Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 17. desember 2003 Ífebrúar heldur skólakór Kárs-nesskóla til Frakklands þar sem hann syngur á norrænni tónlistarhátíð með Sinfóníu- hljómsveit Parísarborgar. „Okkur finnst það afskaplega mikill heiður og gaman að taka þátt í þessu,“ segir Þórunn Björnsdóttir, stjórnandi kórs- ins. Kórinn syngur þar nýtt tón- verk eftir Jón Nordal, sem hann var beðinn um að semja fyrir þessa norrænu tónlistarhátíð. „Við erum búin að æfa mikið og kórinn er í rosalega góðu formi. Það er líka búið að bjóða okkur á listahátíð í Sviss í maí, og svo komum við hingað heim og syngjum á Listahátíð Reykja- víkur.“ Kórinn var nú fyrir fáeinum dögum að senda frá sér jóla- plötu, sem hlotið hefur nafnið „Skín í rauðar skotthúfur“. Þetta er fimmti diskurinn sem kórinn sendir frá sér. Allar hafa þær verið unnar í samstarfi við Sigurð Rúnar Jónsson. „Þetta eru virkilega skemmtilegar og óvenjulegar útsetningar hjá honum. Okkur Didda fiðlu hefur lengi dreymt um að gefa út öðruvísi jóladisk, og allir sem hafa heyrt þennan hafa kolfallið yfir honum,“ segir Þórunn. ■ Syngja með Parísarsinfóníunni PÉTUR ÁSGEIRSSON Sniglarnir sendu nýverið frá sér ályktun þar sem fullum stuðning var heitið við að- gerðir lögreglu og útlendingaeftirlits varð- andi Vítisengla. Þeir vilja leggja áherslu á að Sniglar séu friðsælt fólk á bifhjólum. ??? Hver? Oddviti Sniglanna. ??? Hvar? Á leiðinni heim frá lækni. ??? Hvaðan? Fæddur og uppalinn á Raufarhöfn en komst til manns í Reykjavík. ??? Hvað? Sendum frá okkur ályktun þar sem við studdum aðgerðir yfirvalda varðandi Vítisenglana. ??? Hvernig? Við erum svekkt yfir allri neikvæðri um- ræðu um bifhjólafólk, en hún hefur ver- ið mjög neikvæð og einhliða. ??? Hvers vegna? Við viljum leggja áherslu á það góða sem við gerum eins og framlag okkar til góðgerðamála til að bæta ímynd bifhjólafólks. ??? Hvenær? Sem allra fyrst. ■ Persónan JÓLAHEIMSÓKN Lilli klifurmús og Mikki refur gerðu sér lítið fyrir og heimsóttu krakkana á Barnaspítala Hringsins til að gleðja ungviðið. Tímamót SKÓLAKÓR KÁRSNESSKÓLA ■ hefur hlotnast sá heiður að fá að syngja með Parísarsinfóníunni. „SKÍN Í RAUÐAR SKOTTHÚFUR“ Skólakór Kársness fyrir utan Salinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.