Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.08.2003, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 22.08.2003, Qupperneq 22
23FÖSTUDAGUR 22. ágúst 2003 ■ Tilkynningar Ári eftir að Alþjóðaráð Rauðakrossins var stofnað í Genf komu saman stjórarerindrekar frá helstu ríkjum heimsins og sömdu fyrsta Genfarsamning- inn,“ segir Þórir Guðmundsson, upplýsingafulltrúi Rauða kross- ins. „Við erum með ýmsa hluti í gangi á Íslandi hvað varðar Gen- farsamningana. Meðal annars er Rauði krossinn og utanríkisráðu- neytið að þýða Genfarsamning- ana á íslensku. Við gerum fast- lega ráð fyrir að þeir geti komið út á afmælisári Rauða krossins en í ár eru 140 ár frá stofnun samtakanna.“ Að sögn Þóris hefur mikið verið talað um Genfarsamning- ana undanfarið og hefur mikil- vægi þeirra verið dregið í efa. Hann er ósammála gagnrýninni og segir samningana skipta miklu máli. Meðal annars hafi þúsundir manna verið sendar af Rauða krossinum til að heim- sækja stríðsfanga víðsvegar um heim fyrir tilstuðlan Genfar- samninganna. Fjölmargir hafa t.a.m. verið sendir til að heim- sækja grunaða hryðjuverka- menn í fangelsið í Guantanamo Bay á Kúbu. Þórir segir að mikil starfsemi sé í gangi hérna heima hjá Rauða krossinum og einnig sé talsvert af sendifulltrúm erlend- is við hjálparstörf. „Ástandið í Írak er mjög skuggalegt. Það er víða orðið mun hættulegra en áður fyrir hjálparstarfsmenn að sinna sínu starfi og þegar hafa tveir menn frá Rauða krossinum fallið í Írak. Annars er okkar mesta áhersla á alþjóðlega vísu á sunnanverða Afríku og alnæmis- vandamálið þar.“ ■ RÚMENÍA GLEYPT Árið 1944 braut sovéski herinn undir sig Rúmeníu, þar sem fasistastjórn hafði verið við lýði í fjögur ár. Réttborinn konungur Rúmeníu, Mikael, féllst á að afhenda Sov- étríkjunum yfirstjórn landsins. Fréttablaðið býður lesendum að senda inn tilkynningar um dánarfregnir, jarða- rfarir, afmæli eða aðra stórviðburði. Tek- ið er á móti tilkynningum á tölvupóst- fangið: tilkynningar@frettabladid.is. Athugið að upplýsingar þurfa að vera ítarlegar og helst tæmandi. ??? Hver? „Ég er ævintýramaður.“ ??? Hvar? „Ég er staddur á Reykjavíkurhöfn.“ ??? Hvaðan? „Frá Ísafirði.“ ??? Hvað? „Ég er að fara í Sjálfsbjörg og ná í kortin sem ég hef með mér í túrinn.“ ??? Hvernig? „Ég ræ þangað til ég get ekki meira og sofna ef ég get.“ ??? Hvers vegna? „Ég er að reyna sjálfan mig og láta gott af mér leiða í leiðinni.“ ??? Hvenær? „Ég fer af stað klukkan þrjú. Ég veit ekki hvenær ég kem aftur.“ KJARTAN JAKOB HAUKSSON Hóf í gær ferð sína á árabáti umhverfis landið. Ferðin er tileinkuð hreyfihömluðum og ferðalögum þeirra. ■ Persónan 1770 Kapteinn James Cook nemur land í Ástralíu og eignar sér landið fyrir hönd bresku krúnunnar. 1865 William Sheppard frá New York fær einkaleyfi fyrir fljótandi sápu. 1932 Breska ríkisútvarpið, BBC, hefur sjónvarpsútsendingar í tilrauna- skyni á Englandi. 1951 Mesti áhorfendafjöldi til þessa til að horfa á körfuboltaleik. 75.000 manns fylgist með leik Harlem Globetrotters á Ólympíuleikvang- inum í Berlín. 1987 Lagið Who’s that Girl með Madonnu kemst á topp bandaríska smáskífulist- ans. ■ 22. ágúst ÞÓRIR GUÐMUNDSSON Segir að það sé hættulegra en áður fyrir hjálparstarfsmenn að sinna starfi sínu. 22. ágúst 1864 GENFARSAMNINGARNIR ■ voru undirritaðir á þessum degi fyrir 139 árum. Samningarnir, sem eru alþjóð- legir mannréttindasáttmálar, eru ná- tengdir sögu Rauða krossins. Genfarsamningarnir þýddir á íslensku

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.