Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 42
42 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 NÓVEMBER Föstudagur Ég var í rokkinu fram eftir aldri.En alveg frá því ég byrjaði að spila djassmúsík fór ég strax að semja lög,“ segir Ómar Guðjóns- son gítarleikari sem nú er að senda frá sér sinn fyrsta disk. Nú í sumar fékk hann til liðs við sig bróður sinn Óskar á saxófón, Helga Svavar Helgason trommara og Þórð Högnason á bassann til þess að taka upp plötuna. „Við fórum fjórir saman í æðis- lega ferð í risastóran sumarbústað við Apavatn. Við ákváðum að njóta bara lífsins, taka upp plötu og liggja í potti og elda góðan mat. Gera eitthvað sem myndi skila sér á plötunni.“ Útkoman er hlýleg plata sem ber heitið Varma land. „Þetta er gert af einlægni og vonandi kemur platan til með að snerta einhverja. Við vorum allir sem einn að hugsa um að búa til eitthvað fallegt í kringum lag- línurnar.“ Ómar segist ekkert vera alveg viss um það hvort allir vilji kalla þessa tónlist djass. „Við vorum ekkert að einblína á að gera djassplötu heldur fyrst og fremst að láta okkur líða vel og spila saman.“ Þórður Högnason bassaleikari hefur lítið sést á senunni undanfar- in ár „en ég var svo heppinn að fá hann til að spila með mér á út- skriftinni minni frá FÍH í febrúar. Hann fór svo vel með lögin mín að mér fannst ég verða að fá hann til að spila á plötunni.“ Í kvöld spila þeir tónlistina af plötunni á útgáfutónleikum á NASA við Austurvöll. Tónleikarnir eru á dagskrá Jazzhátíðar Reykjavíkur, sem nú stendur yfir. Aðrir tónleikar verða einnig á hátíðinni í kvöld, einnig á NASA. Vestur-íslenska söngkonan Martha Brooks stígur á svið og flytur tón- list með tríói skipuðu hljóðfæra- leikurum úr fremstu röð kanadískra djassleikara. ■ Miðasala í í síma 562 9700 www.idno.is Lau. 8. nóv. kl. 20:00 Örfá sæti laus Su. 16. nóv. kl. 20:00 Örfá sæti laus Lau. 22. nóv. kl. 20:00 Örfá sæti laus Lau. 29. nóv. kl. 20:00 ■ ■ KVIKMYNDIR  Sjá www.kvikmyndir.is Sambíóin Kringlunni, s. 588 0800 Sambíóin Álfabakka, s. 587 8900 Háskólabíó, s. 530 1919 Laugarásbíó, s. 553 2075 Regnboginn, s. 551 9000 Smárabíó, s. 564 0000 Sambíóin Keflavík, s. 421 1170 Sambíóin Akureyri, s. 461 4666 Borgarbíó, Akureyri, s. 462 3500  20.00 Kvikmyndasafn Íslands sýn- ir sænsku kvikmyndina Smultronstället eftir Ingmar Bergman í Bæjarbíói, Strandgötu 6, Hafnarfirði. Sýningin er í samvinnu við Sænska menningarviku og sænska sendiráðið ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson píanóleikari halda tónleika á Ljósafossi, Grímsnesi, fyrir vistfólk Byrgisins. Gestir velkomnir  20.00 Kvartett Jonas Kull- hammars frá Svíþjóð verður með djass- tónleika í Norræna húsinu í tengslum við sænska menningarviku.  20.00 Óperukór Hafnarfjarðar verður í Vínarsveiflu í Haukahúsinu á Ásvöllum með Elínu Ósk Óskarsdóttur óperusöngkonu og stjórnanda í farar- broddi.  20.30 Útgáfutónleikar Ómars Guðjónssonar gítarleikara verða á Jazzhátíð Reykjavíkur á skemmtistaðn- um NASA við Austurvöll. Varma land nefnist diskurinn sem hann er að senda frá sér. Með honum spila bróðir hans Óskar Guðjónsson á tenór- saxófón, Þórður Högnason bassaleik- ari og Helgi Svavar Helgason trommu- leikari.  22.00 Jazzhátíð Reykjavíkur á Nasa. Vestur-íslenska söngkonan Martha Brooks flytur gæðadjass ásamt tríói sínu með David Restivo á píanó, Mike Downes á bassa og Ted Warren á trommur. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Græna landið eftir Ólaf Hauk Símonarson er sýnt í Frumleik- húsinu í Keflavík.  20.00 100 prósent hitt með Helgu Brögu í Ými við Skógarhlíð.  20.00 Íslenski dansflokkurinn sýnir dansverkin The Match, Symbiosis og Party á stóra sviði Borgarleikhúss- ins.  20.00 Kvetch eftir Steven Berkoff á litla sviði Borgarleikhússins.  20.00 Farsinn Allir á svið á stóra sviði Þjóðleikhússins.  20.00 Pabbastrákur eftir Hávar Sigurjónsson á litla sviði Þjóðleikhúss- ins.  20.00 Veislan á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Hljómsveitin Maus spilar á Grand Rokk.  Hátíðardansleikur með Bógomil Font og Orkusveitinni á Nasa við Aust- urvöll.  Rut Reginalds syngur á Græna hattinum, Akureyri.  Strákarnir í Sóldögg ætla að gera allt vitlaust á Gauknum áamt DJ Rikka.  Á Pravda verður grúvbandið Multiphones með Bigga Nielsen í far- arbroddi fyrri hluta kvölds og svo verða Dj’s Balli og Tommi á neðri hæðinni og DJ Áki á efri hæðinni.  Atli niðri og Þórhallur uppi á Laugavegi 22.  Motown-sýningin á Broadway með Páli Óskari í fararbroddi. Hljómsveitin Jagúar leikur undir og aðrir stórgóðir söngvarar koma fram. Stórdansleikur með hljómsveitunum Skítamóral og Pöpum eftir miðnætti.  Hermann Ingi jr. spilar á Café Catal- ina í Kópavogi. Frítt inn.  Stefán Örn trúbador spilar bæði á gítar og píanó á Kránni, Laugavegi 73.  Geirmundur Valtýsson og hljóm- sveit hans halda uppi sveiflunni á Kringlukránni.  Veggljós að austan, Danni og Dix- ielanddvergarnir, Ókind, Lokbrá, Noise, Jan Mayen, Ríkið, ESP og Days of our lives koma fram á Samsulli-rokk- hristingi í Tjarnarbíói.  Hinn eini sanni Viðar Jónsson skemmtir í Shooters.  Dúettinn Acoustics skemmtir á Ara í Ögri.  Hljómsveit Rúnars Þórs skemmtir á ODD-Vitanum, Akureyri.  Hljómsveitin Tilþrif verður í Lundan- um í Vestmannaeyjum. ■ ■ FYRIRLESTRAR  14.30 Meistaraprófsfyrirlestur Bergs Sigfússonar um veðrun og þróun jarðvegs í nágrenni Grundartanga í Hval- firði fer fram í Odda, stofu 101. ■ ■ SAMKOMUR  11.45 Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi í Iðnó. ■ ■ FÉLAGSLÍF  19.00 Herrakvöld Vals verður haldið að Hlíðarenda fyrsta föstudag í nóvember eins og ávallt. Veislustjóri verður Guðni Bergsson og ræðumaður kvöldsins Þórólfur Árnason borgarstjóri. Skemmtiatriðin verða í höndum Jó- hannesar Kristjánssonar eftirhermu og þeirra Stefáns Hilmarssonar og Eyjólfs Kristjánssonar.  19.00 Árshátíð Félags eldri borg- ara í Reykjavík verður haldin í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síð- ar en sólarhring fyrir birtingu. OASIS ER Í KRINGLUNNI Í auglýs- ingu sem birtist í blaðinu í gær var verslunin Oasis sögð vera í Smáralind sem er alls ekki rétt því verslunin er staðsett í Kringl- unni. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. ■ Leiðrétting ■ TÓNLEIKAR ÓMAR GUÐJÓNSSON Spilar lög af nýjum diski sínum á djasshátíðinni á NASA í kvöld. Lágu í potti við Apavatn Laugardagur 08.11. kl. 20 uppselt Föstudagur 14.11 kl. 20 uppselt Laugardagur 22.11. kl. 20 örfá sæti laus Föstudagur 28.11. kl. 20 örfá sæti laus Ósóttar pantanir seldar daglega. ö›ruvísi LAUGAVEGI 20B GENGIÐ INN FRÁ KLAPPARSTÍG

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.