Fréttablaðið - 14.08.2003, Síða 39

Fréttablaðið - 14.08.2003, Síða 39
27FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 15.16. og 17. ágúst Ásahreppur, Rangárþing ytra og Rangárþing eystra. Töðugjöld 15.16. og 17. ágúst Menning, atvinnulíf og skemmtun Föstudagur: Tónleikar í Hellahelli í Landsveit hljómsveitin Á móti sól hljómsveitin Herra Jón. Gaddstaðaflatir Laugardagur: Markaðstjöld, sölubásar, sýningar, spákona, Rangæsk ferðaþjónusta með sérstaka kynningu þennan dag, leiktæki hoppukastlar, Zorb boltinn, bíla- og búvélasýning, barnaguðs- þjónusta, hestvagn, húsdýragarður, veiðitjörn, "Ísmaðurinn", dægurlaga- keppni, hestakúnstir, glímusýning, glímuáskorun, Gunni og Felix, Matarveislan mikla, úrslit í dægurlaga- keppni, Halli og Laddi, fjöldasöngur, varðeldur, flugeldasýning, hjómsveitin Sniglabandið, hjómsveitin Ernir og Ómar Diðriksson, hljómsveitin Hljómar. Sunnudagur: Markaðstjöld, sölubásar og sýningar, leiktæki, bíla- og búvélasýning, guðsþjónusta Séra Sigurður Jónsson, tónlist: Þorvaldur Halldórsson. afhending Hornsteina, viðurkenninga Töðugjalda og Sunnlenska frétta- blaðsins, kassabílarallý, keppt í fokkum, verðlaun veitt fyrir sigur í rallýinu og fyrir frumlegsta bílinn, hæfileikakeppni barna og ungmenna Karaokie keppni, hestvagn, húsdýrasýning, veiðitjörn. Velkomin í Ran árþing Sætaferðir milli Hellu og Hvolsvallar laugardag og sunnudag og á dansleiki. Nánar á: www.rang.is/todugjold og www.atvinnferda.is Ásahreppur, www.asahreppur.is Rangárþing ytra, www. rang.is Rangárþing eystra, www. hvolsvollur.is Töðugjöld verða haldin hátíðleg í Rangárvallasýslu nú um helgina. Þetta er tíunda árið í röð sem hátíð undir nafninu Töðugjöld er haldin í sýslunni. Meðal dagskráratriða; Ísumar er á vegum Umhverfis-stofnunar víða um land unnið við að koma upp skiltum og merk- ingum á friðlýstum svæðum. Um er að ræða leiðbeiningaskilti fyrir gesti svæðanna þar sem fram koma upplýsingar um afmörkun, aðgengi, sérstöðu og annað sem gagnast getur ferðamönnum. Sér- stökum fræðsluskiltum um nátt- úrufar svæðanna, svo sem upp- lýsingar um dýralíf og gróðurfar, sögu og örnefni verður einnig komið upp ásamt leiðarmerking- um sem vísa á áhugaverðar gönguleiðir. Umhverfisstofnun annast gerð skiltanna og framleið- ir þau, en gagnasöfnun og fram- setning er unnin í samstarfi við landeigendur, sveitarstjórnir og aðra staðkunnuga. Verkið er enn- fremur unnið í samstarfi við Vegagerðina sem hefur annast uppsetningu skiltanna. Brýnt þótti að fara í nýjar merkingar á friðlýstum svæðum þar sem merkingar eru víða úrelt- ar og úr sér gengnar. Verkið er greitt af sér fjárveitingu til upp- byggingar á friðlýstum svæðum sem hefur numið nítján milljón- um árlega síðustu þrjú ár. ■ Merkingar á friðlýstum svæðum: Upplýsingar fyrir ferðamenn LEIÐBEININGASKILTI Á FRIÐLÝSTUM SVÆÐUM Verkið er unnið í samstarfi við Vegagerðina sem hefur annast uppsetningu skiltanna. Síðan á fimmtudag í síðustuviku hefur á þriðja tug ferða- manna verið fluttur á sjúkrahús eftir bílveltur, af þeim eru tveir látnir. Um er að ræða fjögur slys og í tveimur þeirra fer bíll erlendra ferðamanna út af í lausamöl. Talsvert er búið að leggja í forvarnir gegn umferðarslysum vegna erlendra ökumanna. Vegagerðin, Umferðarstofa og fleiri gerðu bækling sem heitir „the Art“, eða listin að keyra á malarvegi. Myndband hefur verið gert sem sýnt er um borð í Norrænu og í vélum Flugleiða. En forvarnarstarfið virðist ekki skila sér til þessa hóps öku- manna. Hvað er það sem erlendir ferðamenn ná ekki. Þau umferð- armerki sem eru við vegi lands- ins eru eftir alþjóðlegum stöðl- um þannig að erlendir ökumenn eiga að skilja merkingu þeirra. Reyndar er vegakerfið á Íslandi sums staðar slakt. Hugsanlegt er að þeir vegkafla sem eru verstir séu ekki nógu vel merkt- ir. Eitt er ljóst og það er að þeir aðilar sem eru í ferðaþjónustu á Íslandi og þær stofnanir og fé- lagasamtök sem vinna að slysa- vörnum í umferðinni þurfa að fara að stilla saman strengi til að ná til erlendra ökumanna. ■ Umferðarátak Umferðarstofu og Landsbjargar: Bæta þarf forvarnarstarf

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.