Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.12.2003, Blaðsíða 20
Haukurinn hóf sig til flugs oghvarf út um ljóra RÚV. Leiðir hans og stofnunarinnar lágu ekki lengur saman. Er sannarlega skarð fyrir skildi því segja má að hinn skeleggi fréttamaður Haukur Hauksson hafi verið ein skærasta rós RÚV. Miðað við f r a m m i s t ö ð u s t j ó r n a r a n d - stöðunnar á síð- ustu dögum og vikum má halda því fram að öfl- ugasta þjóðfé- lagsrýnir samtímans hafi verið Haukurinn með hinar hvössu Ekki-fréttir. Í Sjónvarpinu halda hinir síungu Spaugstofumenn uppi sömu merkjum. Hvernig gat RÚV sleppt Hauknum? Sinni skæru stjörnu? Dagskrárstjórinn hefur upplýst að hann hafi viljað halda nafna mínum áfram á launaskrá enda höfundur eins vinsælasta efnis útvarpsins. Hins vegar hafi tveir yfirmenn hans ekki talið sig geta teygt sig nær óskum Hauksins! Miðstýring RÚV Í þessu endurspeglast einn meginvandi RÚV. Dagskrár- stjórinn getur sjálfur ekki geng- ið frá ráðningu fólks til dag- skrárgerðar. Valdið er í höndum að því er virðist tveggja hærra settra yfirmanna. Og þarna ligg- ur hundur grafinn. Svo virðist sem stjórnun og valddreifing RÚV sé ekki í takt við tímann. Í öllum fyrirtækjum er valdsvið, ákvarðanataka og ábyrgð látin haldast í hendur. Ég hélt að hinn bratti og miðstýrði stjórnunar- stíll væri fyrir margt löngu genginn sér til húðar. Langflest fyrirtæki í dag byggja á hinni einföldu hugsun um dreifða ábyrgð. Betur sjá augu en auga. Þannig er hin skilvirka stofnun byggð upp. Ekki verður annað séð en RÚV sitji eftir sem marg- höfða stjórnunarþurs. Fyrir vik- ið spretta þar reglulega upp deilur og það sem verra er slys í dagskránni eiga sér stað. Yfir- maður dagskrárgerðar hefur ekki valdið til að ljúka málinu. Dæmið um Hauk Ekki-frétta- mann er nýlegasta dæmið um það. Haukurinn hefur hafið sig til flugs. Dagskrá RÚV er ekki eins skemmtileg, lifandi og gagnrýn- in fyrir vikið. Hvar hann lendir veit enginn nema hann sjálfur. Við hlustendur erum svekktir en lítið fararsnið virðist á inn- byggðum vanda RÚV. Þarf ekki að stokka stjórnkerfi stofnunar- innar upp þannig að ekki fljúgi fleiri fuglar úr hreiðrinu? ■ 20 17. desember 2003 MIÐVIKUDAGURBætiflákar Lífeyrisréttindi landsmanna Ég hef ekkert um útreikningana að segja á þessu stigi málsins. Frumvarpið er komið í gegn. Stefna stjórnmálamanna í málefnum lífeyrissjóða er kunn og landsmenn á almennum vinnumarkaði hljóta að njóta þeirrar stefnu. ––––––––––––––––––––––––––––– Davíð Oddsson hefur lýst því yfir að fors- endur í útreikningum ASÍ um eftirlaun forsætisráðherra séu ekki réttar. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdarstjóri AS,Í kynnti útreikninga ASÍ. Haukurinn horfinn? Samanburður á heilsufari milliþjóða er flókið viðfangsefni. Ná- kvæmustu upplýsingar varða ung- barnadauða og ævilíkur. Í tugi ára hefur WHO unnið að þessum sam- anburði. Telja menn sæmilegan ár- angur hafa náðst um reglur og að- ferðir við þessar skráningar á Norðurlöndunum og í OECD-lönd- um, enda skýrslur birtar árlega. Tölur frá Íslandi og Þýskalandi eru of háar því að umönnunarþáttur aldraðra fellur undir heilbrigðis- mál en ekki félagsmál eins og hjá öðrum þjóðum. OECD-löndunum er skipt í þrjá flokka eftir því hve hárri upphæð er varið til einka- reksturs af heildarfjárhæð eins og fram kemur í þessari grein. Komið hefur fram að heildarrekstur mælt sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu (V.L.F.) er hærri í löndum er verja mestum fjárhæðum til einka- rekstrar en í löndum þar sem sam- félagsrekstur vegur þyngra. Einkarekstur - óvænlegur kostur Niðurstöður eru að skráður barnadauði er hærri og ævilíkur eru styttri meðal þeirra þjóða er búa við mestan einkarekstur. Líkleg skýring er að þar sem samfélags- þjónustan er viðamest er heilsu- gæsluþjónustan öflugri, m.a. með samstarfi lækna og hjúkrunarfræð- inga og annarra heilbrigðisstétta og þar af leiðandi er forvörnum og að- stoð við aldraða betur sinnt en í læknastofum í einkarekstri. Kostnaður er mestur í löndum þar sem einkarekstur vegur þyngst enda er oft krafist verulegra eigin greiðslna fyrir forvarnir. Nefna má sem dæmi að þó að hérlend heil- brigðisþjónusta hafi verið gagnrýnd, eiga allir jafnt aðgengi að hverskyns forvörnum og kostnaður er yfirleitt lítill sem enginn. Í löndum þar sem einkarekstur vegur þungt, t.d. U.S.A., búa tæp 20% af börnum og rúm 20% af ungum konum ekki við neinar tryggingar og verða því frek- ar út undan varðandi ungbarna- mæðravernd og bólusetningar. Ung- barnadauði í „slömm“ hverfum margra stórborga vestrænna ríkja, s.s. Harlem, Chicaco og Boston, svipaður og hjá þróunarríkjunum (sbr. New England J. Med. 1990). Áður en menn hækka trommu- sláttinn fyrir einkarekstri má huga að þessu. ■ „Svo virðist sem stjórnun og vald- dreifing RÚV sé ekki í takt við tímann. Umræðan HJÁLMAR ÁRNASON ■ alþingismaður skrifar um Ekki fréttir og RÚV Einkarekstur í heilbrigðismálum OECD-LÖNDUM ER SKIPT Í ÞRJÁ HÓPA EFTIR HLUTFALLI EINKAREKSTURS Í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU Hlutfall einkareksturs Kostnaður við Barnadauði Ævilíkur Ævilíkur af heildarkostnaði v. heilbrigðisþjónustu 5 ára og yngri karla kvenna heilbrigðisþjónustu % á V.L.F. á 1000 íbúa meðal þjóða (meðaltal). A) 14.2 8.0 5.7 75.9 81.7 B) 25.3 8.4 6.6 74.9 81.3 C) 37.8 9.3 8.0 75.2 80.8 A) Danmörk, Ísland, Lux, Noregur, Ítalía, Svíþjóð, Bretland og Andorra. B) Belgía, Finnland, Austurríki, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Nýja Sjáland, Írland og Spánn. C) Grikkland, Ástralía, Malta, Holland, Sviss, Portúgal, U.S.A (World Health Report 2001 WHO) Heilsufar barna og eldra fólks tekur vissulega mið af fjölbreyttum þáttum, m.a. næringu, efnahag, erfðum o.fl. En þessar upp- lýsingar koma frá vestrænum löndum sem búa við lýðræði, góða heilbrigðisþjónustu, t.d. á hátæknisviðinu og verja mestu fjármagni til heilbrigðisþjónustu í veröldinni. Umræðan ÓLAFUR ÓLAFSSON ■ fyrrverandi land- læknir, skrifar um einkarekstur í heilbrigðis- geiranum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.