Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 07.11.2003, Blaðsíða 36
36 7. nóvember 2003 FÖSTUDAGUR 16-liða úrslit bikarkeppni karla: Valur og Afturelding áfram HANDBOLTI Valur og Afturelding tryggðu sér í gær sæti í átta liða úrslitum SS-bikarkeppni karla. Valur lagði b-lið Víkings að velli í Víkinni á afar auðveldan hátt. Hlíðarendadrengir unnu með helmingsmarka mun 24-48. Talsverð meiri spenna var í Kaplakrika þar sem Afturelding lagði heimamenn í FH að velli með eins marks mun, 25-26. Valur og Afturelding eru þar með komin í átta liða úrslit bikar- keppninnar ásamt HK, Víkingi, ÍBV, KA, Fram og Fylki. Dregið verður í átta liða úrslit karla og fjögurra liða úrslit kven- na þann 11. október. ■ CHRISTIAN ZIEGE Þarf enn og aftur að jafna sig af meiðslum. Christian Ziege: Frá til áramóta FÓTBOLTI Þýski varnarmaðurinn Christian Ziege verður væntan- lega frá knattiðkun fram yfir ára- mót. Ziege, sem leikur með Totten- ham í ensku úrvalsdeildinni, meiddist á hné í sínum fyrsta leik í tíu mánuði á móti West Ham í deildarbikarnum í síðustu viku. „Ég trúi þessu varla,“ sagði Ziege í samtali við The Sun. „Óheppnin virðist engan endi ætla að taka en ég verð að kyngja þessu. Síðasta endurkoma mín entist í klukkustund.“ Áður en Ziege lenti í meiðslum var hann einn besti bakvörður ensku deildarinnar og átti fast sæti í þýska landsliðinu. ■ Ka na rí 3. ja n. Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 62.960 kr. Tilbo› í 14 nætur í íbúð á Las Gondolas. Sama verð ef 3 eru í íbúð. Aukagjald fyrir einbýli 10.000 kr. Innifalið: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Komdu me› til Kanarí -á sólríkar og su›rænar strendur og njóttu sólar í skammdeginu. á mann D R E I F I N G A R fi J Ó N U S TA F R É T TA B L A ‹ S I N S 93.217 ÁFANGASTA-DIR VANTAR fiIG FAR? D R E I F I N G A R fi J Ó N U S TA  15.30 Íslandsmótið í Galaxy Fit- ness á Sýn. Útsending frá Íslandsmótinu í Galaxy Fitness 2002.  18.00 Olíssport á Sýn. Fjallað er um helstu íþróttaviðburði heima og er- lendis.  18.30 Trans World Sport (Íþróttir um allan heim) á Sýn.  19.30 Football Week UK (Vikan í enska boltanum) á Sýn.  20.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  20.30 Þróttur N. og Þróttur R. keppa á Neskaupstað í 1. deild kvenna í blaki.  20.30 Alltaf í boltanum á Sýn.  21.00 UEFA Champions League á Sýn. Fréttaþáttur um Meistaradeild Evr- ópu.  21.30 Fastrax 2002 (Vélasport) á Sýn. Hraðskreiður þáttur þar sem öku- tæki af öllum stærðum og gerðum koma við sögu.  22.00 Mótorsport 2003 á Sýn. Ítar- leg umfjöllun um íslenskar akstursíþrótt- ir. hvað?hvar?hvenær? 4 5 6 7 8 9 10 NÓVEMBER Föstudagur FÓTBOLTI Ummæli Alex Ferguson- ar, framkvæmdastjóra Manchest- er United, um refsingar aga- nefndar Enska knattspyrnusam- bandsins, FA, á hendur Arsenal og nokkrum leikmanna félagsins hafa fallið í grýttan jarðveg hjá stjórn sambandsins. „Ummæli Alex Ferguson virð- ast draga í efa heilindi og hlutleysi agamála hjá FA,“ sagði talsmaður sambandsins. „Við höfum beðið Manchester United um útskýring- ar og viljum vita hvort þetta sé op- inber afstaða félagsins.“ Ferguson, sem er nýkominn úr tveggja leikja banni, hefur frest til þriðjudags til að útskýra um- mæli sín. Sepp Blatter, forseti FIFA, ótt- ast að FA sé að missa tökin á fé- lögunum. „Ákvarðanir FA eru dregnar í efa af leikmönnum og framkvæmdastjórum sem eiga öðrum fremur að vera bundnir af stjórn og reglum sambandsins.“ Blatter sendi einnig Mark Palios, framkvæmdastjóra FA, skýr skilaboð. „Ef hann sýnir ekki festu, lendir ensk knattspyrna í stjórnunarkreppu.“ ■ Enska knattspyrnusambandið: Krefur United svara ORÐHÁKUR Í VANDA Sir Alex Ferguson hefur enn og aftur kallað yfir sig reiði enska knattspyrnusambandsins með yfirlýsingum sínum. Baldur Aðalsteinsson Á leið frá ÍA? FÓTBOLTI „Ég er að skoða hvað ég geri, en það er ólíklegt að ég verði áfram hjá Skagamönnum,“ segir Baldur Aðalsteinsson. „Það skýrist í byrjun næstu viku hvað ég geri.“ Baldur hefur leikið með ÍA frá árinu 1999 og á að baki 67 leiki með Skagamönnum í efstu deild. Samn- ingur hans við félagið rann út um síðustu mánaðamót. Baldur segir að ÍA , Val, Völs- ung, Víking og fleiri lið hafa boðið sér samning. Hann segir ekki aðal- atriði að komast að hjá félagi í efstu deild og gæti alveg hugsað sér að leika að nýju með Völsungum sem sigruðu í 2. deild í haust. ■ FH - AFTURELDING Afturelding kom á óvart í gær og sló FH út úr bikarkeppninni. Þar með eru öll Hafnarfjarðarliðin úr leik. FR + ET TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.