Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 14.08.2003, Blaðsíða 40
tíska o.fl. Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is. Skjöldur Mio, tískuráðgjafi Ég taldi mig vita flest allt um tísku og útlit áður en ég fór í skólann. En annað kom á daginn. Ég hef lært heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði, líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera. A L Þ J Ó Ð L E G T N Á M Í Ú T L I T S R Á Ð G J Ö F The Academy of Colour and Style ÚTLITS- OG FÖRÐUNARSKÓLI &Anna & út l i t iðl i i The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining, fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma í útlitsráðgjöf(fashion consultant). Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta nýst á ýmsum sviðum og atvinnugreinum. Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja öll kennslugögn með náminu. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík einu sinni í viku frá 17-20. Tinna, markaðsstjóri Í því strarfi sem ég gegni í dag þarf ég að hafa mikla þekkingu á förðun og litgreiningu til þess að koma réttum skilaboðum til míns markhóps. Þetta er mjög lifandi og skemmtilegt nám sem veitir mér mikla framtíðarmöguleika bæði í starfi og til frekari náms á þessu sviði. Ragnheiður, ráðgjafi Ég hef alltaf haft áhuga á tísku og útliti. Námið opnaði mér nýja sýn á þetta áhugamál mitt. Auk þess er það mér mikils virði í tengslum við starf mitt. Starfsmöguleikar: Innkaupastjóri Útlitsráðgjafi Stílisti Verslunarstjóri 1. Önn Litgreining Förðun út frá litgreiningu Markaðssetning 2. Önn Fatastíll Fatasamsetning Textill Stundaskrá UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101 Anna F. Gunnarsdóttir INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN Valgerður Matthíasdóttir, eðaVala Matt eins og flestir kalla hana, er með það alveg á hreinu hvað er í uppáhaldi hjá henni í fataskápnum. „Ég mundi segja að uppáhaldsflíkurnar mínar væru hvítu skyrturnar mínar og þá að- allega hvítu karlmannsskyrturn- ar. Ég geng í þeim dags daglega og nota þær rosalega mikið og hef gert það alveg frá því ég var í arkitektaskólanum. Ég hef í gegn- um árin notað þær, bæði sem aðal- flíkur og innan undir til dæmis svarta jakka, peysur og erma- lausa kjóla.“ Valgerður lærði húsaarki- tektúr í Konunglegu listakademí- unni í Kaupmannahöfn en var í starfsnámi á teiknistofu í París. „Þar lærði ég eiginlega aðallega að ganga í þessum hvítu skyrtum vegna þess að frönsku konurnar notuðu skyrturnar á svo smartan hátt. Annars voru þetta eiginlega bara vinnuflíkurnar okkar í skól- anum. Þær eru náttúrlega algjör klassík og mér hafa fundist þær svo þægilegar af því þær eru al- gjörlega tímalausar. Ég hef átt ofboðslega margar skyrtur í gegnum tíðina og í öllum mögu- legum útgáfum, líka kvenmanns- skyrtur eins og til dæmis frá Donna Karan sem eru aðeins þrengri og aðsniðnari. Þetta er rosaleg hagstætt því maður getur notað skyrturnar á svo marga vegu.“ ■ Það flottasta í fataskápnum: Hvítar og klassískar karlmannsskyrtur VALA MATT Í HVÍTRI KARLMANNSSKYRTU Hún hefur átt ofboðslega margar hvítar skyrtur í gegnum tíðina og í öllum mögulegum útgáfum. Framkvæmdir við nýja adidas-verslun í Kringlunni eru í fullum gangi þessa dagana. „Þetta verður svona konsept búð, bara með adidas-vörum. Það eru nokkrar svona verslanir í Evrópu, meðal annars í París og London,“ segir Ásmundur Vil- helmsson, framkvæmdastjóri Sportmanna sem eru með adidas- umboðið á Íslandi. „Þarna verður hægt að fá alls konar adidas-vör- ur, fatnað, gleraugu, töskur og skó. Við verðum með mesta úrval af adidas-skóm á einum stað á Ís- landi.“ Ásmundur segir aðalmarkhóp verslunarinnar vera fólk á aldr- inum tólf til tuttugu og fimm ára, en að sjálfsögðu verði vörur fyr- ir fólk á öllum aldri. „Við verðum til dæmis með föt á ungabörn.“ Stefnan er að opna búðina aðra helgina í september. Hún verður þar sem Ólympía og Maraþon voru áður. ■ Ný verslun í Kringlunni: Adidas frá toppi til táar ÁSMUNDUR VILHELMSSON OG GREG VARNER Ásmundur er framkvæmdastjóri Sportmanna og Greg er markaðsstjóri adidas nordic og er nýbúinn að setja upp verslun í Svíþjóð. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T KRINGLAN Skóladagar um helgina. Skóladagar: Kringlan og Smáralind Skólinn hefst bráðum og því ým-islegt sem þarf að kaupa. Verslanir í Kringlunni og Smára- lind efna til Skóladaga sem hefj- ast í dag. Ýmislegt skemmtilegt er á tilboði og mikið úrval af skólavörum. Bæði í Kringlunni og Smáralind verður efnt til ýmissa uppákoma í tengslum við Skóla- dagana. Í Kringlunni verður skemmtilegur leikur fyrir krakka sem einfalt er að taka þátt í og til mikils að vinna. Í Veröldinni okkar í Smáralind geta börnin skemmt sér á meðan foreldrar versla eða skreppa á kaffihús. ■ Tilboð vegna Menningarnætur 15% afsláttur af undirfötum TÍSKUSÝNING Í SYDNEY Ástralska fyrirsætan Megan Gale sýnir hér kjól eftir hönnuðinn Trelise Cooper á tískusýningu í Sydney í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.