Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 13
13FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 2.459 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 19 00 08 /2 00 3 99 kr. (aðeins í Sigtúni) Ís Þessa helgi 399 kr. Margaríta 50% afsláttur Trjáplöntur pottaplöntuútsala 20-50% afs láttur af öllum potta plöntum Ódýr skólavörumarkaður í Sigtúni. Bakpokar t.d. Puma, Diadora, Lotto VÖRUMERKI BRENND Víða á Indlandi hafa brotist út hörð mót- mæli gegn pepsí og coca-cola í kjölfar ásakana um að gosdrykkir fyrirtækjanna innihéldu skordýraeitur. Ásakanir á hendur fram- leiðendum pepsí og kók: Skordýra- eitur í gos- drykkjum INDLAND, AP Dómari á Indlandi hef- ur fyrirskipað ríkisstjórninni að rannsaka sýni úr pepsí eftir að gosdrykkjaframleiðandinn mót- mælti með formlegum hætti ásök- unum um að drykkir fyrirtækis- ins, sem og samkeppnisaðilans Coca Cola, innihéldu leifar af skordýraeitri. Í skýrslu vísinda- og umhverf- ismiðstöðvarinnar er því haldið fram að hlutfall skordýraeiturs í pepsí og kók sem framleitt er á Indlandi sé allt að 36 sinnum hærra en leyfilegt er samkvæmt reglum Evrópusambandsins. PepsiCo á Indlandi fór fram á óháða rannsókn á ásökunum og krafðist þess að útgáfa skýrslunn- ar yrði bönnuð. Vísinda- og umhverfismiðstöð- in, sem er sjálfstæð stofnun, held- ur því fram að eitrið komi úr menguðu grunnvatni og viður- kennir að það megi einnig finna í hættulega miklu magni í öðrum gosdrykkjum sem framleiddir séu á Indlandi. Í skýrslu stofnun- arinnar kemur fram að mikil neysla drykkjanna geti meðal annars valdið krabbameini og skemmdum á taugakerfi og veikt ónæmiskerfið. ■ DÓMSMÁL Gunnar Örlygsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, af- plánar nú sex mánaða fangelsis- dóm sem hann hlaut fyrir bók- haldsbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða fyrir Héraðs- dómi Reykjaness. Þrír mánuðir dómsins eru óskilorðsbundnir og mun Gunnar sitja einn mánuð í fangelsi og tvo mánuði mun hann taka út í samfélagsþjón- ustu, að sögn Margrétar Sverris- dóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins. Gunnar hefur setið í fangelsi síðan á fimmtudag og mun af- plánun dóms hans ljúka í nóvem- ber, að sögn Margrétar. Vara- maður Gunnars, Sigurlín Magn- úsdóttir, mun taka sæti hans á Alþingi þangað til, en Sigurlín er heyrnarlaus. Starfsmenn Alþingis undirbúa nú setu Sigurlínar á þingi. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði túlkaþjónusta fyrir hana þannig að hún verði með túlk með sér í þing- störfunum,“ segir Margrét. „Við vissum af því að Gunnar væri með þennan dóm á sér þeg- ar við settum hann í fyrsta sæti,“ segir Margrét, en bætir við að afbrot Gunnars hafi þótt þess eðlis að hann gæti þrátt fyr- ir það leitt lista Frjálslyndra í Suðvesturkjördæmi. ■ GUNNAR ÖRLYGSSON Hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir bókhaldsbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða. Hann af- plánar nú dóminn. Þingmaður afplánar dóm: Mánuður í fangelsi og tveir í samfélagsþjónustu Björgunarþyrla hrapar í Ölpunum: Tveir menn fórust RÓM, AP Tveggja manna áhöfn ítal- skrar björgunarþyrlu fórst þegar þyrlan hrapaði í ítölsku Ölpunum í gær. Þyrlan var á leið til að sækja slasaðan fjallgöngumann þegar hún rakst í klettavegginn og fórst. Skömmu áður hafði þyrlan skilað af sér tveimur hjálparliðum hjá hinum slasaða. Annasamt hefur verið hjá björgunarmönnum á Ítalíu, sem og annars staðar í Evr- ópu að undanförnu. Þeir hafa meðal annars þurft að berjast við elda í skraufþurrum skógum landsins en margir eldanna eru af mannavöldum. ■ Vinnuhópur: Sinfónía eignist út- varpsfiðlu FORNMUNIR Vinnuhópur mennta- málaráðherra hefur áhyggjur af verðmætri fiðlu sem kennd er við Joseph Gurnerius og Ríkisútvarp- ið keypti í stríðslok. Fiðlan hefur verið í vörslu fyrs- ta konsertmeistara Sinfóníunnar: „Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt með öllu og brýnt að annað hvort verði gerður langtímasamningur milli Ríkisútvarpsins og hljóm- sveitarinnar um afnotarétt, eða eignarhaldið færist með einhverj- um hætti til hljómsveitarinnar.“ ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.