Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Suðurgötu 10, 101 Reykjavík — sími 515 7500
Tónlist 42
Leikhús 42
Myndlist 42
Íþróttir 36
Sjónvarp 44
FÖSTUDAGUR
DAGURINN Í DAG
VEÐRIÐ Í DAG
7. nóvember 2003 – 275. tölublað – 3. árgangur
matur o.fl.
● Villibráðarhlaðborð
Sigmar B. Hauksson:
▲
SÍÐUR 26 og 29
Hreindýrið
kryddar sig sjálft
börn o.fl.
● Nýtísku barnavagnar
Kristín Helga:
▲
SÍÐUR 30 og 31
Vill líkjast
Línu langsokk
ÖFUNDARGEN Í REYKJAVÍK Ó-
ánægja með tillögur að uppbyggingu í
Lundi koma Gunnari Birgissyni, forseta
bæjarstjórnar, á óvart. Hann segir Reykvík-
inga setja sig upp á móti öllum skipulags-
tillögum Kópavogsbúa en feta svo í þeirra
fótspor. Sjá síðu 6
VEXTIR MUNU HÆKKA Birgir Ísleifur
Gunnarsson seðlabankastjóri greindi frá því
í gær að vextir myndu hækka á næstunni.
Stækkun Norðuráls, breytingar á húsnæðis-
lánum og ríkisútgjöld ráða miklu um hversu
miklar hækkanirnar verða. Sjá síðu 2
SKÓLI RÝMDUR Eftir að undirstöður
byggingarkrana við Ingunnarskóla gáfu sig
og kraninn tók að halla var skólinn rýmd-
ur. Foreldrar voru beðnir um að sækja
börn sín í skólann meðan viðgerð fór
fram. Sjá síðu 2
FRAMÚRAKSTUR GAGNRÝNDUR
Ríkisendurskoðun gagnrýnir að rúmlega
hundrað fjárlagaliðir fóru meira fram úr
fjárlagaheimildum en þau fjögur prósent
sem talist geta eðlileg. Sjá síðu 4
SLAGVIRÐI Á LANDINU Lægir í nótt.
Huga þarf að niðurföllum því mikil væta
fylgir þessu veðri. Minnkandi úrkoma í
kvöld og rofar þá heldur til. Sjá síðu 6
SÆNSK MENNING Kvartett Jonas
Kullhammars verður með djasstónleika í
Norræna húsinu í kvöld. Tónleikarnir eru í
tengslum við sænska menningarviku.
FJÖLMIÐLAR Stefnt er að því að gefa
út nýtt og breytt DV fljótlega í
næstu viku. Frétt ehf., útgáfufélag
Fréttablaðsins, gekk í gær frá
kaupum á þrotabúi og útgáfurétti
DV af Hömlum hf. dótturfélagi
Landsbankans.
„Við ætlum að gefa út kröftugt,
þróttmikið og líflegt blað,“ segir
Gunnar Smári Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Fréttar. „Blöð sem
byggja á svipuðum grunni og DV
eru mest seldu blöðin í svo til
öllum nágrannalöndum okkar. Við
sjáum enga ástæðu til annars en að
það sama geti gilt hér á landi.“
Ráðgert er að DV komi út sex
daga vikunnar, og að blaðið komi út
á morgnana líkt og Fréttablaðið og
Morgunblaðið. „Langflestir lesa
blöð á morgnana. Það er því besti
tíminn til blaðaútgáfu,“ segir
Gunnar Smári.
Hann segir að í framtíðinni
verði Fréttablaðið og DV undir
sama þaki, en ekki sé ákveðið
hvort það verði í núverandi hús-
næði DV í Skaftahlíð eða annars
staðar. Allar deildir blaðanna
verða reknar saman að ritstjórn-
unum slepptum. Gunnar Smári
segir að þessi blöð séu í raun í
takmarkaðri samkeppni sín á milli,
þrátt fyrir hugmyndir manna um
annað. Markmiðið sé að halda
öruggri forystu Fréttablaðsins á
auglýsingamarkaði en bæta mjög
stöðu DV á áskriftarmarkaði.
Ekki er búið að ákveða hvar DV
verður prentað en rætt verður við
prentsmiðju Morgunblaðsins og
Ísafoldarprentsmiðju á næstu dög-
um.
Kaupverð DV er trúnaðarmál.
Greitt var fyrir blaðið með nýju
hlutafé í Frétt ehf. og er
Landsbankinn nú orðinn einn hlut-
hafa félagsins. ■
Frétt kaupir þrotabú og útgáfurétt DV af Hömlum:
Nýtt og breytt blað í næstu viku
HEIMTA GREIÐSLUR FRÁ RÍKISSTJÓRNINNI Fyrrum hermenn stöðvuðu umferð á einni af helstu hraðbrautum Gvatemala í gær.
Þannig vöktu þeir athygli á því að ríkisstjórn landsins hefur ekki greitt þeim laun.
AP
M
YN
D
KJARAMÁL Guðmundur Gunnarsson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands, segir uppsagnir Varnarliðs-
ins á kjaraatriðum rafiðnaðar-
manna í einhverjum tilfellum ólög-
legar. Kaupskrárnefnd varnar-
svæða, sem starfar á vegum utan-
ríkisráðuneytisins, úrskurðar um
laun starfsmanna Varnarliðsins
samkvæmt lögum. Engir kjara-
samningar eru á milli starfsmanna
og vinnuveitandans á Keflavíkur-
flugvelli, en hlutverk kaupskrár-
nefndar er að halda launum á
Keflavíkurflugvelli í samræmi við
sambærileg störf á landinu. Úr-
skurði nefndarinnar má ekki rjúfa
einhliða.
„Starfsmannahald Varnarliðs-
ins hefur ekkert með það að gera
að segja upp kjaraatriðum sem
kaupskrárnefnd hefur úrskurðað
um. Hvað okkur rafiðnaðarmenn
varðar var það gert,“ segir Guð-
mundur.
Verkalýðsfélög á Suðurnesjum
bera nú saman bækur sínar um
hversu langt úrskurðir kaupskrár-
nefndar ná. Ólafur Darri Andra-
son, hagfræðingur Alþýðusam-
bandsins og einn þriggja nefndar-
manna í kaupskrárnefnd, kveðst
ekki vilja fullyrða um hvort ein-
hliða kjaraskerðing Varnarliðsins
stangist á við úrskurði nefndarinn-
ar, áður en farið hafi verið yfir alla
úrskurði. „Við fyrstu sýn virðist
mér að Varnarliðið sé að segja upp
kjaraatriðum rafiðnaðarmanna
sem kaupskrárnefnd hefur úr-
skurðað um,“ segir hann.
Í úrskurði nefndarinnar um
rafiðnaðarmenn frá nóvember
2000 sagði að uppbygging launa
og kjaraatriða skyldi haldast
óbreytt frá því sem áður hefði
verið og kæmi fram á launaseðl-
unum.
ASÍ stefnir á að ljúka yfirferð
sinni á úrskurðum nefndarinnar
fyrir 15. nóvember. Samkvæmt
bréfi sem á annað hundrað starfs-
fólks fékk frá Starfsmannahaldi
Varnarliðsins verður litið svo á að
það segi upp störfum þann dag,
hafi það ekki undirritað samning
um kjaraskerðingu. Misjafnt er
milli starfsmanna hversu mikil
kjaraskerðingin er, allt hvort um
er að ræða ferðatíma, rútugjald og
bílastyrki, en dæmi er um allt að
100.000 króna skerðingu á mánuði.
Friðþór Eydal, upplýsingafull-
trúi Varnarliðsins, segir ekki fyrir-
hugað að draga til baka kjara-
skerðinguna, líkt og gert var með
uppsagnir 90 starfsmanna.
Kjaraskerðing
talin ólögleg
Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur uppsagnir Varnarliðsins á
kjaraatriðum rafiðnaðarmanna stangast á við úrskurð kaupskrárnefnd-
ar varnarsvæða. Óheimilt er að rjúfa þá úrskurði einhliða.
jtr@frettabladid.is
Sjá nánar síðu 8
BÚNAÐURINN AÐGÆTTUR
Pólskur hermaður hugar að búnaði sínum,
skammt utan við hina fornu borg Babýlon.
441 hermaður fallinn:
Nær tveir
falla daglega
ÍRAK, AP Pólskur liðsforingi var
skotinn til bana við Al Mussayih,
um 40 kílómetra norður af Karbala.
Þá féllu tveir bandarískir her-
menn í fyrirsáti uppreisnarmanna í
Írak í gær. Samtals hefur 441 her-
maður fallið í Írak frá því innrásar-
stríðið hófst í mars, þar af hafa 269
fallið frá því Bush Bandaríkjafor-
seti lýsti yfir því, 1. maí að meiri-
háttar átökum væri lokið.
Alls hefur 381 Bandaríkjamaður
fallið, 53 Bretar, tveir Spánverjar,
einn Úkraínumaður, einn Dani og
einn Pólverji.
Tæplega 2.200 bandarískir her-
menn hafa særst í Íraksstríðinu. ■
Fjarðarál:
Áætlanir
breytast
ÁLVER Fram kom á kynningarfundi
Seðlabankans með fréttamönnum
í gær að nýjustu upplýsingar um
framkvæmdir á Austfjörðum
bendi til þess að hluti fjárfesting-
ar í álveri Fjarðaráls á Reyðar-
firði færist afturábak. Þannig sé
gert ráð fyrir minni fjárfestingu í
álverinu á árinu 2005 en áður hef-
ur komið fram og meiri fjárfest-
ingu árið 2007.
Már Guðmundsson, aðalhag-
fræðingur Seðlabankans, segir að
þetta leiði til minni spennu og
minni hagvaxtar árið 2005 sem
flytjist þá að einhverju leyti yfir á
árið 2007. ■
þitt
eintak
v iku legt t ímar i t um fó lk ið í l and inu
birta
7. NÓVEMBER TIL 13. NÓVEMBER 2003
ÚTBRE IDDASTA T ÍMARIT LANDSINS – 96 .000 E INTÖK
NR . 35
Sjónvarpsdagskrá
næstu7daga
Bannvara og
blandspólur
Kynbundið
námsval
Ástarsorg
Fréttir úr
ástandinu
Verðlauna-
krossgáta
Hera og hafið
Hera:
▲
fylgir Fréttablaðinu dag
Lætur stjórnast
af innblæstri
birta
● Persónuleikapróf