Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.08.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 30 Sjónvarp 36 FÖSTUDAGUR 22. ágúst 2003 – 198. tölublað – 3. árgangur ELDISLAX FINNST EKKI Tæplega 3.000 kynbættir eld- islaxar sem sluppu í Neskaupstaðarhöfn eru torfundnir. Net hafa verið lögð um allan Norðfjörð en lítið fengist. Óttast er að eldislaxinn sé far- inn úr firðinum og verður fylgst með honum í austfirskum ám. Sjá nánar bls. 2 GRUNUR UM KYNFERÐISGLÆP Gunnleifur Kjartansson hjá lögreglunni í Reykjavík staðfestir að hugsanlegt kynferð- isbrot gegn tveggja ára barni á leikskóla í Reykjavík sé í rannsókn. Sjá nánar bls. 4 ÓHÆFAR BARNAVERNDAR- NEFNDIR Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir barnaverndar- nefndir fráleitt hæfar til verka sé ekki sér- menntaður starfsmaður innan þeirra. Til- kynning til barnaverndarnefndar í Vestur- byggð hafi ekki leitt til rannsóknar. Farið verði ofan í kjölinn á því. Sjá nánar bls. 8 STRÍÐIÐ EFTIR STRÍÐIÐ Átök her- manna og heimamanna eru daglegt brauð þótt 18 vikur séu síðan Bush lýsti yfir lok- um Íraksstríðsins. Sprengjuárásir eru tíðar og hafa tugir hermanna bandamanna fallið í þeim á síðustu vikum. Sjá nánar bls. 10 HÖRÐ KEPPNI Í DANMÖRKU KR mætir Bröndby í Evrópukeppni félagsliða kvenna klukkan 17.00. Leikurinn, sem fer fram í Danmörku, er annar leikurinn sem KR- stelpur leika í riðlinum. Sá fyrsti var á mið- vikudag gegn ZFK Masinac frá Serbíu og Svartfjallalandi og lauk þeim leik með 3-1 tapi KR. Sjá nánar: DAGURINN Í DAG matur o.fl. kartöfluuppskrift ● vín vikunnar Úlfar Eysteinsson: ▲ SÍÐUR 26 og 27 Alltaf hvalkjöt á matseðlinum heilsa o.fl. magaæfingar ● næringarefni Eiríkur Bergmann Einarsson: ▲ SÍÐUR 24 og 25 Hleypur sér til hvíldar Á GÖTUM GAZA-BORGAR Palestínskir borgarar reyna að ná líkum Hamas-leiðtogans Ismail Abu Shanab og lífvarða hans út úr flaki bifreiðarinnar. VEÐRIÐ Í DAG FLOTT VEÐUR Flott veður á landinu. Bjart- ast með suður- og vesturströndinni. Vindur víðast hægur. Hiti verður á bilinu 10 til 17 stig. Sjá nánar á bls. 6 stöð 2+ og stöð 3 Sigurður G. Guðjónsson: Tvær nýjar sjónvarpsstöðvar ▲ SÍÐA 38 GAZA-STRÖNDIN, AP Einn af pólitísk- um leiðtogum Hamas-samtakanna féll í flugskeytaárás ísraelska hers- ins í Gaza-borg. Andspyrnuhreyf- ingar Palestínumanna hafa hótað hefndum og lýst því yfir að vopna- hléinu, sem gekk í gildi fyrir átta vikum, sé lokið. Mahmoud Abbas, forsætisráð- herra Palestínumanna, hefur varað við því að aftaka Hamas-leiðtogans Ismail Abu Shanab eigi eftir að gera stjórn hans erfiðara fyrir að brjóta á bak aftur starfsemi herskárra andspyrnuhreyfinga. Boðuðum að- gerðum palestínskra yfirvalda gegn vígasamtökum hefur verið frestað í kjölfar flugskeytaárásarinnar. Ísraelskar herþyrlur skutu fimm flugskeytum á bifreið Abu Shanab í Gaza-borg með þeim af- leiðingum að Hamas-leiðtoginn og tveir lífverðir hans fórust. Fimmt- án aðrir vegfarendur særðust í árásinni. Ísraelski herinn heldur því fram að Shanab hafi tekið þátt í því að skipuleggja sjálfsmorðsárás- ir. „Það leikur enginn vafi á því að bein tengsl eru á milli leiðtoga Hamas og hryðjuverkamanna,“ sagði Gideon Meir, utanríkisráð- herra Ísraels. Í kjölfar árásarinnar bundu Hamas og samtökin Íslamskt jihad enda á vopnahléð sem hófst 29. júní síðastliðinn. ■ Pólitískur leiðtogi Hamas myrtur: Hamas og Jihad aflýsa vopnahléi Síldarvinnslan: Lokar Norðfjarðará UMHVERFISMÁL Síldarvinnslan á Neskaupstað hefur fest kaup á öll- um veiðileyfum í Norðfjarðará frá miðvikudegi til dagsins í dag þar sem girt hefur verið fyrir ósa ár- innar til þess að koma í veg fyrir að 3.000 eldislaxar gangi upp í ána. Það kostar Síldarvinnsluna tæp- lega 40.000 krónur að loka ánni í þrjá daga, en laxar eru þar sjald- séðir. Magni Kristjánsson leigu- taki segir eldislax áður hafa slopp- ið úr kví í Neskaupstað og gengu þá hundruð laxa upp í Norðfjarð- ará. Hann segir að það ár hafi um áttatíu laxar veiðst í ánni. Sjá nánar bls. 2 EFNAHAGSMÁL Afkoma ríkissjóðs versnaði til muna árið 2002 saman- borið við árið 2001. Heildargjöld ríkissjóðs, að meðtöldum tilfallandi gjöldum, voru 8,1 milljarður króna í fyrra, en árið 2001 námu tekjur um- fram gjöld 8,6 milljörðum. Þetta er tæplega 17 milljarða króna neikvæð sveifla. Samkvæmt fjármálaráðuneytinu skýrist verri afkoma á árinu 2002 samanborið við árið á undan einkum af mun meiri gjaldfærslu lífeyris- skuldbindinga og hærri afskriftum skattkrafna. Í ríkisreikningnum kemur fram að tekjur umfram gjöld voru 25 milljörðum króna minni árið 2002 en gert hafði verið ráð fyr- ir í fjárlögum og fjáraukalögum. Einar Oddur Kristjánsson, þing- maður sjálfstæðismanna og vara- formaður fjárlaganefndar, segist hafa vitað að afkoma ríkissjóðs yrði verri árið 2002 en 2001. „Árið 2002 var næstum hagvaxt- arlaust ár,“ segir Einar Oddur. „Á sama tíma hélt launakostnaður hins opinbera hins vegar áfram að vaxa og það er sú þróun sem er lang- veikasti hlekkurinn í þessu og veld- ur því hversu mjög hefur hallað á ríkissjóð.“ Um 6,5 milljarða króna rekstrar- afgangur varð af venjubundinni starfsemi ríkissjóðs árið 2002 sam- anborið við 16,6 milljarða króna árið 2001. Í þessum tölum er ekki tekið tillit til tilfallandi tekna svo sem af sölu eigna né tilfallandi gjalda eins og lífeyrisskuldbindinga og áætl- aðra afskrifta skattkrafna. Hreinar skuldir í árslok 2002 námu 149,5 milljörðum króna sam- anborið við 168,8 milljarða króna í árslok 2001. Hreinar skuldir ríkis- sjóðs hafa því lækkað á milli ára um sem nemur 19,3 milljörðum króna. Stjórnarandstaðan hefur gagn- rýnt ríkisstjórnina fyrir að leggja allt sitt traust á sölu ríkiseigna við gerð fjárlaga. Aðspurður segist Ein- ar Oddur ekki óttast afkomu ríkis- sjóðs eftir sölu allra ríkiseigna. „Ríkið hefur ekki verið að draga sig út úr atvinnurekstri á almennum samkeppnismarkaði vegna tekn- anna sem hljótast af sölu eigna, heldur vegna þess að menn hafa verið sannfærðir um að ríkið eigi ekki að reka svona viðskiptabúllur í samkeppni við einkaaðila. Þeir geta alveg sinnt þeim rekstri sjálfir.“ Ekki náðist í Geir H. Haarde fjármálaráðherra í gær. trausti@frettabladid.is Sjá nánar bls. 2 Um 25 milljarða frávik frá fjárlögum Fjármálaráðuneytið birti í gær ríkisreikning fyrir árið 2002. Tekjur jukust um tæpa 22 milljarða króna milli ára en gjöld um tæpa 39 milljarða. Varaformaður fjárlaganefndar segir vaxandi launakostnaði hins opinbera um að kenna. RÍKISREIKNINGUR Reikningur 2002 Fjárlög og fjáraukalög 2002 Frávik Reikningur 2001 Tekjur 259.210 268.207 -8.997 237.356 Gjöld 267.332 251.291 16.041 228.713 Mismunur -8.121 16.916 -25.038 8.643 Tekjur* 6.503 10.477 3.974 16.585 Lánsfjárjöfnuður -14.643 -4.938 -9.705 -40.225 *umfram gjöld af venjubundinni starfsemi Allar upphæðir eru í milljónum króna. M YN D /A P Sprengjutilræði í Bagdad: Óþekkt sam- tök ábyrg BAGDAD, AP Óþekkt íslömsk hryðju- verkasamtök hafa lýst yfir ábyrgð á sprengjutilræðinu á höf- uðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad á þriðjudag. Að minnsta kosti 24 fórust og yfir 100 særð- ust. Samtökin nefnast Vopnaðir leiðtogar úr öðrum her Mú- hameðs. Þau segjast munu grípa til árása gegn herliði bandamanna og öllum sem starfa með þeim. Colin Powell þingaði í gær með Kofi Annan, framkvæmdastjóra SÞ. Powell sagði eftir fundinn að ekki kæmi til greina að Banda- ríkjamenn afsöluðu sér stjórn herliðsins í Írak í hendur SÞ. Sjá nánar bls. 10 AP /M YN D

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.