Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 13

Fréttablaðið - 14.08.2003, Qupperneq 13
13FIMMTUDAGUR 14. ágúst 2003 2.459 kr. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 19 00 08 /2 00 3 99 kr. (aðeins í Sigtúni) Ís Þessa helgi 399 kr. Margaríta 50% afsláttur Trjáplöntur pottaplöntuútsala 20-50% afs láttur af öllum potta plöntum Ódýr skólavörumarkaður í Sigtúni. Bakpokar t.d. Puma, Diadora, Lotto VÖRUMERKI BRENND Víða á Indlandi hafa brotist út hörð mót- mæli gegn pepsí og coca-cola í kjölfar ásakana um að gosdrykkir fyrirtækjanna innihéldu skordýraeitur. Ásakanir á hendur fram- leiðendum pepsí og kók: Skordýra- eitur í gos- drykkjum INDLAND, AP Dómari á Indlandi hef- ur fyrirskipað ríkisstjórninni að rannsaka sýni úr pepsí eftir að gosdrykkjaframleiðandinn mót- mælti með formlegum hætti ásök- unum um að drykkir fyrirtækis- ins, sem og samkeppnisaðilans Coca Cola, innihéldu leifar af skordýraeitri. Í skýrslu vísinda- og umhverf- ismiðstöðvarinnar er því haldið fram að hlutfall skordýraeiturs í pepsí og kók sem framleitt er á Indlandi sé allt að 36 sinnum hærra en leyfilegt er samkvæmt reglum Evrópusambandsins. PepsiCo á Indlandi fór fram á óháða rannsókn á ásökunum og krafðist þess að útgáfa skýrslunn- ar yrði bönnuð. Vísinda- og umhverfismiðstöð- in, sem er sjálfstæð stofnun, held- ur því fram að eitrið komi úr menguðu grunnvatni og viður- kennir að það megi einnig finna í hættulega miklu magni í öðrum gosdrykkjum sem framleiddir séu á Indlandi. Í skýrslu stofnun- arinnar kemur fram að mikil neysla drykkjanna geti meðal annars valdið krabbameini og skemmdum á taugakerfi og veikt ónæmiskerfið. ■ DÓMSMÁL Gunnar Örlygsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, af- plánar nú sex mánaða fangelsis- dóm sem hann hlaut fyrir bók- haldsbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða fyrir Héraðs- dómi Reykjaness. Þrír mánuðir dómsins eru óskilorðsbundnir og mun Gunnar sitja einn mánuð í fangelsi og tvo mánuði mun hann taka út í samfélagsþjón- ustu, að sögn Margrétar Sverris- dóttur, framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins. Gunnar hefur setið í fangelsi síðan á fimmtudag og mun af- plánun dóms hans ljúka í nóvem- ber, að sögn Margrétar. Vara- maður Gunnars, Sigurlín Magn- úsdóttir, mun taka sæti hans á Alþingi þangað til, en Sigurlín er heyrnarlaus. Starfsmenn Alþingis undirbúa nú setu Sigurlínar á þingi. „Ég geri fastlega ráð fyrir að það verði túlkaþjónusta fyrir hana þannig að hún verði með túlk með sér í þing- störfunum,“ segir Margrét. „Við vissum af því að Gunnar væri með þennan dóm á sér þeg- ar við settum hann í fyrsta sæti,“ segir Margrét, en bætir við að afbrot Gunnars hafi þótt þess eðlis að hann gæti þrátt fyr- ir það leitt lista Frjálslyndra í Suðvesturkjördæmi. ■ GUNNAR ÖRLYGSSON Hlaut sex mánaða fangelsisdóm fyrir Hér- aðsdómi Reykjaness fyrir bókhaldsbrot og brot á lögum um stjórn fiskveiða. Hann af- plánar nú dóminn. Þingmaður afplánar dóm: Mánuður í fangelsi og tveir í samfélagsþjónustu Björgunarþyrla hrapar í Ölpunum: Tveir menn fórust RÓM, AP Tveggja manna áhöfn ítal- skrar björgunarþyrlu fórst þegar þyrlan hrapaði í ítölsku Ölpunum í gær. Þyrlan var á leið til að sækja slasaðan fjallgöngumann þegar hún rakst í klettavegginn og fórst. Skömmu áður hafði þyrlan skilað af sér tveimur hjálparliðum hjá hinum slasaða. Annasamt hefur verið hjá björgunarmönnum á Ítalíu, sem og annars staðar í Evr- ópu að undanförnu. Þeir hafa meðal annars þurft að berjast við elda í skraufþurrum skógum landsins en margir eldanna eru af mannavöldum. ■ Vinnuhópur: Sinfónía eignist út- varpsfiðlu FORNMUNIR Vinnuhópur mennta- málaráðherra hefur áhyggjur af verðmætri fiðlu sem kennd er við Joseph Gurnerius og Ríkisútvarp- ið keypti í stríðslok. Fiðlan hefur verið í vörslu fyrs- ta konsertmeistara Sinfóníunnar: „Þetta fyrirkomulag er óeðlilegt með öllu og brýnt að annað hvort verði gerður langtímasamningur milli Ríkisútvarpsins og hljóm- sveitarinnar um afnotarétt, eða eignarhaldið færist með einhverj- um hætti til hljómsveitarinnar.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.