Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 10
BYGGÐAMÁL „Okkar möguleikar felast fyrst og fremst í því að tengja vestfirska háskólamennt- um við aðra háskóla í landinu. Þar horfi ég til Háskóla Íslands, Há- skólans á Akureyri og rannsókna- stofnana í sjávarútvegi,“ segir Einar Kristinn Guðfinnsson, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks- ins, um þá hugmynd sem hæst ber innan nefndar iðnaðarráðherra um úrræði til styrktar atvinnulífi á Vestfjörðum. Halldór Halldórs- son, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ og einn nefndar- manna, sagði í Fréttablaðinu að hann teldi rétt að horfa til þess að Vestfirðir stefni að háskólasamfélagi og fari í raun þveröfuga leið ef miðað er við stóriðjustefnuna sem blómstrar á Austfjörðum. Þar verði áhersla lögð á stefnu sem væri umhverf- isvæn og menn muni nýta sér og halda hreinleika Vestfjarða og óspilltri náttúru. Mikil þekking í sjávarútvegi og öflug tæknifyrir- tæki á sjávarútvegssviði gefi Vestfirðingum forskot í þessum efnum. Einar Kristinn segist taka heilshugar undir með Halldóri bæjarstjóra. „Ég hef unnið með honum að þessari stefnu ásamt fleira góðu fólki. Á Vestfjörðum hafa menn tekið forystu í fjarkennslu á margan hátt. Þar stunda að jafn- aði yfir 100 manns háskólanám með fjarkennslu. Þarna virðist ekki vera um að ræða bólu sem einungis stendur í stuttan tíma heldur virðist þetta vera nokkuð sem er komið til að vera,“ segir hann. Einar Kristinn segir að næsta skref verði að hefja háskóla- kennslu á Vestfjörðum. „Í upphafi mun slíkt ekki gefa mjög mörg störf en síðan verða tækifærin nær óþrjótandi, sér- staklega ef okkur tekst að marka þessu háskólastarfi sérstöðu, til dæmis með því að tengja það rannsóknum á sviði veiðarfæra- framleiðslu og þorskeldi. Há- skólavæðing gæti hæglega orðið stóriðja okkar Vestfirðinga,“ seg- ir Einar Kristinn. rt@frettabladid.is 10 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR ■ Evrópa STJÓRNSÝSLA Úrskurðanefnd hús- næðismála telur Íbúðalánasjóð hafa skapað óvissu um réttarstöðu skuldara við sjóðinn með sérmeð- ferð tveggja viðskiptavina. Þegar Íbúðalánasjóður leysir til sín íbúðir vegna vanskila hefur sjóðurinn þá vinnureglu að heimila ekki skuldaranum endurkaup íbúð- arinnar fyrr en hún hefur verið rýmd. Fólk sem missti íbúð sína á nauðungaruppboði vildi endur- heimta íbúðina áður en til útburðar kæmi. Íbúðalánasjóður synjaði beiðninni. Í kæru til úrskurðar- nefndar húsnæðismála benti fólkið á að sjóðurinn hefði í tveimur sam- bærilegum tilvikum orðið við beiðni um endurkaup. Úrskurðarnefndin sagði synjun Íbúðalánasjóðs vera málefnalega. Hins vegar hafi sjóðurinn veitt tvær undanþágur frá umræddri vinnureglu, í bæði skiptin vegna veikinda viðkomandi skuldara, án þess að slíkar undanþágureglur væri að finna í vinnureglum sjóðs- ins: „Sértæk frávik eins og hér um ræðir frá afdráttarlausum vinnu- reglum telur kærunefnd óæskileg og til þess fallin að valda réttar- óvissu fyrir skuldara sjóðsins,“ sagði úrskurðarnefndin og beindi því til Íbúðalánasjóðs að gæta sam- ræmis hvað þetta varðar. ■ Háskólavæðing vestfirsk stóriðja Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum: Glímir við fjárhags- vanda SKÓLAMÁL Miðstöð Símenntunar á Suðurnesjum stendur frammi fyrir fjárhagsvanda og neyðist til að draga úr starfsemi sinni nema til komi frekara framlag ríkisins. Miðstöðin hefur annast fullorð- insfræðslu á svæðinu í sex ár en sökum mikillar eftirspurnar hefur reynst erfitt að halda kostnaði niðri. Framlag ríkisins á þessu ári er 9 milljónir króna en reiknaður kostnaður miðstöðvarinnar er 12 milljónir króna. ■ ■ „Á Vestfjörðum hafa menn tek- ið forystu í fjar- kennslu.“ Norske skog: Skipt um forstjóra ÓSLÓ, AP Forstjóraskipti verða um áramótin hjá Norske skogindustri- er, öðrum stærsta pappírsfram- leiðanda heims. Jan Oksum, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í tæpan aldar- fjórðung, tekur við af Jan Reinaas. Norske Skog hefur um 13% mark- aðshlutdeild í blaða- og tímarita- pappír. Hagnaður nam rúmum 470 milljónum króna á þriðja ársfjórð- ungi en var 1.900 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Rúm 8000 manns starfa hjá Norske skog í Lysaker, skammt utan við Ósló, og tæplega 5000 til viðbótar í dótturfyrirtækjum. ■ LEYFI TIL AÐ SKJÓTA NIÐUR FLUGVÉLAR Ríkisstjórn Þýska- lands hefur samþykkt lagafrum- varp sem heimilar hernum að skjóta niður flugvélar sem eru á valdi flugræningja í þýskri loft- helgi ef talið er að þær ógni ör- yggi almennings. Ákvörðunin um að skjóta niður flugvél verður í höndum ríkisstjórnarinnar. HÓTAÐI AÐ SPRENGJA UPP VERSLUNARMIÐSTÖÐ Tékkneska lögreglan handtók 18 ára mann sem hótaði að sprengja upp versl- unarmiðstöð í Prag ef hann fengi ekki greitt andvirði 150 milljóna íslenskra króna. Lögreglu hafa borist um 500 svipaðar hótanir á undanförnum sjö mánuðum. FERÐAÞJÓNUSTA SEM HLUTFALL AF GJALDEYRISTEKJUM 1998 12,9% 1999 12,8% 2000 13,1% 2001 12,4% 2002 12,1% Heimild: Svar samgönguráðuneytis við fyrirspurn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrskurðarnefnd segir réttarstöðu skuldara í óvissu: Íbúðalánasjóður hætti sérmeðferð ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR Íbúðalánasjóður vék frá vinnureglum til að koma til móts við tvo veika skuldara sem misst höfðu íbúðir sínar á nauðungarupp- boði og vildu eignast þær aftur. Einar K. Guðfinnsson alþingismaður tekur undir með þeim sem vilja að háskóli og rannsóknir tengdar sjávarútvegi komi vestfirsku atvinnulífi til bjargar. EINAR K. GUÐFINNSSON Vill að háskóli rísi á Vestfjörðum og glæði atvinnulífið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Svonaerum við

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.