Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 38
38 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR
YFIR ATLANTSHAFIÐ
Svissneska skútan Carrefour Prevention
leggur af stað í Transat Jacques Vabre-
siglingakeppninni yfir Atlantshafið. Skút-
urnar sigla frá Le Havre í Frakklandi til
Bahia í Brasilíu.
Siglingar
FÓTBOLTI „Það hefði mátt búast við
ósigri hér en alls ekki þessum úr-
slitum,“ sagði Augusto Lendoiro,
forseti Deportivo, eftir 8-3 tap fé-
lagsins fyrir Monaco á miðviku-
dag. Lendoiro fer ekki á útileiki
félagsins en í þetta sinn þáði
hann boð um að fylgja liðinu til
Monaco. Hann breytti síðast út af
þessari sérvisku sinni fyrir fjór-
um árum og þá tapaði Deportivo
5-1 fyrir Arsenal í UEFA-bikarn-
um.
Íþróttablaðið Marca var ekk-
ert að skafa utan af hlutunum í
umfjöllun sinni um leikinn.
„Deportivo var skrípamynd af
sjálfu sér. Galisíumennirnir voru
staðráðnir í að fremja sjálfsmorð
eins og þeir væru haldnir illum
öndum.“ ■
FÓTBOLTI Hollenski knattspyrnu-
maðurinn Patrick Kluivert fær
tvo mánuði til að sanna sig hjá
Barcelona. Ef honum tekst ekki
vel upp er líklegt að hann verði
seldur frá félaginu.
Freddy Shepherd, stjórnarfor-
maður Newcastle, hefur átt í við-
ræðum við Katalóníuliðið um
hugsanleg kaup á leikmanninum.
Arsenal, Manchester United og
Chelsea eru einnig sögð vera á
höttunum eftir honum.
Kluivert hefur átt erfitt upp-
dráttar hjá Barcelona og hefur
ekki náð að skora mark það sem
af er vetri á Spáni. ■
JAKKAFATADAGAR
Vönduð jakkaföt á
20% afslætti
MAO
jakkaföt 17.990
PARKS
jakkaföt 19.990
4YOU
jakkaföt 15.990
VAN GILS
jakkaföt 29.990
Skyrtur
Bindi
Skór
2.990
2.990
6.990
LAUGAVEGI 91 - KRINGLUNNI
FÓTBOLTI AS Mónakó vann stærsta
sigur sem unnist hefur í Meist-
aradeild Evrópu á miðvikudag
þegar liðið lagði Deportivo La
Coruna að velli með átta mörkum
gegn þremur.
Mónakó sló þar með markamet
Paris Saint-German sem lagði
Rosenborg að velli 7-2 í Meistara-
deildinni í október árið 2000. Einu
sinni áður í Evrópukeppni meist-
araliða hefur sigur unnist með
sömu markatölu en það var þegar
Lokomotiv Sofia lagði Malmö að
velli tímabilið 1964-65.
Didier Deschamps, fyrrum
fyrirliði heimsmeistara Frakka
og núverandi þjálfari Mónakó,
lýsti úrslitunum sem glæsileg-
asta sigri á ferli sínum. „Að skora
átta mörk gegn jafn sterkum and-
stæðingi og La Coruna er ótrú-
legt. Stundum er ekki hægt að út-
skýra það sem gerist í boltanum.
Sem leikmaður held ég að ég hafi
aldrei unnið jafn stóran sigur
gegn jafn góðu liði.“
Dado Miladin Prso var hetja
Mónakó á 29 ára afmælisdegi sín-
um. Hann þakkaði Deschamps
þjálfara traustið er hann kom inn
í byrjunarliðið í stað Fernando
Morientes, sem stóðst ekki lækn-
isskoðun, og skoraði fjögur mörk
á 23 mínútum.
„Dado var ótrúlegur,“ sagði
Jérôme Rothen, leikmaður
Mónakó. „Það voru allir með
áhyggur af því að Morientes væri
ekki með en við sýndum og sönn-
uðum að við erum með mikla
breidd og fullt af frábærum leik-
mönnum“
Prso hefur aðeins skorað eitt
mark í sjö leikjum í frönsku
deildinni í ár. Hann hefur ekki
fengið mörg tækifæri í byrjunar-
liðinu eftir að Morientes var
keyptur til liðsins. Hann stóð sig
samt ágætlega í fyrra, skoraði
tólf mörk í tuttugu leikjum.
Með sigrinum komst Mónakó í
toppsæti C-riðils með níu stig,
tveimur stigum meira en
Deportivo og þremur meira en
PSV Eindhoven. AEK Aþena er á
botni riðilsins með eitt stig.
Mónakó þarf á stigi að halda úr
síðustu tveimur leikjunum.
„Þótt við höfum leikið frábær-
lega voru þetta bara þrjú stig,“
sagði franski landsliðsmaðurinn
Rothen eftir leikinn. „Við unnum
orrustuna en stríðið er ekki búið.
Við þurfum að ná jafntefli á
heimavelli gegn PSV því það er
ekki auðvelt að fara til Aþenu og
ná í stig þar.“ ■
Handbolti.is:
Vefur
helgaður
handbolta
HANDBOLTI „Hefur nýja fyrirkomu-
lagið gert handboltann skemmti-
legri en í fyrra?“ spyr Hand-
bolti.is í könnun sem vefurinn
stendur fyrir. Tveir af hverjum
þremur eru jákvæðir en þriðjung-
ur ekki.
Handbolti.is er nýr íþróttavef-
ur sem var fyrst birtur á verald-
arvefnum upp úr miðjum septem-
ber. Að honum standa Þórður
Steinþórsson og Ari Sylvain
Posocco en auk þeirra skrifar
Guðni Már Ægisson fréttir á síð-
una.
Vefurinn sérhæfir sig í um-
fjöllun um handknattleik. Hann
flytur nýjustu fréttirnar af hand-
boltanum, úrslit, viðtöl, aðsenda
pistla og fleira sem tengist íþrótt-
inni. ■
Deportivo La Coruna:
Sökudólgurinn
fundinn?
NIÐURLÚTIR
Leikmenn Deportivo La Coruna ganga nið-
urlútir af velli eftir 8-3 tapið fyrir Monaco.
DADO MILADIN PRSO
Með mörkunum fjórum komst Prso, númer níu, upp að hlið þeirra Marco Van Basten og
Simone Inzaghi sem náðu einnig að skora fjögur mörk í einum og sama leiknum.
Ótrúleg
afmælisgjöf
Mónakó vann stærsta sigur sem unnist hefur í
Meistaradeildinni. Dado Prso var hetja leiksins
og skoraði fjögur mörk á afmælisdegi sínum.
Patrick Kluivert:
Fær tvo mánuði
til að sanna sig
PATRICK KLUIVERT
Hefur ekki náð að skora fyrir
Barcelona í spænsku deildinni það
sem af er tímabilinu.
Nígeríska
fótboltalandsliðið:
Robson
ekki ráðinn
FÓTBOLTI Nígeríska knattspyrnu-
sambandið getur ekki ráðið Bryan
Robson í starf landsliðsþjálfara.
„Þeir gátu ekki sannfært mig um
að þeir gætu greitt Robson 50.000
dollara á mánuði eins og þeir lof-
uðu,“ sagði Musa Mohammed,
íþróttamálaráðherra landsins.
Nígeríumenn, sem hafa haft
fjórtán landsliðsþjálfara frá árinu
1988, tilkynntu í byrjun október að
Robson yrði næsti landsliðsþjálf-
ari þeirra. Hann átti að stjórna lið-
inu í Afríkukeppninni sem fer
fram í Túnis á næsta ári. ■