Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 52
40 14. ágúst 2003 FIMMTUDAGUR Eftirfarandi heyrðist kallað á göngumVerslunarskóla Íslands er tveir nem- endur voru að metast: „Mamma þín er svo fátæk að þegar einhver stígur á sígarettustubb á gólfinu kallar hún. „Djöfullinn, þarna fer húskyndingin“!“ Pondus eftir Frode Øverli Með súrmjólkinni ■ Veistu svarið? Svör við spurningum á bls. 6 1. 2. 3. Á Vífilsstöðum. Ríflega 2.700 milljónum króna. Portúgalskur. HINSEGIN LEIKHÚS OG CMS THEATER Í NEW YORK SÝNA: Ain’t Misbehavin’ The Fats Waller Musical Show Enga óþekkt Þú gleymir því aldrei! Fimmtud. kl. 20:00 / Föstud. kl. 20:00 / Laugard. kl. 20:00 / Sunnud. kl. 20:00 LOKASÝNING Miðasalan í Loftkastalanum er opin kl. 15:00 - 18:00 virka daga • loftkastalinn@simnet.is • S: 552 3000 Aðalhlutverk Andrea Gylfa & Seth Sharp Kenyatta Herring, Moyo Mbue & Chris Anthony Giles „Samhljómur raddanna er oft framúrskarandi og það er aldrei dauður punktur í sýningunni.“ „Hér er það fjörið sem er í forgrunni og áhorfendum er boðið upp á hvert gæðaatriðið af öðru…“ „Túlkun flytjendanna er svo leikandi að hvert lag er sem lítill söngleikur.“ Sveinn Haraldsson, MorgunblaðinuSÍÐU STU SÝNIN GAR Þessi verknaður stafaði af tíma- bundinni geðveiki! ■ Jarðarfarir 13.30 Elín Kjartansdóttir, Fjölnisvegi 1, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.30 Guðrún Sumarliðadóttir, Vestur- bergi 143, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju. 14.00 Álfhildur Gunnarsdóttir, Núpskötlu, Melrakkasléttu, verður jarðsungin frá Snartarstaðakirkju. 14.00 Jón Jóhannsson, Krabbastíg 1A, Akureyri, verður jarðsunginn frá Glerárkirkju. ■ Andlát Inga P. Sólnes lést mánudaginn 11. ágúst. Jón Magnússon frá Geirastöðum, Kleppsvegi 132, Reykjavík, lést þriðju- daginn 12. ágúst. Hugmyndin kviknaði þegar égfór á netkaffi niðri í bæ. Þar komst ég í tæri við allt aðra tölvu- menningu en ég hef vanist og sá eitthvað sem ég hafði ekki hug- mynd um,“ segir Sigurður Pálma- son, einn þriggja aðstandenda myndarinnar. „Þar eru menn að spila tölvuleiki í allt að 36 klukkustundir samfleytt. Ég fletti því upp að tveir hafa dáið út af þessum tölvuleikjum. Einn dó í Japan eftir að hafa spilað í 86 klukkustundir og annar í S-Kóreu sem spilaði í sólarhring. Síðan fór ég að pæla hvort þetta væri vanda- mál hér á landi og hvort þetta væri fíkn. Ég talaði við þá hjá SÁÁ og þá voru margir foreldrar búnir að hringja inn og leita hjálpar fyrir börnin sín, en slík hjálp er ekki til þar,“ segir Sigurður. Hann segir að spilun tölvuleikja hafi lítið verið rannsökuð hér á landi og því hafi hann viljað kanna hvaða áhrif hún raunverulega hefur á krakka. Nið- urstaðan er sú að áhrifin eru ofast neikvæð, þó svo að leikirnir veiti vissulega skemmtun eins og til er ætlast. Að sögn Sigurðar er það aðallega ungt fólk sem spilar þessa netleiki, sem urðu vinsælir upp úr 1995. Strax í dag er spilun þeirra orðin að vandamáli. „Í myndinni er ég að at- huga hversu stórt vandamál þetta er. Fólk er að krossast á raunveru- leikanum og vernduðu umhverfi, þar á meðal krakkar. Svo er líka eldra fólk sem er í vandræðum. Í Bandaríkjunum spiluðu til dæmis 100.000 manns tölvuleikinn Sims í partíi á gamlárskvöld.“ Sigurður segir að leikir á borð við Counter Strike séu mikið spilað- ir hér heima. „Við Íslendingar erum rosalega aktívir þegar við tökum eitthvað að okkur og gerum það mjög vel. En ég er að sjá fullt af krökkum sem eiga við þetta vanda- mál að stríða.“ Að sögn Sigurðar hafa engin ald- urstakmörk verið vegna tölvu- leikjakaupa hér á landi. „Foreldrar hafa einnig verið að koma í búðir og biðja um blóðuga leiki fyrir börnin sín. Þú ferð í bíó sem þriðja persóna og horfir á eitthvað gerast en í tölvuleikjunum eru krakkarnir að taka ákvörðun um að gera hlutina. Þeir skjóta, drepa og ná í vændis- konur eins og í Vice City. Sjö til átta ára gamlir krakkar ættu ekki að hafa hugmynd um hvað vændis- kona er.“ freyr@frettabladid.is ■ Höfundar heimildarmyndarinnar Ein- elti-Helvíti á jörð eru að vinna að nýrri mynd um tölvuleikjanotkun barna. Fjöl- margir hafa óskað eftir aðstoð hjá SÁÁ vegna tölvuleikjafíknar. Heimildarmynd Tölvuleikjafíklum fjölgar SIGURÐUR PÁLMASON Stendur um mitt sumar við autt mark á fótboltavelli. Allir krakkar eru vafalaust í tölvunni heima hjá sér. Vinnuheiti heim- ildamyndarinnar hans er „Undo.“ Þar er vísað í tölvuheima þar sem alltaf er hægt að ýta á undo til að hætta við aðgerð og byrja upp á nýtt. Raunveruleikinn er hins vegar aðeins flóknari. Sagan er einföld, maður kemuraftur í þorpið sitt og segist hafa búið í vellystingum á Ís- landi,“ segir Martina Siler, leik- ritaskáld frá Slóveníu, um leikrit- ið Reykjavík, en þar kemur Ísland við sögu. Martina er fædd og uppalin í Ljubjana, höfuðborg Slóveníu, og er 23ja ára og náði því rétt í rass- gatið á að tilheyra sambandslýð- veldi Júgóslavíu. Leikrit hennar um manninn frá Íslandi vann verðlaun í samkeppni, sem haldin var í Slóveníu, og þannig var Martina uppgötvuð. „Maðurinn er samt að ljúga þessu um að hann hafi verið á Ís- landi og átt þar konu og verið með eigið fyrirtæki,“ segir Martina, en hún valdi Ísland sem þessa útópíu, fyrirheitna landið, bæði vegna þess að margir frá fyrrum Júgóslavíu búa hérna og líka vegna þess að það er svipur með sögum þessara tveggja landa: „Þið hafið að vísu notið miklu meiri velgengni en við eftir að hafa fengið sjálfstæði, en þetta er að koma hjá okkur. Og sagna- hefðin er mjög sterk hjá okkur rétt eins og Íslendingum. Svo er veðurfar og stemningin í samfé- laginu ekki ósvipuð.“ Martina var einmitt að koma frá London og líður svolítið eins og hún sé komin heim til sín á Ís- landi. Í London fundaði hún með The Royal Court Theatre um leik- ritið sitt, Reykjavík, en ekkert hefur komið út úr þeim fundum. Martina verður hér á landi fram í september og fer svo heim til Lju- bjana og bíður eftir því að leik- húsið PJU frumsýni sitt fyrsta leikverk. ■ Ísland fyrir- heitna landið MARTINA SILER ■ er leikritaskáld frá Slóveníu. Leikrit hennar, Reykjavík, þykir eitt það efnileg- asta sem er í gangi í slóvensku leikhúsi þessi misserin. Þar er Ísland fyrirheitna landið. Leikskáld MARTINA SILER Slóvenska leikskáldið Martina Siler er komið hingað alla leið frá Slóveníu. Hún er í fríi í Reykjavík en hefur skrifað leikrit þar sem Ísland er fyrirheitna landið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Ég vildi að ég gæti talað! Þá gæti ég útskýrt þetta allt saman!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.