Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 40
tíska o.fl.
Vikulegur blaðauki Fréttablaðsins um al l t sem viðkemur t ísku
Ritstjórn: sími 515 7500 – netfang: tiska@frettabladid.is. Auglýsingar: sími 515 7500 – netfang: auglysingar@frettabladid.is.
Skjöldur Mio,
tískuráðgjafi
Ég taldi mig vita flest allt
um tísku og útlit áður en ég
fór í skólann. En annað kom
á daginn. Ég hef lært
heilmikið um fatasamsetningu, textil, litafræði,
líkamsbyggingu og flest allt um útlit. Námið
nýtist mér frábærlega í því sem ég er að gera.
A L Þ J Ó Ð L E G T N Á M Í Ú T L I T S R Á Ð G J Ö F
The Academy of
Colour and Style
ÚTLITS- OG FÖRÐUNARSKÓLI
&Anna & út l i t iðl i i
The Academy of Colour and Style er alþjóðlegur skóli sem
kennir útlitsráðgjöf. Námið byggir á helstu atriðum
útlitshönnunar og er meðal annars tekið fyrir litgreining,
fatastíll og textill. Eftir nám fá nemendur alþjóðlegt diplóma
í útlitsráðgjöf(fashion consultant).
Starfsmöguleikar eftir nám eru margir og spennandi og geta
nýst á ýmsum sviðum og
atvinnugreinum.
Hver önn tekur þrjá mánuði og fylgja
öll kennslugögn með náminu.
Kennsla fer fram í Iðnskólanum í
Reykjavík einu sinni í viku frá 17-20.
Tinna, markaðsstjóri
Í því strarfi sem ég gegni
í dag þarf ég að hafa
mikla þekkingu á förðun
og litgreiningu til þess að
koma réttum skilaboðum
til míns markhóps. Þetta er mjög lifandi og
skemmtilegt nám sem veitir mér mikla
framtíðarmöguleika bæði í starfi og til frekari
náms á þessu sviði.
Ragnheiður, ráðgjafi
Ég hef alltaf haft áhuga
á tísku og útliti. Námið
opnaði mér nýja sýn á
þetta áhugamál mitt.
Auk þess er það mér
mikils virði í tengslum við
starf mitt.
Starfsmöguleikar:
Innkaupastjóri
Útlitsráðgjafi
Stílisti
Verslunarstjóri
1. Önn
Litgreining
Förðun út frá litgreiningu
Markaðssetning
2. Önn
Fatastíll
Fatasamsetning
Textill
Stundaskrá
UPPLÝSINGAR OG SKRÁNING Í SÍMA 533 5101
Anna F. Gunnarsdóttir
INNRITUN ER HAFIN FYRIR HAUSTÖNN
Valgerður Matthíasdóttir, eðaVala Matt eins og flestir kalla
hana, er með það alveg á hreinu
hvað er í uppáhaldi hjá henni í
fataskápnum. „Ég mundi segja að
uppáhaldsflíkurnar mínar væru
hvítu skyrturnar mínar og þá að-
allega hvítu karlmannsskyrturn-
ar. Ég geng í þeim dags daglega
og nota þær rosalega mikið og hef
gert það alveg frá því ég var í
arkitektaskólanum. Ég hef í gegn-
um árin notað þær, bæði sem aðal-
flíkur og innan undir til dæmis
svarta jakka, peysur og erma-
lausa kjóla.“
Valgerður lærði húsaarki-
tektúr í Konunglegu listakademí-
unni í Kaupmannahöfn en var í
starfsnámi á teiknistofu í París.
„Þar lærði ég eiginlega aðallega
að ganga í þessum hvítu skyrtum
vegna þess að frönsku konurnar
notuðu skyrturnar á svo smartan
hátt. Annars voru þetta eiginlega
bara vinnuflíkurnar okkar í skól-
anum. Þær eru náttúrlega algjör
klassík og mér hafa fundist þær
svo þægilegar af því þær eru al-
gjörlega tímalausar. Ég hef átt
ofboðslega margar skyrtur í
gegnum tíðina og í öllum mögu-
legum útgáfum, líka kvenmanns-
skyrtur eins og til dæmis frá
Donna Karan sem eru aðeins
þrengri og aðsniðnari. Þetta er
rosaleg hagstætt því maður getur
notað skyrturnar á svo marga
vegu.“ ■
Það flottasta í fataskápnum:
Hvítar og klassískar
karlmannsskyrtur
VALA MATT Í HVÍTRI
KARLMANNSSKYRTU
Hún hefur átt ofboðslega margar
hvítar skyrtur í gegnum tíðina og
í öllum mögulegum útgáfum.
Framkvæmdir við nýja adidas-verslun í Kringlunni eru í
fullum gangi þessa dagana.
„Þetta verður svona konsept búð,
bara með adidas-vörum. Það eru
nokkrar svona verslanir í
Evrópu, meðal annars í París og
London,“ segir Ásmundur Vil-
helmsson, framkvæmdastjóri
Sportmanna sem eru með adidas-
umboðið á Íslandi. „Þarna verður
hægt að fá alls konar adidas-vör-
ur, fatnað, gleraugu, töskur og
skó. Við verðum með mesta úrval
af adidas-skóm á einum stað á Ís-
landi.“
Ásmundur segir aðalmarkhóp
verslunarinnar vera fólk á aldr-
inum tólf til tuttugu og fimm ára,
en að sjálfsögðu verði vörur fyr-
ir fólk á öllum aldri. „Við verðum
til dæmis með föt á ungabörn.“
Stefnan er að opna búðina aðra
helgina í september. Hún verður
þar sem Ólympía og Maraþon
voru áður. ■
Ný verslun í Kringlunni:
Adidas frá toppi til táar
ÁSMUNDUR VILHELMSSON OG GREG VARNER
Ásmundur er framkvæmdastjóri Sportmanna og Greg er markaðsstjóri adidas nordic
og er nýbúinn að setja upp verslun í Svíþjóð.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/R
Ó
B
ER
T
KRINGLAN
Skóladagar um helgina.
Skóladagar:
Kringlan og
Smáralind
Skólinn hefst bráðum og því ým-islegt sem þarf að kaupa.
Verslanir í Kringlunni og Smára-
lind efna til Skóladaga sem hefj-
ast í dag. Ýmislegt skemmtilegt
er á tilboði og mikið úrval af
skólavörum. Bæði í Kringlunni og
Smáralind verður efnt til ýmissa
uppákoma í tengslum við Skóla-
dagana. Í Kringlunni verður
skemmtilegur leikur fyrir krakka
sem einfalt er að taka þátt í og til
mikils að vinna.
Í Veröldinni okkar í Smáralind
geta börnin skemmt sér á meðan
foreldrar versla eða skreppa á
kaffihús. ■
Tilboð vegna Menningarnætur
15% afsláttur
af undirfötum
TÍSKUSÝNING
Í SYDNEY
Ástralska fyrirsætan Megan
Gale sýnir hér kjól eftir
hönnuðinn Trelise Cooper á
tískusýningu í Sydney í gær.