Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 39
27FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 15.16. og 17. ágúst Ásahreppur, Rangárþing ytra og Rangárþing eystra. Töðugjöld 15.16. og 17. ágúst Menning, atvinnulíf og skemmtun Föstudagur: Tónleikar í Hellahelli í Landsveit hljómsveitin Á móti sól hljómsveitin Herra Jón. Gaddstaðaflatir Laugardagur: Markaðstjöld, sölubásar, sýningar, spákona, Rangæsk ferðaþjónusta með sérstaka kynningu þennan dag, leiktæki hoppukastlar, Zorb boltinn, bíla- og búvélasýning, barnaguðs- þjónusta, hestvagn, húsdýragarður, veiðitjörn, "Ísmaðurinn", dægurlaga- keppni, hestakúnstir, glímusýning, glímuáskorun, Gunni og Felix, Matarveislan mikla, úrslit í dægurlaga- keppni, Halli og Laddi, fjöldasöngur, varðeldur, flugeldasýning, hjómsveitin Sniglabandið, hjómsveitin Ernir og Ómar Diðriksson, hljómsveitin Hljómar. Sunnudagur: Markaðstjöld, sölubásar og sýningar, leiktæki, bíla- og búvélasýning, guðsþjónusta Séra Sigurður Jónsson, tónlist: Þorvaldur Halldórsson. afhending Hornsteina, viðurkenninga Töðugjalda og Sunnlenska frétta- blaðsins, kassabílarallý, keppt í fokkum, verðlaun veitt fyrir sigur í rallýinu og fyrir frumlegsta bílinn, hæfileikakeppni barna og ungmenna Karaokie keppni, hestvagn, húsdýrasýning, veiðitjörn. Velkomin í Ran árþing Sætaferðir milli Hellu og Hvolsvallar laugardag og sunnudag og á dansleiki. Nánar á: www.rang.is/todugjold og www.atvinnferda.is Ásahreppur, www.asahreppur.is Rangárþing ytra, www. rang.is Rangárþing eystra, www. hvolsvollur.is Töðugjöld verða haldin hátíðleg í Rangárvallasýslu nú um helgina. Þetta er tíunda árið í röð sem hátíð undir nafninu Töðugjöld er haldin í sýslunni. Meðal dagskráratriða; Ísumar er á vegum Umhverfis-stofnunar víða um land unnið við að koma upp skiltum og merk- ingum á friðlýstum svæðum. Um er að ræða leiðbeiningaskilti fyrir gesti svæðanna þar sem fram koma upplýsingar um afmörkun, aðgengi, sérstöðu og annað sem gagnast getur ferðamönnum. Sér- stökum fræðsluskiltum um nátt- úrufar svæðanna, svo sem upp- lýsingar um dýralíf og gróðurfar, sögu og örnefni verður einnig komið upp ásamt leiðarmerking- um sem vísa á áhugaverðar gönguleiðir. Umhverfisstofnun annast gerð skiltanna og framleið- ir þau, en gagnasöfnun og fram- setning er unnin í samstarfi við landeigendur, sveitarstjórnir og aðra staðkunnuga. Verkið er enn- fremur unnið í samstarfi við Vegagerðina sem hefur annast uppsetningu skiltanna. Brýnt þótti að fara í nýjar merkingar á friðlýstum svæðum þar sem merkingar eru víða úrelt- ar og úr sér gengnar. Verkið er greitt af sér fjárveitingu til upp- byggingar á friðlýstum svæðum sem hefur numið nítján milljón- um árlega síðustu þrjú ár. ■ Merkingar á friðlýstum svæðum: Upplýsingar fyrir ferðamenn LEIÐBEININGASKILTI Á FRIÐLÝSTUM SVÆÐUM Verkið er unnið í samstarfi við Vegagerðina sem hefur annast uppsetningu skiltanna. Síðan á fimmtudag í síðustuviku hefur á þriðja tug ferða- manna verið fluttur á sjúkrahús eftir bílveltur, af þeim eru tveir látnir. Um er að ræða fjögur slys og í tveimur þeirra fer bíll erlendra ferðamanna út af í lausamöl. Talsvert er búið að leggja í forvarnir gegn umferðarslysum vegna erlendra ökumanna. Vegagerðin, Umferðarstofa og fleiri gerðu bækling sem heitir „the Art“, eða listin að keyra á malarvegi. Myndband hefur verið gert sem sýnt er um borð í Norrænu og í vélum Flugleiða. En forvarnarstarfið virðist ekki skila sér til þessa hóps öku- manna. Hvað er það sem erlendir ferðamenn ná ekki. Þau umferð- armerki sem eru við vegi lands- ins eru eftir alþjóðlegum stöðl- um þannig að erlendir ökumenn eiga að skilja merkingu þeirra. Reyndar er vegakerfið á Íslandi sums staðar slakt. Hugsanlegt er að þeir vegkafla sem eru verstir séu ekki nógu vel merkt- ir. Eitt er ljóst og það er að þeir aðilar sem eru í ferðaþjónustu á Íslandi og þær stofnanir og fé- lagasamtök sem vinna að slysa- vörnum í umferðinni þurfa að fara að stilla saman strengi til að ná til erlendra ökumanna. ■ Umferðarátak Umferðarstofu og Landsbjargar: Bæta þarf forvarnarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.