Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 27
27FÖSTUDAGUR 7. nóvember 2003 Sérkennilegasti maturinn: Hákarl og súrir hrútspungar Siggi Hall matreiðslumeistarisegist ekki þurfa að fara út fyrir landsteinana til að nefna undarlegasta matinn sem hann hafi bragðað. „Sérkennilegasti matur sem ég veit um og hef borðað er hákarl og súrir hrútspungar. Það er í raun og veru það skrýtnasta af öllu sem fólk borðar,“ segir Siggi. „Bara ef maður hugsar um það: Kæstur rotinn hákarl sem er búinn að liggja og rotna í sjálfum sér og síðan þorna, eða lambaeistu sem er búið að pressa saman og setja í súra mjólk og láta liggja í hálft ár. Þetta er mjög skrýtinn matur.“ Siggi segist eiga það til að smjatta á þessum mat stöku sinn- um en ekkert meira en það. „Þetta er mjög þjóðlegur siður og mér finnst hann skemmtilegur. Ég gerði m.a. þátt um svona mat fyr- ir National Geographic sem var sýndur fyrir skömmu.“ ■ SIGGI HALL Smjattar stöku sinnum á hákarli og súrum hrútspungum. Létt og leikandi vín, framleittí suðurhluta Rhone. Ber með sér hinn sérstæða keim sem ein- kennir vín frá Rhone: krydd, rósir og ferskt berjabragð. Cot- eaux de Tricastin Laferette frá Gabriel Liogier er þægilegt vín til drykkjar eitt og sér en einnig með lambakjöti, ljósu fuglakjöti og jafnvel lítið kryddaðri villi- bráð. Aðgengilegt og ódýrt vín, fínt á góðu sjónvarpskvöldi með mjúkum ostum! Fæst í Heiðrúnu og Kringl- unni og kostar 1.090 kr. Nýtt í Vínbúðum Coteaux de Tricastin HREINDÝRASTEIK AÐ HÆTTI SIGMARS 800 g hreindýravöðvi (annað hvort skorið í fjórar 200 g steikur eða steikt í heilu lagi) Einn hnefi af fersku timian 5 einiber 4 tsk. af góðri ólífuolíu. Timian, einiber og ólífuolía sett i matvinnsluvél eða mortél, og maukað. Má bæta við ólífuolíu ef þurfa þykir. Smurt á kjötið og látið standa við stofuhita í fjóra tíma. Sett í matvinnsluvél eða mortél og búið til mauk (má bæta við ólífuolíu ef þurfa þykir). Maukinu er smurt á kjötið og látið standa í stofuhita í fjórar klukkustundir. Ef kjötið er steikt í smærri steikum er það steikt stutt á hvorri hlið, panna tekin af hitanum og breytt yfir með álpappír og visku- stykki og látið standa smástund áður en það er borið fram. Ef vöðvinn er heilsteiktur er hann snöggsteiktur á pönnu og síð- an settur í ofn. Þá er nauðsynlegt að vera með kjöthitamæli, en kjarnahitinn í ofninum á að vera 50 gráður (kjöt- ið á að vera rautt í miðjunni en ekki þannig að leki úr því). Hitinn er tekinn af og ofninn opnaður í hálfa gátt. Kjötið er síðan haft þannig í ofninum í tíu mínútur. Sett á disk og hulið með álpapp- ír og viskustykki smá stund. Þegar búð er að steikja kjötið er það kryddað með salti og svörtum pipar úr kvörn. VILLISVEPPASÓSA 50 g þurrkaðir saxaðir sveppir (bestir úr Hallormstaðarskógi, en hægt er að fá þurrkaða sveppi í flestum verslunum) 1 msk. smjör hálfur rauður laukur, fínt saxaður 2 sneiðar af reyktu svínakjöti eða beikoni, saxað 4 dl rjómi maizena-mjöl ef þurfa þykir Sveppirnir lagðir í bleyti í volgt vatn í klukkutíma. Þegar sveppirnir hafa dregið í sig vatn- ið þurfa þeir að vera 200 grömm. Smjörið brætt á pönnunni, laukurinn steiktur í smjörinu, beikoni bætt út í og síðan svepp- unum. Steikt vel, rjómanum bætt á pönnuna. Soðið við vægan hita þangað til rjóminn fer að þykkja. Þykkt með maezenamjöli ef vill, kryddað með salti og pipar. Gott er að bæta við 1 msk. af koníaki og jafnvel 1 msk. af sojasósu, en ekki nauðsynlegt. Sigmar segir ítalska rauðvínið Barolo fara sérlega vel með hreindýrakjötinu. ■ KJÖTBORÐ Verslanir bjóða alls konar kjöt á tilboðs- verði um helgina. Tilboð: Helgarsteik á kosta- kjörum Flestir gera sér dagamun í matum helgar og oftar en ekki verð- ur kjöt fyrir valinu þegar keypt er í helgarmatinn. Það getur munað talsvert miklu að hafa auga með til- boðum á helgarsteikinni, ekki síst ef margir eru í mat. Í Bónus eru menn greinilega að komast í jólaskapið því þar er tilboð á Sambandshangikjöti, úrbeinað læri á 1.399 og úrbeinaður fram- partur á 899. Þeir sem vilja hefðbundna lambasteik geta fengið gourmet rauðvínslæri á 1.073 í 11-11 og rauðvínslegið lambalæri frá Kjarnafæði á 792 í Nettó. í Nóatúni bjóðast lambagrillleggir úr kjöt- borði á 399. Londonlamb frá KEA kostar 995 í Samkaupum og í Þinni verslun er einnig tilboð á London- lambi á sama verði, 995. Það er líka nóg af tilboðum á svínakjöti, SS koníakslegnar grísa- bógssneiðar á 559 í Krónunni, fyllt- ur grísahnakki á 898 og svínalundir á 1.298 í Fjarðarkaupum, reyktur grísabógur frá Bautabúrinu á 299 í Nettó og Fjallaskinka á 982 í Þinni verslun. Samkaup eru með tilboð á fol- aldakjöti úr kjötborði, snitsel og gúl- las á 799 og fillet og lundir á 1.199. Þeir sem vilja frekar vera á létt- ari nótunum í helgarmatnum geta svo keypt ferskan Holtakjúkling á tilboðsverði í Hagkaupum, læri á 329, leggi á 329, vængi á 260 og skinnlausar bringur á 1.299. Spar er með tilboð á Kjúlla Tex Mex kjúklingavængjum á 299 og í Nettó má fá kalkún í 1. flokki á 569 kr. Allar tölur í greininni eru kr./kg. ■ VÍN Á TILBOÐI Á KAFFI SÓLON Kaffi Sólon verður með þrjú vín á tilboðsverði í nóvember. Verð á flösku er 2.500 kr. og glas af víni kostar 500 kr. Vínin verða kynnt sérstaklega föstudaginn 7. nóv- ember og verða áfram á sérstöku verði eftir það. Vínin sem eru í boði eru frá „gamla heiminum“, frá fyrirtækjunum Fortant de France og Beronia. ■ Tilboð Létt og leikandi frá Rhone

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.