kópavogi stendur yfir sýning á málverkum Jóhannesar Kjar- val úr einkasafni Þorvaldar Guðmunds- sonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur.  Íslensk og alþjóðleg samtímalistaverk eru til sýnis í Safni, Laugavegi 37.  Í Þjóðarbókhlöðunni standa yfir þrjár sýningar. Eins og í sögu nefnist sýning á samspili texta og myndskreyt- inga í barnabókum 1910-2002. Þar er einnig sýning til minningar um Lárus Sigurbjörnsson, safnaföður Reykvíkinga. Loks er lítil sýning í forsal Þjóðdeildar á Heimskringlu og Snorra-Eddu.  Sýning í anddyri Norræna hússins sem nefnist Vestan við sól og norðan við mána. Á sýningunni eru ljósmyndir eftir Ragnar Th. Sigurðsson með texta eftir Ara Trausta Guðmundsson. Sýning- unni lýkur 31. ágúst.  Sýningin Reykjavík í hers höndum í Íslenska stríðsárasafninu á Reyðar- firði er sett upp af Borgarskjalasafni Reykjavíkur og Þór Whitehead sagn- fræðingi í samvinnu við Íslenska stríðs- árasafnið. Á sýningunni getur nú að líta mun meira af stríðsminjum en áður sem koma frá Íslenska stríðsárasafninu.  Sumarsýningu í bókasal Þjóðmenn- ingarhússins, Íslendingasögur á er- lendum málum, er ætlað að gefa inn- sýn í bókmenntaarfinn um leið og at- hygli er vakin á því að fjölmargar útgáfur Íslendingasagna eru til á erlendum mál- um.  Sýningin Handritin stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu. Sýningin er á vegum Stofnunar Árna Magnússonar. Einnig er þar sýning sem nefnist Ís- landsmynd í mótun – áfangar í korta- gerð. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 31 Heimsferðir bjóða nú síðustu sætin til Benidorm í haust á hreint frábæru verði, en nú er uppselt í nánast allar ferðir sumarsins. Hér getur þú valið um úrvalsgististaði í hjarta Benidorm, og notið haustsins í frábæru veðri. Að sjálfsögðu nýtur þú toppþjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Lægsta verðið til Benidorm í haust frá kr. 29.963 með Heimsferðum Verð kr. 29.963 27. ágúst/3. sept. Stökktutilboð. M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára. Verð kr. 39.950 27. ágúst/3. sept. Stökktutilboð. M.v. 2 í íbúð. Vikuferð, með sköttum. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Eldri borgara ferð 2. okt. - 3 vikur Verð kr. 68.050 M.v.2 í íbúð. El Faro, flug, gisting, skattar. Val um aukaviku. Vinsælustu gististaðirnir: • El Faro • La Era Park • Vacanza Beint flug alla miðvikudaga Hljómsveitin Tube ætlar aðkynna nýju plötuna sína á tónleikum á Gauknum í kvöld. Platan heitir „a nickel ain’t worth a dime anymore“, eða „krónan er ekki túkallsins virði lengur“. „Þetta er ekki nein sveitaball- apopptónlist eins og böndin hér eru að vinna með. Þetta er ekki hugsað beint fyrir FM,“ segir Viktor Steinarsson, sem er ný- genginn til liðs við tónlistina. Hann segir hljómsveitina spila melodískt popp, sem er frekar hugsað til flutnings á tón- leikum en böllum. „Við höfum samt verið að þróast undanfarið í þá átt að rokka lögin upp aðeins. Við stefn- um frekar inn á það núna. Maður verður óhjákvæmilega fyrir áhrifum af því hvað maður hlust- ar mikið á rokktónlist í dag.“ Þau Björn Árnason, sem verið hefur í SSSól og Deep Jimi and the Zep Creams, og Kristbjörg Kari Sólmundsdóttir söngkona stofnuðu hljómsveitina Tube fyr- ir þremur árum, nánar tiltekið „þegar þau byrjuðu saman,“ seg- ir Viktor Steinarsson. Að plöt- unni hafa þau verið að vinna í tvö ár og eru nú að sjá árangurinn af því starfi. „Þau gefa sjálf út plötuna, hafa unnið hana heima hjá sér, en þau létu framleiða hana erlend- is.“ ■ Spila ekki á sveitaböllum HLJÓMSVEITIN TUBE Var að gefa út plötuna „a nickel ain’t worth a dime anymore“ og heldur útgáfutónleika á Gauknum í kvöld. ■ TÓNLIST ■ LEIKLIST FERÐIR GUÐRÍÐAR Leikrit Brynju Benediktsdóttur er sýnt á ensku, þýsku og frönsku í Skemmtihúsinu við Laufásveg. Sýnt á þremur tungumálum Í Skemmtihúsinu að Laufásvegi22 er verið að sýna leikrit Brynju Benediktsdóttur um við- burðaríka ævi og ferðir Guðríðar Þorbjarnardóttur. Leikritið hefur verið sýnt bæði á ensku og þýsku í sumar og nú hefur franskan bæst við. Franska útgáfan var frumsýnd úti í Frakklandi 8. febrúar síðast- liðinn og hefur slegið í gegn þar. Leikkonan Sólveg Simha er nú gestur Brynju hér á landi og flyt- ur Le Saga de Gudridur þrisvar í viku út ágústmánuð. Sjálf er Brynja á leið til Króa- tíu með Þórunni Claessen leikkonu, sem hefur flutt leikritið bæði á þýsku og ensku. Í Króatíu verða sýningar á þremur stöðum, þar á meðal úti undir beru lofti í stóru gömlu hringleikahúsi frá tímum Róm- verja. Brynja hefur ferðast víða með leiksýninguna. „Króatía er níunda landið sem ég heimsæki í Evrópu, og ég hef farið með sýningar um Bandarík- in og Kanada,“ segir Brynja. Sýningarnar í Skemmtihúsinu halda engu að síður áfram af full- um krafti meðan Brynja og Þór- unn eru í Króatíu. ■ FRÉTTAB LAÐ IÐ /RÓ B ERT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.