Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 2
2 17. desember 2003 MIÐVIKUDAGUR „Við höfum alltaf vitað að guð er okkur hliðhollur.“ Halldór Halldórsson er bæjarstjóri á Ísafirði. Sam- kvæmt einni spá verða jólin hvít þar en rauð víðast hvar annars staðar. Spurningdagsins Halldór, eruð þið á sérsamningi? HEILBRIGÐISMÁL „Með slíkum til- færslum væri spítalinn tví- mælalaust að framkvæma þjón- ustuskerðingu til þess að ná sparnaðarmarkmiðum,“ sagði G u ð m u n d u r Þorgeirsson yf- irlæknir á lyf- l æ k n i s s v i ð i eitt. Í sparnaðar- tillögum fram- kvæmdastjórn- ar Landspítala - háskólasjúkra- húss er meðal annars sett fram sú hugmynd að loka bráðamóttökum á Hring- braut að næturlagi, en beina sjúklingunum inn í Fossvog. Á umræddum bráðamóttökum er einkum tekið á móti fólki með brjóstverki, kviðverki, börnum og sjúklingum á geðsviði. Guðmundur sagði að þessar hugmyndir gengju þvert á skipulag hjartaþjónustunnar þar sem miðað væri við að hafa hjartadeildina og alla aðstöðu til bráðra hjartaþræðinga við Hringbraut. Þá skipti mjög miklu máli að bráðamóttakan fyrir slíka sjúklinga væri á sama stað. Guðmundur sagði ennfremur, að eindregin skipulagsbreyting hefði verið gerð 1. mars 2002. Þá hefði verið sett upp sérhæfð bráðamóttaka, þar á meðal fyrir hjartasjúklinga á Hringbraut, en almenna bráðamóttakan hefði verið í Fossvogi. „Æskilegast væri að hafa eina stóra bráðamóttöku, þar sem allar greinarnar væru und- ir einu þaki,“ sagði hann. „Það næstbesta í stöðunni er að sjúk- lingarnir komi strax inn á þá bráðamóttöku sem er í tengslum við sérgreinina eins og nú er. Við erum í vaxandi mæli farnir að gera bráðar kransæða- þræðingar við bráðri kransæða- stíflu. Það er eitt af því sem hef- ur skilað mjög góðum árangri. Í skýrslu ríkisendurskoðunar kom til dæmis fram að það eru helmingi lægri dánartíðni úr kransæðastíflu á LSH heldur en á bresku viðmiðunarspítölunum. Í því felst skipulag sem skilar góðum árangri.“ Guðmundur undirstrikaði að þessi hugmynd væri ein af þeim fjölmörgu sem væru til skoðun- ar á LSH. Ekert hefði verið ákveðið í þessum efnum, en hún væri dæmi um hversu þungbær- um ákvörðunum væri verið að velta upp til að ná sparnaðar- markmiðum. jss@frettabladid.is Starfsemi Móa í fullum gangi: Enginn missti vinnunna ATVINNUMÁL „Það er nóg að gera í kjúklingaframleiðslunni. Við þurftum ekki að segja upp fólki þegar við tókum yfir rekstur Móa, þvert á móti höfum við þurft að bæta við okkur,“ segir Eggert Á. Gíslason, einn af stjórnendum Matfugls sem keypti rekstur þrotabús kjúklingabúsins í síðasta mánuði. Matfugl er félag í eigu Mata- fjölskyldunnar, en Mata hefur sérhæft sig í innflutningi á ávöxt- um og grænmeti. Auk þess að kaupa eignir þrotabúsins keypti Matfugl höfuðstöðvar Móa í Mos- fellsbæ, þar sem eru slátur- og vinnsluhús og skrifstofur, alls um 4.900 fermetrar. Einnig keypti fé- lagið land á Kjalarnesi, í Svínadal, Ölfusi og á Stokkseyri sem nýtt er undir kjúklingaeldi. „Kjúklingaframleiðslan er mjög spennandi og fellur vel að rekstri félagsins og áherslum þess á sviði hollustufæðis. Það starfa um 70 manns manns hjá Matfugli og við erum bjartsýnir á framtíðina,“ segir Eggert. ■ MS-sjúklingur: Dæmd laun í veikindum DÓMSMÁL Fyrirtækið Skýrr hefur verið dæmt til að greiða fyrrum starfsmanni sínum eina milljón króna auk vaxta vegna vangold- inna launa í veikindaforföllum. Starfsmaðurinn fyrrverandi þjáist af MS-sjúkdómnum og gat ekki verið við vinnu um tíma vorið 2002 og þurfti síðar að láta af störf- um vegna veikinda sinna. Starfs- maðurinn framvísaði vottorði frá lækni þar sem veikindin voru stað- fest en vinnuveitandi tók vottorðið ekki gilt. Dómurinn tók vottorðið hins vegar gilt og dæmdi Skýrr til að greiða starfsmanninum fyrrver- andi alla kröfugerðina. ■ ÍSRAELAR HAFA SAMRÁÐ VIÐ BANDARÍKJAMENN Ísraelsk stjórnvöld munu hafa samráð við Bandaríkjamenn áður en gripið verður til einhliða aðgerða á Vesturbakkanum og Gaza-strönd- inni segir Silvan Shalom, utanrík- isráðherra Ísrael. Ísraelskir fjöl- miðlar hafa haldið því fram að Ariel Sharon ætli að boða ein- hliða aðgerðir gegn Palestínu- mönnum ef enginn framvinda verði á friðarferlinu á næstu sex mánuðum. ARAFAT EKKI TIL BETLEHEM Ísra- elsk stjórnvöld hafa bannað Yass- er Arafat, leiðtoga Palestínu- manna, að vera viðstöddum hátíð- arhöld í Betlehem á jólunum, þriðja árið í röð. Þess í stað verð- ur Arafat gert að dvelja í höfuð- stöðvum sínum í Ramallah. FRAMHALD Á VIÐRÆÐUM UM VOPNAHLÉ Egypskir sendifulltrú- ar eru komnir til Gaza-strandarinn- ar til að hafa milligöngu um friðar- viðræður palestínskra andspyrnu- hreyfinga. Egyptarnir ætla að gera aðra tilraun til að fá liðsmenn Hamas, samtakanna Íslamskt Jihad og Fatah-hreyfingar Yassers Arafat til að lýsa yfir vopnahléi. Saknar hundsins: Jón leitar tíkarinnar Skvísu MÓAR Starfsemi kjúklingabúsins hefur verið í fullum gangi frá því fyrirtækið Matfugl keypti þrota- bú þess í síðasta mánuði. HJARTADEILD Á HRINGBRAUT Flutningur bráðamóttöku frá Hringbraut inn í Fossvog yrði þvert á nýlegt skipulag hjarta- þjónustunnar. „Tvímæla- laust þjón- ustuskerðing til að ná fram sparnaðar- markmiðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M TÝND „Ég var með hundinn í bíln- um og það var mikið að gera hjá mér, þannig að ég freistaðist til að skilja hann eftir á Geirsnefi í hálfa klukkustund,“ segir Jón Guðmundsson hundaeigandi en hann hefur ekki séð hundinn sinn síðan eða frá um klukkan fjögur á laugardag. Jón segist hafa fengið ávítur fyrir að skilja tíkina eftir þegar hann hefur farið á Geirsnef að leita hennar. „Það var vissulega rangt af mér að skilja hana eft- ir.“ Jón segir að hann hafi hins vegar ekki átt von á að hundur- inn myndi hverfa þar sem hann sækir mikið í að vera í kringum fólk og aðra hunda. Tíkin er níu mánaða, svört af labradortegund og mjög mann- elsk. Hún er merkt og heitir Skvísa. Jón biður þá sem hugsan- lega gætu haft upplýsingar um hvar Skvísa er niðurkomin að hafa samband við hann í síma 699 4396. Hennar er sárt saknað heima fyrir. Fundarlaun eru í boði. ■ JÓN GUÐMUNDSSON Jón hefur ekki séð tíkina Skvísu síðan á laugardag. Getur skipt sköpum um afdrif sjúklinga Flutningur bráðamóttöku fyrir fólk sem fær brjóstverk getur skipt sköp- um. Þetta er mikilvæg bráðaþjónusta, þar sem tími og rétt viðbrögð skipta höfuðmáli, að sögn yfirlæknis á spítalanum. ■ Ísrael BÓKARI DÆMDUR Fyrrum bókari hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar, skilorðs- bundið, fyrir að hafa dregið sér tæpa milljón úr sjóðum fyrirtæk- is síns. Auk þess að endurgreiða féð var bókarinn dæmdur til að greiða fyrirtækinu 400.000 krón- ur vegna kostnaðar við rannsókn málsins. DÆMD FYRIR INNBROT Tvær konur og einn karlmaður hafa verið dæmd fyrir að brjótast inn í íbúð og stela þar farsíma, skartgripum og fleiri munum. Karl og kona á þrítugsaldri voru dæmd til tíu og ellefu mánaða fangelsisvistar, að mestu skilorðsbundið. Kona á fimmtugsaldri var dæmd til sektargreiðslu. ■ Dómsmál ■ Lögreglufréttir Sparisjóðabankinn: Tapar kröfu DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur hefur sýknað mann af kröfu Sparisjóðabanka Íslands um að hann greiði tæpar fimmtán millj- ónir króna, auk vaxta, fyrir hluta- bréfakaup sem Sparisjóðabankinn sagði manninn hafa gert samning um við Burnham International. Burnham International fór síð- ar á hausinn og var óundirritaður samningur um kaup mannsins og aðila honum tengdum á hlutabréf- um framseldur Sparisjóðabankan- um. Dómnum þótti ósannað að samningurinn hefði verið gerður og dæmdi stefnanda að greiða stefnda málskostnað upp á 1.250.000 krónur. ■ FIMM BÍLA ÁREKSTUR Fimm bíl- ar lentu saman á Breiðholtsbraut á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Eitthvað var um að fólk kvartaði undan eymslum og var það ýmist flutt á sjúkrahús með sjúkrabíl eða komu sér þangað sjálfir. Einn var fluttur á slysadeild með höfuðmeiðsl eftir árekstur í Álf- heimunum. Flugleiðir: Farþegum fjölgar SAMGÖNGUR Farþegum í milli- landaflugi Flugleiða í nóvember fjölgaði um 6,4% í samanburði við nóvember í fyrra. Farþegum á leiðum til og frá Íslandi fjölgaði um 3,7%, en farþegum sem ferð- ast yfir Norður-Atlantshafið með viðkomu á Íslandi fjölgaði um 12,2%. Á fyrstu ellefu mánuðum árs- ins voru farþegar til og frá land- inu ámóta margir og á síðasta ári, eða 685.000 í samanburði við 689.000 á sama tíma í fyrra. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.